Klukkan tifar...

Sennilega gleymi ég því seint eða aldrei þegar Geir H. Haarde laug því upp í opið geðið á okkur, þjóðinni, hvað hann og Björgólfur Thor voru að gera í Stjórnarráðinu síðla kvölds í aðdraganda bankahrunsins sl. haust. Hann komst m.a.s. upp með að halda því fram að hann og Björgólfur væru frarnir að nota Stjórnarráðið sem koníkasstofu. Fréttamaðurinn gerði enga athugasemd!

Auðvitað laug hann! en það var hvorki í fyrsta eða síðasta skiptið sem hann laug. Hann er orðinn svo vanur að ljúga að hann bliknar ekki einu sinni þegar hann bregður lyginni fyrir sig. Mér finnst það sjokkerandi hvað hann er orðinn útfarinn í því en ekki síður að enginn gerði athugasemd við það yfirgengilega siðleysi sem kemur fram í því að honum fannst það sjálfsagt að hafa Stjórnarráðið fyrir koníaksstofu fyrir sig og vin hans; hefndarþyrsta soninn!

Ég skrifaði færslu hér um daginn þar sem ég vék nokkuð ýtarlega að áliti mínu á Björgúlfsfeðgum. Brotavilji þeirra er svo einbeittur og ber að það er með ólíkindum að þeir skuli ganga lausir. Það er ótrúlegt að þeir sem greiddu götu þeirra inn í íslenskt efnahagslíf í krafti sinna rússnesku mafíupeninga geti svarið það af sér og haldið því fram að þeir hafi verið algerlega bláeygðir gagnvart ósvífni þeirra og óbilgirni. Það stenst tæplega nákvæma skoðun að þeir sem studdu þá með ráðum og dáð hafi misst af því hvernig þeir fóru á svig við reglur og lög til að drýgja sína eigin sjóði á kostnað viðskiptavina Landsbankans.
Einbeittur brotaviljiÞað er svo með ólíkindum að einhverjum detti það í hug í blákaldri alvöru að á meðan viðskiptavinir bankans horfa eftir horfnum innistæðum og sívaxandi vöxtum fyrir gjörðir þessara glæpafeðga skuli Björgólfur Thor brosa sínu flírulega brosi og tala um að taka þátt í björgun efnahags landsins!!!! Hann hefur m.a.s. talað um að hann taki fullan þátt í því að liðka um fyrir samningaviðræðum við erlenda fjárfesta sem gætu komið innlendu efnahagslífi til bjargar!!! Getur fáránleikinn orðið eitthvað mikið yfirgengilegri!?

Er von að maður klípi sig í handlegginn og spyrjir sig: Hvort mönnunum geti verið alvara?!?! Ég meina þetta er svona álíka gáfulegt og að fela minknum að bjarga hænsnabúinu í samfélagi við hina minkana, vini hans!!! Ég reikna með að einhverjum finnist það illgirni en ég segi það satt að ég hef beðið þess frá síðastliðnu hausti að þessir feðgar verði teknir fastir, yfirheyrðir og hnepptir í gæsluvarðhald. Ég er sannfærð um sekt þeirra. Reyndar ekki bara þeirra... því miður!

Ég get ekki séð að uppbyggingarstarfið hér geti farið af stað á meðan glæpamennirnir sem rupluðu hér og rændu aðallega í gegnum bankana ganga lausir. Ég hef áhyggjur af því að bandamenn þeirra og verkfæri séu meira og minna með puttana í stjórnsýslunni. Á meðan slíkur veruleiki viðgengst er ekki nema von að við horfum upp á það að á alþingi séu forgangsverkefnin þau að koma þjóðinni aftur að spilaborðum mögulegs skyndigróða í stað þess að hlúa að þeim grunnstoðum sem þarf að byggja upp til að lifa einföldu en mannsæmandi lífi í þessu landi!

Viðbót: Bendi ykkur á þessa vönduðu umfjöllun Láru Hönnu Einarsdóttur um þetta sama mál ef þið hafið ekki séð hana nú þegar.


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, uppbyggingarstarfið getur ekki hafist fyrr en hreinsað hefur verið út úr hinum ýmsu stofnunum.  Stjórar ýmir verða að fjúka, embættismenn og stjórnmálamenn líka.  Fyrr getur alvöru uppbygging ekki hafist. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.7.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta eru sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn er nuinn að vera.

Árni Björn Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála þér Rakel mín, svo sammála.

Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er í raun stórundarlegt hvernig glæpamafían sem var kennd við útrásarvíkinga fékk að vaða uppi í íslensku efnahagslífi og leika þar lausum hala! Það verður berara og berara að annaðhvort gengust þeir ekki undir neitt eftirlit og/eða eftirlitsstofnanirnar, bæði innlendar og erlendar, gáfu þeim fullt umboð til að ösla um íslenska og evrópska efnahagslögsögu eins og þeim sjálfum þóknaðist!

Mig langar að sjálfsögðu til að vita hvers vegna þeir fengu að haga sér eins og þeir gerðu en fyrst og síðast finnst mér það gjörsamlega ólíðandi að þjóðin sé dæmd til örbirgðar fyrir taumleysið í gróðafíkn þeirra. Ef ég hefði haft eitthvað yfir þeim að segja efast ég um að ég hefði samþykkt að menn sem höfðu m.a.s. komist á sakaskrá fyrir efnahagsbrot fengju hlutdeild innan bankalögsögunnar!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.7.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband