Ofurlítið fréttayfirlit
8.12.2010 | 23:46
Það hefur litlum fréttum farið af því hvort einhverjir hafi sagt upp viðskiptum sínum við hrunbankanna þrjá í tilefni alþjóðlega bankaáhlaupsins sem var í gær. Ég veit þó um nokkra sem hafa flutt viðskipti sín úr þessum bönkum yfir í annan af tveimur sparisjóðum sem hafa enga ríkisstyrki þegið. En eins og allir ættu að vera farnir að átta sig á þá er eins og það sé sameiginlegt þöggunarátak hjá þeim sem vilja verja gamla kerfið sem leiddu okkur í hrunið.
Það er ekki ætlun mín að fara ýtarlega ofan í þessa sálma heldur að setja hér inn sýnishorn af viðburðum gærdagsins og dagsins í dag. Fyrst er það dæmi um eitt þeirra jólalaga sem var tekið við Landsbankann á alþjóðlegum bankadegi.
Hér er textinn:
Sjö lítil hús voru boðin upp
er bankakerfið fjandans til fór.
Ætlið'ið ekki að hjálpa undrandi ég spurði
en þingið allt svaraði í kór:
Allir saman nú: Einn, tveir, þrír!
Nei, við ætlum að vera svo ósköp þæg og góð,
fyrir okkar alþjóðagjaldeyrissjóð.
Jólunum á þurfið þið að flytja
og við vitum alls ekki hvert!
Kórinn og tónborðsleikarinn eiga eftir að koma saman aftur síðar í mánuðinum og skemmta gestum og gangandi fyrir framan útibú Arion- og Íslandsbanka. Þess má geta að þó við fengjum ekki leyfi til að fara inn í Landsbankann og halda tónleikana þar þá sníktu nokkrir öryggisvarðanna af okkur textablað.
Í dag eru svo tvö ár liðin frá því að hópur fólks heimsótti Alþingi með það fyrir augum að halda upp á þingpalla og lesa yfirlýsingu fyrir þingheim. Þau komust aldrei þangað þar sem þau voru stöðvuð. Níu þeirra hafa mátt sæta pólitískum ofsóknum síðan sem hafa verið rækilega studdar af íslenska dómskerfinu. Það hefur verið gripið til margháttaðra mótmælaaðgerða fyrir það svívirðilega einelti sem þessi hópur sætir en allt hefur komið fyrir ekki. (Sjá nánar hér)
Í dag hittumst við nokkur uppi á þingpöllum til að minna á þetta mál og sýna þessum níu samstöðu. Það dró til tíðinda:
Í framhaldinu voru þingpallar rýmdir og þegar þingfundur hófst að nýju hafði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ákveðið að honum skyldi framhaldið fyrir luktum dyrum. (Sjá hér)
![]() |
Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |