Uppreisnargjörn ung kona...

Það verða allir að sjá umfjöllun Kastljóss frá því fyrr um kvöld um hina meintu árás níumenningana á Alþingi í desember 2008. Helgi Seljan var með vandaða umfjöllun um þetta mál þar sem hann birti m.a. myndband sem sýnir að lýsing þingvarða af atburðarrásinni af stympingunum þar inni er í mörgum atriðum röng.

Helgi Seljan ræðir líka við tvö úr hópi hinna ákærðu en undir lok þessarar umfjöllunar rifjar Helgi upp aðrar „óvelkomnar heimsóknir á þingpalla“. Þar vekur sérstaka athygli að árið 1976 tók Lára V. Júlíusdóttir, nú saksóknari í máli níumenninganna, þátt í heimsókn hóps stúdenta á þingpalla. Á þessum tíma sat Lára í stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands en Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra, var formaður þess.

Hámark þessarar heimsóknar var það að Össur truflaði þinghaldið með ræðu á meðan aðrir í hópnum komu í veg fyrir það að þingverðir og lögregla næðu til hans. Í ræðunni kom hann á framfæri mótmælum hópsins við fyrirhuguðum breytingum á námslánum til háskólastúdenta. Þessi uppákoma hafði engar afleiðingar fyrir gerendur...

Sjá umfjöllun Kastljóss hér.


mbl.is Ræða starfskjör bankastjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Rakel !    Ég segi nú bara ; þetta fólk kann ekki að skammast sín , þ.e. hvort heldur Lára V eða Össur bullustrokkur , en þetta var meira en lítið fróðlegt .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta nefnilega afar fróðlegt líka og ákvað þess vegna að vekja athygli á þessu hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.5.2010 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband