Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Árangursrík samstaða gegn Icesave

Framtíðin fagnarÞað er reglulega yndislegt að fá tilefni til að gleðjast eins og síðastliðinn mánudag! Í gleðinni leitar hugurinn að sjálfsögðu til sundraðra byltingarfélaga og ástæðu þess að svo er komið. Það þýðir þó lítt að sýta enda ástæða til að binda vonina við að þeir sem hafa týnt sér í sundrunginni átti sig nú ásamt öðrum sem hafa aldrei dirfst til að koma sér af stað til sjálfsvarnarinnarSmile

Það er nefnilega hægt að gera svo margt annað til varnar en það að allir hópist saman á Austurvelli og framleiði hávaða. Við getum greinilega unnið í mismunandi hópum að sameiginlegu markmiði og náð vitsmuna- legum árangri. Niðurstaðan í hinu langdregna Icesave-máli er góður vitnisburður um það.

Hér er rétt að hafa það í huga að niðurstaðan í málinu var nefnilega miklu frekar í takt þeirra raka sem komu frá öllum öðrum en þeim sem fylgdu ríkisstjórninni að málum. Þeir sem komið hefur í ljós að höfu sannleikann að leiðarljósi í málinu og lögðust á eitt við að spyrna kröftuglega við fótum gegn Icesave-ánauðinni voru m.a: villikettirnir í Vinstri grænum sumarið 2009, Indefence-hópurinn í kringum áramót 2009-2010 og kjósum.is sem safnaði undirskriftunum í byrjun árs 2011 og starfaði svo í tveimur hópum í framhaldinu; Advice-hópnum og Samstöðu þjóðar gegn Icesave.

Það er líka tilefni til að votta forsetanum  dýpstu virðingu fyrir hans einstaka stuðning við þjóðarhagsmuni. Hann hefur staðið eins og klettur með þjóðinni og hefur reyndar sífellt verið að standa sig betur og betur í því óvænta hlutverki. Hann tók við hvatningu villikattanna árið 2009 og fleirum um að standa með þjóðinni og hefur ekki látið af því þrátt fyrir þær öflugu skærur og skrílslæti sem sá stuðningur hefur vakið meðal hollustuvinafélaga ríkisstjórnarinnar.

Það e ekki annað að sjá en forsetinn sé a.m.k. vel meðvitaður um þátt grasrótarhópanna sem um ræðir. Í gær bárust þær fréttir af Bessastöðum að Ólafur Ragnar Grímsson ætti þar fund með tveimur þeirra sem komu að málflutningnum fyrir Íslands hönd í lokaþætti Icesave-mörunnar. Þar ræddi hann um „mikilvægi hinnar lýðræðislegu samstöðu, hreyfingarnar [svo] sem kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu.“ (sjá hér)

Indefence-hópurinn

Hluti Indefence-hópsins fyrir framan Bessastaði í byrjun janúar 2010. Myndin er tekin eftir að hópurinn afhenti forsetanum undirskriftirnar sem söfnuðust vegna Icesave II. Þjóðaratkvæðagreiðslan fór svo fram 6. mars 2010. Úrslit kosninganna urðu þau að 98,1% sögðu nei og 1,9 já. (sjá hér)

kjosum.is-hópurinn

Stór hluti þess hóps sem safnaði undirskriftum til að tryggja það að þriðja tilraun til Icesave-skuldbindingarinnar á hendur þjóðarinnar yrðu lögð undir hennar atkvæði. Myndin er tekin í viðhafnarsalnum á Bessastöðum eftir athendingu undirskriftalistanna þ. 19. febrúar 2011.

Eftir afhendinguna skipti þessi hópur sér í tvo: Advice og SAMSTÖÐU þjóðar gegn ICESAVE. Hóparnir unnu þó sameiginlega að því markmiði að koma rökum fyrir NEI-inu á framfæri við þjóðina. Það var mjög á brattann að sækja en þrátt fyrir dökkar horfur í byrjun fór kosningin þannig að 59,8% sögðu nei en 40,2 já. (sjá hér)

Allt þetta ómetanlega baráttufólk hlýtur að hafa fyllst einlægum fögnuði þegar því bárust fréttirnar af niðurstöðum EFTA-dómsins í Icesave-málinu rétt undir hádegið síðastliðinn mánudag. Sjálf var ég alveg í skýjunum af einlægum fögnuði og yfirþyrmandi þakklæti sem ég fann mig knúna til að fá útrás fyrir þannig að ég setti þetta inn á Facebook:

HÚRRA fyrir okkur! Húrra fyrir dómurunum! Húrra fyrir heiðarlegri baráttu fyrir réttlæti! Húrra fyrir öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að Icesave-klúðri Landsbankans yrði velt yfir á íslenskan almenningSmile

Baráttan var löng. Hún byrjaði inni á þingi upp úr miðju sumri 2009 en út úr því dæmi urðu villikettirnir til. Þá var það Indefence-hópurinn svo kjósum.is, sem stóð að undirskriftarsöfnuninni í upphafi árs 2011, og loks Advice-hópurinn og Samstaða þjóðar gegn Icesave.

Já, baráttan var löng og ströng en samstaða þjóðar hafði betur gegn fjármálavaldinu. Niðurstaðan varð sú að þrátt fyrir allt þá eru til lög sem vernda þjóðríki gegn ætlan slíkra afla!

HÚRRA!!! og til hamingju öll!!! Koss og kram yndislega, dásamlega fólk!! Knús í botn til ógleymanlegra baráttufélaga!! Ég vona að þið séuð að rifna úr stolti en plís ekki svífa upp af jörðinni
Wink

Es: Baráttan er nefnilega ekki búin en þetta er vonandi bensínið sem vantaði til að halda henni áframSmile

Fyrst að ég er byrjuð að vekja athygli á einstaklingum og hópum sem lögðu ómælt að mörkum til að þjóðin fengi að upplifa viðlíka gleðidag og nýliðinn mánudag þá má ég til að vekja athygli á þeim dásamlegu einstaklingum sem mættu niður á Austurvöll til að útskýra það frammi fyrir hljóðnema og upptökuvél af hverju það ætlaði að segja NEI við Icesave III.

Alls voru það 33 einstaklingar sem mættu og eru viðtölin öll varðveitt á You Tube. Upptökumennirnir voru Siggi Sveins hjá Lifandi mynd og Viðar Freyr Guðmundsson, upptökjustjóri og hljóðmaður hjá ÍNN. Axel Þór Kolbeinsson hannaði lógóið en hann sá líka um vefinn þar sem undirskriftunum var safnað 2011.

Allir viðmælendurnir eru algjörlega dásamlegir enda trúi ég að orðin þeirra eigi eftir að skína eins og gimsteinar langt fram í framtíðina og fylla þá sem á þau hlýða stolti yfir þeirri réttlætisfylltu og framsýnu samstöðu sem þessir bera vitni. Hér eru öll viðtölin í einni lúpu en þau spegla saman: þekkingu, innsæi, framsýni, réttlætistilfinningu, sanngirni, lýðræðisvitund, heiðarleika, samkennd, festu og síðast en ekki síst sterkum samstöðuvilja frammi fyrir kúgunarvaldi.

Einstaklingarnir sem tóku þátt vaxa við hverja hlustun og fylla mann óendanlegu stolti.  Hér er þriðji hlutinn en alls eru þeir fimm og svo er einn stakur. Þessa er alla að finna í einni lúpu undir slóðinni í efnisgreininni hér að ofan.



Að síðustu er ástæða til að undirstrika það að viðspyrnuþátturinn í sögu Icesave er staðfesting á því hverju það getur skilað að fulltrúar valdsins, fulltrúar fræðimannasamfélagsins og fulltrúar allra hinna borgara samfélagsins leggi saman færni sína og krafta til grundvallarmálefna sem eru til hagsbóta fyrir framtíð samfélagsheildarinnar. Vonandi munum við öll læra af þeim árangri sem þessi samstaða skilaði og ná að vinna þannig saman aftur gegn þeim ógnum sem steðja að tilveru íslensks samfélags og framtíð.
mbl.is Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falið fall

Veruleikafirringin virðist vera orðin svo viðtekin að það er eins og engin dirfist að benda á það að við sitjum undir kolfallinni ríkisstjórn! Mér telst a.m.k. þannig til að í ríkisstjórn VG og Samfylkingar séu aðeins 30 hausar eftir að Jón Bjarnason sagði sig úr VG. Ef ríkisstjórnin situr hins vegar í skjóli flóttamannanna úr Samfylkingunni þá eru þeir 32 og ef við teljum laumufarþega mótmælaframboðsins með líka þá eru þeir 35.

En getur það verið að þingmenn sem standa að stofnun flokka með sólskinsnöfnum (reyndar er eitt sjóræningjaframboð þarna innan um) standi að þvílíkri óhæfu eins og styðja helferðarstjórnina sem kom upp úr hrunstjórninni!?! Ef þannig er í pottinn búið er sannarlega kominn forsmekkur að því hve svört sólskinin munu verða sem fylgja fullyrðingum um „breytt stjórnmál“ í nafni Dögunar og Bjartar framtíðar
Errm


mbl.is Líkir sér við Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt núningstæki

Ferskar appelsínurÞað var sennilega strax í apríl eða maí á síðasta ári sem Capacent tók SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar út af flestum ef ekki öllum viðhorfskönnunarlistum sínum. Fjölmiðlar sem voru aldrei neitt sérstaklega upprifnir yfir þessum nýja flokki nýttu afleiðingar þessa sem skjól fyrir afskipta-leysinu. Flokkur með fylgi undir 5% var ekki líklegur til að skipta neinu í næstu kosningum að þeirra mati.

Reyndar hafa fjölmiðlamenn nýtt alls kyns afsakanir til að koma sér undan því að fjalla um stefnu eða oddamál SAMSTÖÐU. Aftur á móti hafa sumir fjölmiðlar og einhverjir starfsmenn þeirra verið einkar iðnir við að þefa uppi og blása út tilefni sem hefur gefið þeim efnivið til neikvæðrar umfjöllunar og þá einkum um Lilju Mósesdóttur, alþingismann og einn stofnfélaga SAMSTÖÐU.

Það er full ástæða til að vekja ærlega athygli á þessari hlutdrægu fréttamennsku og fordæma framkomu Capacent gagnvart nýju og frambærilegu framboði en einhvers staðar verður að láta staðar numið. Því verður látið nægja að vísa í opið bréf sem sent var í nafni flokksins þar sem fundið var að framgöngu bæði fjölmiðla og Capacent gagnvart SAMSTÖÐU.

Núningur

En það er fleira sem SAMSTAÐA hefur staðið frammi fyrir lunga þess tíma sem er liðinn frá því að flokkurinn var stofnaður og jafnvel frá því að Lilja Mósesdóttir lét í það skína að hún hygði á stofnun sérstaks stjórnmálaflokks í nóvember 2011. Það undarlegasta er nokkuð stöðugur núningur frá ýmsum fulltrúum annarra nýrra framboða.

Ólafur Sigurðsson, sem er varamaður í framkvæmdaráði Dögunar, er einn þeirra sem hefur átt erfitt með að halda aftur af sér varðandi núninginn sem hefur verið stundaður í gegnum Netið. Í kjölfar þess að fjölmiðlar birtu yfirlýsingu sjömenninganna sem gengu úr stjórn SAMSTÖÐU eftir félagsfundinn síðastliðið þriðjudagskvöld var birt fréttatilkynning af fundinum sem var sett saman og send á alla félagsmenn undir klukkan fjögur miðvikudaginn 16. janúar.

Varamaður framkvæmdaráðs Dögunar stóðst ekki mátið, smellti fréttatilkynningunni á vegginn hjá mér og bætti við þessari athugasemd: „Rakel, getur þú kannað það fyrir okkur hvort við getum fengið nafnið og merkið þar sem þið eruð hætt“ Mér var svo brugðið yfir þessari yfirgengilegu ósvífni að ég eyddi innleggi hans út um leið og ég varð vör við það. Eftir ofurlita umhugsun ákvað ég þó að kanna hvað kynni að búa að baki og tók upp eftirfarandi samræður við Ólaf inni á einkaskilaboðunum inni á Fésbókinni:

Ólafur Sigurðsson falast eftir nafni og merki SAMSTÖÐU I

Ólafur Sigurðsson falast eftir nafni og merki SAMSTÖÐU II

Leitað eftir skýringum

Ófyrirleitnin í málaumleitan Ólafs auk óviðeigandi framsetningarinnar gerði það að verkum að það tók mig nokkurn tíma að finna út úr því hvernig ég ætti að bregðast við þessu. Um hádegi, föstudaginn 18. janúar, sneri ég mér loks til Þórðar Bjarnar Sigurðssonar sem er einn aðalmanna í framkvæmdaráði Dögunar og bað hann um póstföng þeirra sem sætu þar með honum.

Eftir að hafa tvítekið beiðni mína hafði ég upp á póstföngunum sjálf með aðstoð google.is og sendi eftirfarandi erindi á þá sjö sem voru skráðir aðalmenn í framkvæmdaráði síðastliðið föstudagskvöld. Þessir voru: Gísli Tryggvason, Helga Þórðardóttir, Lýður Árnason, Þórður B. Sigurðsson, Þórdís B. Sigurþórsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Rannveig Höskuldsdóttir (sjá breytingar hér)

Góðan daginn!

Ég hafði samband við Þórð Björn bréfleiðis upp úr hádeginu í dag og óskaði eftir því að fá tölvupóstföng aðalmanna í framkvæmdaráði Dögunar þar sem ég ætti við það erindi. Þar sem hann hefur ekki orðið við þeirri beiðni þrátt fyrir ítrekun þar um þá fór ég aðrar leiðir við að hafa upp á tölvupóstföngunum. Mér tókst reyndar ekki að hafa upp á póstfangi Sigrúnar Ólafsdóttur því ætla að leyfa mér að biðja Þórð Björn um að koma þessu bréfi áfram til hennar þar sem hann hefur þegar boðið mér að senda erindi mitt á hann eingöngu þannig að hann geti komið því á framfæri við framkvæmdaráðið.

ERINDI MITT er það að óska svara fyrir hönd SAMSTÖÐUfélaga um það:

  • A. Hvort umleitan og/eða tilboð það sem kemur fram í skrifum Ólafs Sigurðarsonar hér að neðan er sett fram að hans frumkvæði, hluta framkvæmdaráðs Dögunar eða í umboði allra í framkvæmdaráði?
  • B. Ég óska líka frekari skýringa á tilefninu og því sem Ólafur gefur í skyn í samræðuþræðinum, sem hér fer á eftir, hvort sem það er sprottið frá honum einum, hluta framkvæmdaráðs eða er sett fram í umboði allra í framkvæmdaráði.
  • C. Mig langar líka að gefa bæði Ólafi og öðrum, sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Dögun, það heillaráð að þeir sýni sjálfum sér og öðrum,sem eru í pólitík á sömu forsendum og þeir sjálfir, þá virðingu í framtíðinni að setja sig í samband við hlutaðeigandi aðila með viðeigandi hætti eigi þeir viðlíka erindi við þá. Bendi í því sambandi á að á heimasíðu SAMSTÖÐU er krækja sem heitir: Hafa samband

Viðbrögðin

Hálftíma eftir að ég hafði sent ofangreint erindi á framkvæmdaráð Dögunar barst mér þetta svar frá Þórði Birni. Það má taka það fram að ég sá engin merki um aðra viðtakendur:

From: Þórður Björn Sigurðsson [mailto:thordur.bjorn@simnet.is]
Sent: 18. janúar 2013 20:34
To: 'Rakel Sigurgeirsdóttir'
Subject: RE: Erindi til framkvæmdaráðs Dögunar

Sæl Rakel,

Ég hafði sambandi við framkvæmdaráðið málsins vegna fyrr í dag.  Ákvað að gefa þeim færi á að andmæla áður en ég myndi senda þér privat tölvupóstföng þeirra.  Kannski kærir fólk sig ekki um það.

Ég fór svo frá tölvunni og var að koma að henni aftur núna.

Hef framsent erindið á framkvæmdaráðið.

Mbk.
ÞBS
 

Seinni part síðasta laugardags barst mér svo þetta bréf frá Friðriki Þór Guðmundssyni:

From: lillokristin@simnet.is [mailto:lillokristin@simnet.is]
Sent: 19. janúar 2013 17:09
To: rakel@xc.is
Subject: Erindi til framkvæmdaráðs Dögunar - svar

Komdu sæl Rakel.

Framkvæmdaráð Dögunar hefur óskað eftir því að ég sinni þessu erindi frá þér/Samstöðu.

A-C) Einkaskilaboð á facebook frá einstaklingi þar til facebook-vinar getur alls ekki talist formlegt og samþykkt erindi frá framkvæmdaráði Dögunar, þótt aðili að þessu einka-spjalli sé jafnframt varamaður í framkvæmdaráðinu. Framkvæmdaráðið telur einsýnt að hér hefur Ólafur Sigurðsson, sem oftar, verið að gera að gamni sínu, en Ólafur er spaugsamur mjög. Framkvæmdaráðinu þykir allt yfirbragð þessara einkasamskipta bera það klárlega með sér að "erindi" Ólafs sé ekki formlegt. Ábendingin í C-lið er að því leyti fyllilega óþörf að innan framkvæmdaráðs er ágæt vitneskja um hvernig skuli bera sig að við formleg samskipti milli lögaðila. 

Framkvæmdaráð óskar Samstöðu velfarnaðar.

kv.

f.h. framkvæmdaráðsins,
Friðrik Þór Guðmundsson

ritstjóri/tengiliður
 

Niðurlag

Þar sem ég gat ekki séð að Friðrik Þór, frekar en Þórður Björn, sendi svar sitt á aðra en mig tók ég bréf beggja og afritaði í nýtt bréf á framkvæmdaráð Dögunar þar sem ég ítrekaði upphaflegt erindi en bætti við:

Það er rétt að taka það fram að viðbrögð Friðriks Þórs og Þórðar kalla á enn frekari spurningar til framkvæmdaráðsins sem ég set fram áður en kemur að afritun þeirra inn í þetta bréf:

A.      Fyrsta spurning snýr að því hvort viðbrögð Þórðar Bjarnar er í samræmi við starfshætti og vilja framkvæmdaráðs Dögunar?

B.       Önnur varðar það hvort svar Friðriks Þórs er í samræmi við niðurstöðu sem er komin út úr samráði og/eða fundi með öllum aðalmönnum í framkvæmdaráði?

Ef svar Friðriks Þórs er svar sem hefur fengist með samráði við alla aðalmenn framkvæmdaráðs Dögunar lýsi ég furðu minni yfir þeirri afstöðu að það sem kemur fram í málflutningi Ólafs Sigurðssonar skuli svo léttvægt fundið – ekki síst með tilliti til þess að hann er varamaður í framkvæmdaráði - að það þyki sjálfsagt að ég uni því sem hverju öðru merkingarlausu spaugi. Ég ætla líka að taka það fram að ef erindi mitt verður ekki tekið fyrir af hálfu framkvæmdaráðs Dögunar og því svarað með viðunandi hætti þá get ég ekki annað en litið svo á að framkvæmdaráð Dögunar beri afar takmarkaða virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Svar Friðriks Þór fyrir hönd framkvæmdaráðsins og skýring Þórðar Bjarnar á því hvernig hann brást við erindi mínu „bera það klárlega með sér“.

Framkvæmdaráð Dögunar fundaði á mánudagskvöldið (21. janúar) en enginn fulltrúi framkvæmdaráðs Dögunar hefur séð ástæðu til að bregðast við fyrirspurnum mínum enn. Kannski ber að túlka það svo að þeim finnist gelgjulegur núningur Ólafs Sigurðssonar, varamanns í framkvæmdaráði Dögunar, ekkert tiltökumál. 


Leiðrétting á sannleikshallanum

Appelsínugul liljaÉg hef orðið vör við að einhverjir eru haldnir þeim misskilningi að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar hafi verið lagður niður. Einhverjir halda því líka fram að Lilja Mósesdóttir sé hætt í SAMSTÖÐU. Ég kann ekki skýringarnar á því hvernig þessi misskilningur er til kominn en þykir sennilegast að hann stafi af orðum einstaklinga sem kunna ekki alveg að fara með sannleikann.

Það er rétt að það var haldinn félagsfundur fyrir tæpri viku síðan eða þriðjudagskvöldið 15. janúar. Þann dag varð SAMSTAÐA ársgömul en boðað var til fundarins að frumkvæði tveggja SAMSTÖÐUfélaga sem vildu ræða stöðu og framtíð flokksins.

Niðurstaða fundarins varð sú að meiri hluti félagsmanna samþykkti áskorun, sem lögð var fram á fundinum, um það að leggja það fyrir komandi landsfund hvort lítill og fjárvana stjórnmálaflokkur ætti að bjóða fram í öllum kjördæmum eða breyta SAMSTÖÐU í þjóðmálafélag að sinni a.m.k. (sjá hér og hér)

Daginn eftir birtist fréttatilkynning í fjölmiðlum frá sjö af níu fulltrúum í stjórn flokksins þar sem fram kom að þau undu ekki þessari lýðræðislegu niðurstöðu félagsfundarins. Í fréttatilkynningunni sögðu þessi sjö sig frá trúnaðarstörfum sem landsfundarfélagar á landsfundinum í október höfðu falið þeim. Jafnframt sögðu sjömenningarnir sig úr flokknum og báru við eindregnum vilja Lilju um að SAMSTAÐA bjóði ekki fram í næstu alþingiskosningum auk „samstarfsörðugleika“.

Það er e.t.v. rétt að taka það fram að yfirlýsingin kom forystu framkvæmdaráðsins svo og öðrum félagsmönnum SAMSTÖÐU jafn mikið á óvart og öðrum sem lásu í fjölmiðlum að þessi sjö hefðu sagt af sér stjórnarstörfum þremur vikum fyrir boðaðan landsfund. M.ö.o. þá var hún hvorki rædd á félagsfundinum sl. þriðjudagskvöld né borin undir framkvæmdaráðið.

Sá sem tók við formennsku SAMSTÖÐU af Lilju Mósesdóttur sl. haust var einn þeirra sem stóð að yfirlýsingunni. Í útvarpsviðtali á RUV viðurkenndi hann að ekkert væri hæft í fullyrðingum sem hann og aðrir fráfarandi stjórnarfulltrúar höfðu haft um Lilju Mósesdóttur í yfirlýsingunni frá deginum áður (sjá hér). Eftir stendur að líklegasta skýringin á því að sjö af níu stjórnarmönnum yfirgáfu SAMSTÖÐU með framangreindum hætti er sú að þessi sjö geti ekki sætt sig við meirihlutaákvörðun félagsfundarins um að endanleg ákvörðun um framboð í næstu alþingiskosningum verði tekin á landsfundi SAMSTÖÐU 9. febrúar n.k.

Það er svo kannski rétt að árétta það að engin breyting hefur orðið á stöðu Lilju Mósesdóttur innan flokksins. Hún var kjörin formaður framkvæmdaráðs SAMSTÖÐU á fyrsta framkvæmdaráðsfundinum eftir landsfundinn í október. Meðal verkefna formanns framkvæmdaráðs er að leiða þann undirbúning sem nú er kominn á verulegt skrið fyrir Þrjár appelsínugular liljurlandsfundinn sem verður haldinn laugardaginn 9. febrúar.  Allir félagsmenn SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir á fundinn.

Þeir sem vinna að undirbúningnum með henni eru félagar sem sitja í stjórnum og framkvæmdaráði SAMSTÖÐU (sjá hér) auk nokkurra félagsmanna til viðbótar sem hafa boðið fram krafta sína við undirbúninginn. Nánar verður sagt frá tilhögun landsfundarins í félagsbréfi, sem hefur verið sent út á SAMSTÖÐUfélaga nokkuð reglulega frá því í lok apríl í fyrra, og á heimasíðu flokksins síðar í þessari viku.


Á meðan heimilunum blæðir

Á meðan heimilunum blæðir, skjólstæðingum hjálparstofnana fjölgar og atvinnustéttirnar hrekjast úr landi breiða margir þeirra sem nú eru í pólitík yfir vanhæfni sína við að bregðast við ástandinu með einhverju sem mætti helst líkja við menntaskólapólitík. Pólitíkin einkennist því frekar af átökum við - eða um persónur en vitsmunalegum rökræðum um málefnaáherslur eða af lausnarmiðuðum leiðum til úrbóta.

Björt framtíð er ein birtingarmynd þessa. Flokkur sem hefur enga stefnu nema ganga inn í ESB eins fljótt og auðið er með rökum í ætt við frasa í beinan karllegg við ussið eða: Æi, hættum þessu veseni og skellum okkur bara í hrunadans ESB-partýisins!

Mórallinn sem hefur orðið ofan á innan Dögunar einkennist ekki síður af þeirri gelgjupólitík sem í reynd hefur engan annan tilgang en þjóna þeim þrönga hópi sem stendur saman í því að horfast ekki í augu við vandann sem ógnar tilveru flokksins. Brestirnir koma kannski best fram í titli skáldverksins: Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen sem eru drifin áfram á hégómagirndinni.

Það var að öllum líkindum hégómagirndin sem leiddi Hreyfingarþingmennina á leynifundi með ríkisstjórninni í desember 2011. Það er a.m.k. ljóst að niðurstaðan af þeim fundum snerist ekki um hagsmuni almennings í landinu heldur leiddi hún til þess að stjórnarskrármálið hefur síðan verið eins konar þráhyggjustefna Hreyfingarþingmannanna og þess hóps sem stendur þéttast í kringum þessa einstaklinga.

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvað nærir þessa þráhyggju og verður að viðurkennast að stundum hefur það hvarflað að þeirri sem þetta skrifar að það sé ekkert annað en það að þannig yrði það tryggt að nafn Borgarahreyfingarinnar fengist skráð á spjöld sögunnar fyrir það að hafa komið einu af stefnumálum sínum í höfn; þ.e. nýrri stjórnarskrá. 

Sjálfhverfa

Það er tæplega hægt að hugsa sér sjálfsmiðaðri tilgang. Ef tilgátan er röng þarf að finna aðra skýringu á því hvað það er sem stýrir þeirri sjálfsmiðuðu pólitík sem einkennir málflutning Hreyfingarþingmannanna og þeirra hópa og einstaklinga sem hafa þjappað sér í kringum þá til að mynda þann þrýsting sem þessir hafa reynt að halda uppi með yfirlýsingum um að núverandi stjórnarskrárdrög spegli þjóðarvilja varðandi það hver texti og innihald nýrrar stjórnarskrár eigi að vera (sjá hér og hér).

Hver sem skýringin á málflutningi þessa hóps varðandi stjórnarskrármálið er þá er ljóst að honum er haldið uppi af afar litlum en háværum hópi með tilvitnunum og áherslum sem ná ekki eyrum þess meirihluta sem vísað er til. Hvað þá að hann orki sannfærandi á þá sem eru vaxnir upp úr menntaskólapólitíkinni. Það væri því óskandi að þessir horfðu til þeirrar stöðu sem er í samfélaginu, þar sem heimilunum blæðir, skjólstæðingum hjálparstofnana fjölgar og atvinnustéttirnar hrekjast úr landi, og settu baráttuþrekið í að ráða bót á þessum samfélagsvanda.


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert vesen

Að vera eða ekki vera.

Einu sinni voru konur lokaðar af inni á heimilinu til undirstrikunar „ekki veru“ þeirra. Flestar voru ekki með neitt vesen og tóku þessari ekki til verund sinni þegjandi. Þær létu körlunum það eftir „að vera“. Á þessum tímum réðu karlar líka heiminum.

Eignastéttin lét hinum allslausu framleiðslu nauðsynja og endurnýjunina á vinnuaflinu eftir á meðan fulltrúar hennar þrefuðu um afstæðiskenningar og grundvöll heimspekinnar og mótuðu stefnur í pólitík til að koma nöfnum sínum á spjöld sögunnar.

Nú hefur afþreyingariðnaðurinn tekið það að sér að skapa „ekki verur“ af báðum kynjum svo eignastéttin eigi auðveldara með að loka þræla sína inni í afmörkuðum ekki veruleika. Framleiðslan snýst ekki lengur um nauðsynjar heldur gerviþarfir, afþreyingu og síðast en ekki síst skuldir sem eru færðar inn sem rafkrónur á reikninga eignastéttar nútímans; svokallaðra fjármagnseigenda.

Fjármagneigendur hafa lagt undir sig heiminn og stýra gangverki samfélaganna í gegnum skortstöður og fjölmiðla. Í gegnum fjölmiðla er „ekki verunum“ kenndar grundvallareglur verundarleysisins sem snýst aðallega um útlit, jákvætt afstöðuleysi til allra grundvallaratriða og það að vera ekki með neitt vesen þegar kemur að pólitík!

Hins vegar er sjálfsagt að þessar „ekki verur“ hafi svona svolítið sérviskulegar skoðanir varðandi nærumhverfi sitt en það þykir sjálfsagt að vera afdráttarlausari gagnvart því sem gerist í löndum fjarskíbuskans. Slíkar skaðlausar sérviskur skapa þessum „ekki verum“ líka gjarnan nafn og stadus fyrir hinar „ekki verurnar“ að líta upp til og taka sér til fordæmis varðandi það hvað er við hæfi að hafa skoðun á.

Að vera eða ekki vera

Að vera eða ekki veraAð vera ekki neitt eða ekki vera

Að vera ekki vera 

og nú snýst pólitíkin um ekkert nema halda þessu dásemdar rafkrónukerfi gangandi sem byggir tilvist sína á þessari ekkiverund.

Til að tryggja það hefur pólitíkin verðið gerð að idol-keppni sem snýst um það að kjósa aðalekkiveruna...

sem lofar engu nema því að vera ekki með neitt vesen gegn kerfinu

Að vera eða ekki vera

Er það einhver vera?

Er það boðleg tilvera að pólitíkin snúist um ekkiveru sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að skapa ekkiverund?

Það er spurningin!


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband