Hugsanir mínar í fáum orðum
12.8.2009 | 18:37
Stormurinn þýtur og veggina ber.
Regnið lemur gluggans gler.
Rennur niður rúðuna í stríðum táraflaumum.
Saman þau hvísla: Hvar er byltingin sem þú lofaðir mér?
Mikil er neyð þín ef hún ekki kennir þér
að sameinast í hópi og spyrna á móti.
Leið Buchheits ekki fær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ast
- andresm
- andres08
- axelthor
- eldlinan
- berglindnanna
- berglist
- kaffi
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bookiceland
- salkaforlag
- ammadagny
- 020262
- esbogalmannahagur
- egill
- einarbb
- rlingr
- estheranna
- eythora
- sifjar
- frikkinn
- fridrikof
- vidhorf
- stjornarskrain
- gunnarn
- tilveran-i-esb
- gudbjornj
- bofs
- gustafskulason
- hallgeir
- hallkri
- veravakandi
- maeglika
- heidistrand
- diva73
- helgatho
- hlynurh
- disdis
- don
- holmdish
- haddih
- hordurvald
- ieinarsson
- fun
- kreppan
- jennystefania
- svartur
- jgfreemaninternational
- jonthorvaldsson
- jonl
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- huxa
- askja
- photo
- keh
- krissiblo
- kikka
- landvernd
- maggiraggi
- marinogn
- mathieu
- mynd
- leitandinn
- pallvil
- raggig
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- raudurvettvangur
- brv
- samstada-thjodar
- fullvalda
- amman
- sivvaeysteinsa
- joklamus
- sighar
- sigurduringi
- sattekkisatt
- saemi7
- athena
- soleys
- tunnutal
- kreppuvaktin
- vala
- vefritid
- vga
- vinstrivaktin
- vest1
- aevark
- astromix
- oliskula
- hreyfinglifsins
- svarthamar
- olllifsinsgaedi
- hallormur
- thorsteinnhelgi
- thorsteinn
- valli57
- seiken
- fornleifur
- gunnlauguri
- ivarjonsson
- svavaralfred
Eldri færslur
- Júní 2019
- Apríl 2016
- Maí 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
flott ljóð og þrungið sannleikshljómi
Birgitta Jónsdóttir, 12.8.2009 kl. 18:51
Meira og minna stolið sýnist mér en ég ákvað nú samt að setja það sem ég er að hugsa svona fram núna í stað þess að endurtaka það sem ég hef þegar sagt í eldri pistlum. Það er kannski táknrænt að taka eitthvað frá öðrum því að þó áróður þeirra sem vilja taka fjármálastofnanir skilyrðislaust fram yfir fólk hafi stappað í einhverja sannfæringunni um það að þeir eigi að taka á sig annarra manna skuldir þá eru þeir býsna margir líka sem eru að segja það sama og ég í þessu sambandi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 19:05
Hjartans þakkir, Rakel!
Kærkomin vin í eyðimerkurgöngu okkar um bölsýnisbloggheima.
Arnmundur Kristinn Jónasson, 12.8.2009 kl. 19:29
Flott ljóð og flott mynd Rakel, sem sýna að heimurinn er fallegur. En veistu mig er farið að gruna að ríkisstjórnin myndi hafna því að falla frá icesave samningnum og semja upp á nýtt, jafnvel þó að Bretar og Hollendingar byðu upp á það. Slík er sjálfseyðingarhvötin.
Magnús Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 20:11
Falleg hugleiðing.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 20:50
Vackert !!!
Endilega komið þessu til skila til sem flestra gott fólk við á dekkinu erum búin að fá nóg ´
http://www.youtube.com/watch?v=vvs5kOZ-VKw
Besta kveðja frá www.icelandicfury.com munum nota þann stuðning sem kemur inn fyrir niðurhal á tónlist til að skila af okkur "rannsóknum og reynslu" á ævintýrinu "Útgerð á Íslandi" í samanburði við aðrar þjóðir og meðferð hráefnis frá fiskveiðum Íslenskra sjómanna/kvenna
Byltingin étur börnin sín ! Lifi Byltingin !!!
sjoveikur
Sjóveikur, 12.8.2009 kl. 21:24
þessi lína situr eftir í kollinum " Saman þau hvísla: „Hvar er byltingin sem þú lofaðir mér? "
ég spyr líka, hvar er byltingin sem var lofað ?
Ég tók þátt í henni lamdi potta og fötur, löggan hnoðaðist með mann og henti til og frá þegar mér var ýtt frá þinghúsinu, við kveiktum elda um kvöldið og kölluðumst á við trommurnar Vanhæf ríkisstjórn!! og við vissum að það var rétt og satt sem við gerðum, ég hef ekki upplifað slíkan samhljóm áður hjá íslendingum nema ef skyldi vera snjóflóðahamfarirnar á flateyri og í súðavík með fullri virðingu og hlýhug til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá örlagaríku daga en maður fann það hversu lítil við erum en líka hversu ótrúlega sterk og hörð við erum þegar á það reynir. Þessi samhugur var líka í janúar ótrúlega sterkur,og við knúðum fram kosningar breytingar í krafti þess styrks, en hvað svo?
Fengum við það sem við vildum, fékkst þú það sem þú vilt ?
Skríll Lýðsson, 12.8.2009 kl. 22:27
Við fengum öll meira af því sama og við mótmæltum þess vegna spyr ég þeirrar spurningar sem situr eftir í kollinum á þér Sigurður. Mér sýnist reyndar að þú áttir þig á því að það er það sem ég er að meina. Vildi bara undirstrika það svo það væri alveg kristaltært hvað ég ætti við.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:41
Takk fyrir þessi sannleiksorð.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.8.2009 kl. 00:39
Svo ég tali bara beint frá hjartanu þá er ég sár..verulega sár, ég í barnslegri einfeldni minni hélt í alvöru að hlutirnir væru að fara breytast hérna.
Skríll Lýðsson, 13.8.2009 kl. 22:07
Byltingu er ekki eitthvað sem maður lofar heldur eitthvað sem maður framkvæmir. Þegar til kom var byltingarviljinn ekki orðinn nægjanlega sterkur til að geta komist í framkvæmd hjá þjóðinni og hefðin fyrir að skipuleggja sig var svo lítil að okkar fyrstu skref í fjöldabaráttu reyndust ómarkviss og illa skipulögð og hafa nú látið ESB-maĺið snúa sér upp í innherjaátök.
Það er hinsvegar langur óróatími framundan og við þurfum að læra af mistökum okkar hvernig við getum unnið að vel skipulagðri byltingarsinnaðri forustu fyrir þau átök sem munu brjótast fram þegar að t.d. kemur að stórfelldum útburðarkröfum í lok árs.
Búsáhaldabyltingin var sigruð en heimavarnarbyltingin er framundan og við eigum enn möguleika þar ef við lærum af mistökum okkar.
Héðinn Björnsson, 14.8.2009 kl. 16:41
Gæti ekki orðað eða lýst líðan okkar margra betur.
Kv, ari
Arinbjörn Kúld, 15.8.2009 kl. 11:30
Héðinn: Ég veit ekki hvort þú misskiljir ljóðið/textann minn eða hvort ég á að fara að túlka hann í smáatriðum. En mig langar samt til að benda á að ég ákvað að setja það fram sem ég er að horfa, hlusta og hugsa um þessa daganna fram í eins hnitmiðuðu máli og mér er unnt.
Þannig er Stormurinn og regnið tákn fyrir þær tvær anstæðu skoðanir sem virðast einkum vera uppi og hafa verið frá sl. hausti. Bæði þeir sem styðja ríkjandi fyrirkomulag og þeir sem hafa mótmælt frá sl. hausti með ýmis konar aðgerðum vita innst inni að núverandi ástand getur ekki gengið til lengdar.
Það er alveg hægt að taka undir það þú segir um búsáhaldabyltinguna sýnist mér en ég held að við værum öll betur sett ef við hefðum fengið neyðarstjórn út úr henni í stað nýrra kosninga! Þess vegna sagði ég lofa.
Við gerðum byltingu. Hún gekk nærri ansi mörgum. Svo nærri að þjóðin hefur ekki haft orku enn til að sameinast á sama hátt og þá. Ég vildi að hún hefði uppskorið stjórnlagaþing og neyðarstjórn en við sýndum að sameinuð getum við knúið á og komið ýmsu áleiðis.
Þó mig langi ekki að taka mig upp aftur og eyða bróðurpartinum af sólarhringnum í undirbúning og aðgerðir þá sýnist mér að það sé eina færa leiðin. Því miður! Ljóðið er þess vegna á vissan hátt samið til mín. Ég er að lýsa þeim sporum sem ég er í sjálf. Kannski ætti ég að gera eitthvað. Kannski gerir regnið og stormurinn einhverjar væntingar til mín sem ég er að bregðast.
Vona að þú skiljir textann svolítið betur Héðinn. Honum er ætlað að vera margræður þannig að ég er hrædd um að þessi viðbótarskýring hafi jafnvel skemmt hann ef eitthvað er
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.