Böðlar eða bjargvættir
16.11.2009 | 21:01
Það er búið að setja niður þriðja borgarafund vetrarins hér á Akureyri. Umfjöllunarefnið er svo sannarlega brýnt þar sem mjög skiptar skoðanir eru manna á millum varðandi veru Alþjóðagjaldeyris-sjóðins hér á landi.
Sumir óttast að á bak við sjóðinn standi einhvers konar mafía sem innihaldi alla ríkustu menn heimsins vegna þess að þeir hafi gert með sér einhvers konar óþverraplott um að knésetja Ísland. Markmiðið sé að komast yfir auðlindir landsins sem þeir sjá gífurleg markaðstækifærir í.
Aðrir segja það óhjákvæmilegt að fara aðra leið en þiggja aðstoð sjóðsins við endurreisn efnahag landsins. Nauðsynlegt sé að byggja hér upp gjaldeyrisvarasjóð og trúðverðuleika gagnvart umheiminum. Öðruvísi verði ekki hægt að koma hjólum efnahags- og atvinnulífs aftur af stað.
Af þessu tilefni ber næsti fundur okkar yfirskriftina: Böðlar eða bjargvættir. Fundurinn fer fram í Deiglunni n.k. laugardag, sem er 21. nóvember, og hefst kl. 15:00. Þar verður eftirfarandi spurningum væntanlega varpað fram:
- Hvort er líklegra að vera Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi verði þjóðinni til bölvunar eða blessunar?
- Hagsmuni hverra setur hann á oddinn? Þjóðarinnar? Íslenskra fjármálastofnana og stórfyrirtækja? Erlendra fjárfesta?
- Vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum eða stjórnar hann þeim á bak við tjöldin?
- Gætum við kannski komist af án hans?
Tveir framsögumannanna á þessum fundi koma alla leið að sunnan í þeim tilgangi að leggja umræðunni um þetta málefni lið. Sá þriðji er búsettur hér í bænum. Ræðummenn þessa fundar eru eftirtaldir:
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
- Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landsspítalanum
- Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur og forstöðumaður skrifstofu fjármála hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Fundarstjóri á þessum fundi verður Edward H. Huijbens sem stýrði langfelstum fundum okkar í fyrra af frábærri lipurð en ekki síður nauðsynlegri röggsemi.
Fjármálaráðherra og öðrum þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið að taka sæti í pallborði, einn frá hverjum þingflokki. Auk þess hefur heilbrigðisráðherra verið boðið að taka sæti í pallborðinu. Það er ekki enn orðið ljóst hverjir ofantalinna munu hafa tækifæri til að mæta á fundinn en Steingrímur hefur látið hafa það eftir sér að hann muni mæta á fundinn ef önnur aðsteðjandi verkefni komi ekki í veg fyrir það. Ef pallborðið verður þunnskipað ráðherrum og þingmönnum munu framsögumenn taka sæti þar líka.
Fyrir hönd borgarafundanefndarinnar vil ég leyfa mér að hvetja alla Akureyringa og nærsveitamenn til að mæta og skapa líflega umræðu um þetta brýna málefni!
Strauss-Kahn skautaði létt yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl Rakel; æfinlega !
Þakka þér fyrir; góða útlistun, á AGS vinnubrögðunum. Þau eru þekkt; um víða veröld, svo sem.
Mæti ráðherra- og ráðherfu flónin, í Guðanna bænum, takið þau höndum Rakel mín, því; ......... mjór er mikils vísir; ALVÖRU byltingar aðgerða.
Treysti á; að þið Norðan menn látið hendur skipta - sé þess nokkur kostur, þá gætu aðrir landshlutar ekki setið hjá !
Með beztu kveðjum; norður yfir hálendið, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:15
Takk fyrir yndislegt innlegg
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.11.2009 kl. 21:51
Það væri kannski nær að tala um tillegg
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.11.2009 kl. 22:49
Tek undir tillögu Óskars, handtökum flónin
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 16.11.2009 kl. 23:23
Svo ekkert fari á milli mála þá fannst mér þetta skemmtilegt innleg hjá Óskari þar sem hann setti þetta í sögulegt samhengi með orðfærinu einu en mér er alls ekki alvara. Ég stend ekki fyrir því að bjóða mönnum á fund og vera svo með slíkan uppsteyt við þá. Ég vona að það fari ekki á milli mála hjá neinum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 00:54
Ef þú gengur of hart fram verð ég neyddur til að blása lífi í liðið...
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.11.2009 kl. 16:25
Góður
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 16:59
Fundurinn tókst mjög vel þó enginn stjórnmálamannanna sem var boðin þátttaka sæi sér fært að mæta á hann. Ég mun gera þessum fundi nánari skil hér á blogginu um næstu helgi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.