Ég get vel tekið undir það að víða má spara!

Ég get svo sannarlega tekið undir það að það er hægt að spara! og sennilega er það alveg rétt hjá Sigmundi Erni að víða megi spara í ríkisrekstrinum. Það er heldur ekki ósennilegt að við eigum það bæði sameiginlegt að vera uggandi yfir afleiðingum þess sparnaðar sem á að nást á næstu árum í gegnum mennta- og heilbrigðiskerfið.

Hins vegar er ég nokkuð viss um að hann muni ekki taka undir það með mér að stærsta sparnaðinum í ríkisrekstrinum mætti koma fram með því að draga umsókina um ESB til baka! Það er ekki langt síðan Fréttablaðið birti frétt sem sagði að utanríkisráðherra hefur skipað níu manna samninganefnd vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þar kemur líka fram að tíu sértækir samningahópar munu starfa með nefndinni: (Smellið á myndina hér að neðan þar til þið fáið texta hennar í læsilega stærð)Íslenska ESB-nefndin Stefán Haukur Jóhannesson er sendiherra gagnvart Evrópusambandinu. Hann verður aðalsamningamaður Íslands í aðildaviðræðunum við Evrópusambandið. Þau eru níu sem sitja í samninganefndinni sem munu sjá um samningana fyrir hönd Íslendinga við Evrópusambandið. Við hlið saminganefndarinnar starfa svo tíu samningahópar um sérstæk málefni. Nefndirnar og formenn þeirra eru taldir upp í brúnleita dálkinum sem er neðst á myndinni hér að ofan.

Það segir sig væntanlega sjálft að ef markmiðið væri það að hlífa almenningi landsins við afleiðingum efnahagshrunsins væri rándýrt umsóknarferli inn í þetta ofvaxna bræðralag langt frá því að vera það sem ríkisstjórnin væri að fást við einmitt núna! Í kringum þetta ferli er nefnilega ýmis konar kostnaður sem verður fljótur að vinda upp á sig og verða að svimandi upphæðum sem munar um á erfiðum tímum.

Það er því útilokað fyrir hagsýna húsmóður og annað skynsamt, hugsandi fólk að sjá hvernig rúmlega þrjúhundruð þúsund manna samfélagi er best borgið innan skrifstofubákns (hvað ætli það vinni annars margir innan báknsins? Getur ekki verið að það séu álíka margir og byggja Ísland?) sem veit varla annað um landbúnað, sjávarútveg, hreint vatn, fallandi fossa og aðrar náttúruauðlindir en það að sambandið myndi hagnast vel á því að fá þetta allt í rassvasann! 

Í fréttinni sem ég setti inn hér að ofan, í formi myndar, eru taldir upp nítján einstaklingar. Ég geri ráð fyrir að þessir séu þegar eða u.þ.b. að verða hluti af hinu opinbera embættismannakerfi (vel að merkja: mig rekur ekki minni til að hafa séð þessi embætti auglýst neins staðar! En auðvitað gæti slík auglýsinga hafa farið fram hjá mérPinch). Ég átta mig ekki á því hvað þessir einstaklingar þiggja í laun en geri ráð fyrir því að þau séu einhvers staðar á bilinu 350.000 - 500.000. Ég get varla ímyndað mér að þessum einstaklingum sé ætlað að sinna öðrum störfum með setu í saminganefndinni. Það sama á við um formennina.

En sama hvernig þessum málum er háttað þá er ljóst að það þarf að borga töluvert mörgum ferðakostnað, dagpeninga og fyrir nefndar- og fundarsetur. Sennilega miklu, miklu fleirum en þeim sem hér eru taldir upp! Ég þykist nefnilega vera viss um að einhverjir ráðgefandi sérfræðingar, fulltrúar og ritarar eru nú þegar í starfi úti í hinum ýmsum ráðuneytum sem vinna eingöngu að því sem snýr að umsókn íslenskra embættismanna og fjármagnseigenda um aðild að efnahagslögsögu ESB. Svo má ekki gleyma því að margir ráðherrar og þingmenn í ríkisstjórninni eru á stöðugum ferðalögum út til Strassburg og víðar vegna þessarar umsóknar.

Það er alveg sama hvað ég set mig oft inn í það að skoða Evrópusambandið, jafnvel þó ég einsetji mér að gera það með jákvæðu hugarfari, þá kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunum. Það sem ræður mestu um niðurstöður mínar er eftirtalið:

  • Ég kem aldrei auga á neitt annað en útsmogna refi sem er sérhagsmunagæskan æðst allra gilda!
  • Ég rekst alls staðar á gluggalausa veggi sem loka á þá heildarsýn sem mér finnst mest um verð; maðurinn í samfélagi við lífsheildina.
  • Ég hrasa alls staðar um rúðustrikaðar reglugerðir sem lýsa fádæma nærsýninni umhverfisheimsku sem hefur verið alin upp innan steindra glugga innan um silfurborðbúnað og postulínsvasa við undirleik tónverka eftir klassíska stórmeistara aftan úr mið-evrópsku lénsherraveldi.

Í mínum augum eru allar ESB-draumfarir ákaflega skammsýnar og óraunsæjar. Þess vegna kemst ég ekki hjá því að spyrja mig hvort Íslendingar séu þess ekki umkomnir að læra af sögunni? Vita ekki allir að þjóðin var mergsogin í 500 ár í gegnum það sem átti að heita hagsmunasáttmáli sem Íslendingar einir áttu að hagnast á þegar til hans var stofnað!?

Það liðu reyndar u.þ.b. 300 ár frá því að hagsmunasáttmálinn var undirritaður þar til danski konungurinn sá hvaða gullnámu hann átti ónýtta hér á landi. Hann beið ekki boðanna og endurreisti efnahag Danmerkur á skömmum tíma í gegnum vasa íslensks almennings með dyggri aðstoð íslenskra embættismanna. Síðan gleymdi hann Íslandi um nokkurt skeið. Bæði almenningi og hinni hollu embættismannastétt!

Það skal tekið fram að ég hef sannfrétt að forystumenn Evrópusambandsins auk margra annarra innan vébanda þess, sem tilheyra ekki framvarðasveit sambandsins, sé fullkunnugt um hvaða gullnámur er hér að finna. Þeir sjá þær í hyllingum og bíða jafnvel í ofvæni. Íslenskur almenningur hefur líka áttað sig á möguleikunum sem býr í íslenskri náttúru. Margir hafa meira segja opnað augu sín fyrir að landbúnaður og sjómennska er ekkert til að skammast sín fyrir á meðan íslensk stjórnvöld virðast fyrst og fremst sjá í íslenskum auðlindum ákveðna skiptimynt í kapphlaupi þeirra við að koma sjálfum sér á kortið meðal gildandi manna í auðmannabandalaginu sem mér virðist ESB í raun vera fyrst og fremst.

Blinda íslenskra stjórnvalda gagnvart því í hverju möguleikar okkar liggja og hvað verður að hafa forgang til að þjóðin komist heil í gegnum brimskaflinn sem vinir þeirra, útrásarvíkingarnar svokölluðu, lögðu á landann kemur best fram í áherslunum og forgangsröðuninni sem við horfum upp á. Á meðan það er grafið undan grunnstoðunum eins og heilbrigðis- og menntakerfinu þá er ekkert horft í aurinn þegar kemur að því að koma örfáum, útvöldum að við háborð Evrópusambandsins. Það er óskandi að Sigmundur Ernir og miklu, miklu fleiri innan stjórnarinnar átti sig á sóuninni sem liggur í þessu...

Vibðót:
Bæti hérna við tengli á athyglisverða færslu hjá Gunnari Rögnvaldssyni um stöðu evrunnar.


mbl.is Segir vel hægt að spara meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvaða "gullnámur" erum við að tala um? Fiskimiðin? Orkuna? Vatnið?

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 16.11.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú gleymir landbúnaðinum; beitar- og ræktarlöndum og svo veiðimöguleikunum bæði í ám og vötnum svo og fuglaveiðinni. Kannski má telja olíuna með...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er ekki ástæða til að telja útivistarmöguleikana sem hálendið býður upp á með líka? Ferðamannaiðnaðurinn er gullnáma sem ég held að við verðum að telja með.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband