Kjörið tækifæri til að standa upp fyrir alvöru lýðræði

Það er svo margt sem hefur dunið á okkur þjóðinni á undanförnum misserum að við erum kannski að verða ónæm. Það er svo margt sem hefur misboðið réttlætiskennd okkar að við erum kannski byrjuð að missa tilfinninguna fyrir muninum á réttu og röngu. Við erum búin að fá svo margar staðfestingar á því að þegnar þessa lands eru ekki jafnir fyrir landslögum og dómstólum að við höfum flest glatað traustinu.

Það er ekkert eðlilegra en allt það sem á okkur hefur dunið sé farið að grafa undan andlegum styrk okkar og dómgreind. Skilaboðin sem við fáum í gegnum fjölmiðla frá stjórnarforystunni eru ekki til að byggja undir okkur og skapa okkur öryggiskennd nema síður sé. Við höfum margstaðið hvern stjórnmálamanninn á fætur öðrum svíkja beinlínis öll þau kosningaloforð sem komu honum til valda.

Við höfum horft upp á það aftur og aftur að það er ekki hagur almennings sem brennur þeim fyrir brjósti. Við höfum hlustað á þá mistúlka, rangfæra og beinlínis ljúga upp í opið geðið á okkur um fyrirætlanir og gjörðir. Við höfum heyrt þá hringsnúa sannleikanum og því sem þeir sögðu áður. Þeir hafa unnið skipulega að því að afvegaleiða okkur, rugla okkur í ríminu og slá okkur út af laginu.

Sú vinstri stjórn sem á að heita að farið með valdið hér á landi núna er enginn undantekning. Fulltrúar hennar hafa margsannað að það er ekki málstaður almennings í landinu eða íslensku þjóðarinnar sem þeir eru að berjast fyrir. Þvert á móti þá hafa þeir sett inngöngu inn í ESB á oddinn til að skapa sjálfum sér og ört stækkandi gæludýrasafni, sem er að sprengja utan af sér ráðuneytin, virðulegar stöður inni í Brussel-veldinu.

Og svo er það endaleysan sem Icesave er orðið. Icesave er skjaldborgin sem hefur verið slegin utan um raunveruleg vandamál þjóðarinnar. Þar hafa þau verið lokuð af. Sett í einangrun. Icesave hefur verið stillt upp sem ókleifum virkisvegg milli þings og þjóðar. Ríkisstjórnin hefur reynt að telja þjóðinni trú um að Icesave sé eitthvert fyrirbæri sem þjóðin hafi ekki vitsmuni til að taka afstöðu til. Hún hefur reynt að telja þjóðinni trú um að þetta sé svo yfirgripsmikið mál að það taki upp allan þeirra tíma þannig að ekkert rúm sé til að sinna þeim verkefnum sem bíða innanlands.

Því miður fyrirfinnast enn alltof margir sem eru fastir í meðvirknipyttunum sem ríkisstjórnin hefur grafið kjósendum sínum. Þeir eru enn sorglega margir sem taka undir með Jóhönnukórnum og segja að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem er fyrsta sinnar tegundar, sé markleysa. Þeir eru svo týndir í staðreyndavilluþokunum sem Jóhanna og Steingrímur hafa magnað upp í kring um Icesave að þeir átta sig ekki á því að þau eru ekki að verja neitt nema núverandi kerfi þar sem auðvaldið trónir efst.

Það er auðvitað sorglegast fyrir þá sjálfa ef þeir sitja þannig týndir og fastir og missa þess vegna af þessu tækifæri sem við höfum til að standa upp fyrir alvöru lýðræði. Nú höfum við tækifæri til að koma því á framfæri sem mörg okkar sem stóðum upp í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 vildum koma áleiðis. Við viljum hugarfarsbreytingu. Við viljum réttlæti. Við viljum jafnræði. Við viljum skapa skilyrði fyrir virðingu og jafnari kjörum. Við viljum afnema þá auðvaldshyggju sem hefur hent öllum lífvænlegum gildum fyrir róða og sett eiginhagsmunamiðaða græðgina í hásætið.

Það er von mín og ósk að nógu stór hluti þjóðarinnar átti sig á þessu tækifæri og standi upp. Komi sér á kjörstað og segi NEI! (Að lokum bendi ég á eldri færslur um þetta sama efni hér og r)
mbl.is „Tek þetta ekki til mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk.

Sigurður Haraldsson, 5.3.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekkert að þakka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.3.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband