Heyr, heyr!

Hér mælir Ögmundur þarft og rétt og væri óskandi að fleiri opni augu sín fyrir því hver hinn raunverulegi þjóðarhagur er í því máli sem hér um ræðir! Það er kannski fulllangt gengið að túlka orð Ögmundar í tengdri frétt að hann úttali sig um það hver hann er í tengdri frétt. Það er þó greinilegt að hann vill spyrna við fótum og skoða það ítarlega áður en lengra er haldið!

Það sem mér finnst þó markverðast í þessari frétt er að hann segir að honum finnist að Íslendingar eigi að snúa bökum saman og hugsa um þjóðarhag og aðeins þjóðarhag þegar kemur að Icesave! Ég skil þessi orð hans þannig að hann sé að hvetja þjóðina til að láta í sér heyra líka. Mér finnst að það felist jafnvel ósk um það í þessum orðum hans að við, þjóðin, mótmælum!


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég er mest hissa hversu langann tíma það tók hann Ögmund að sjá að sér.  Ég treysti honum manna best að vinna fyrir okkur þjóðina, hann er samviskusamur og góður þingmaður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.7.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Hversu mikið mark er hægt að taka á Ögmundi eftir að hann sagði "já" á fimmtudaginn? Hann hefði átt að opna augun fyrr en ekki greiða atkvæði með hinu "algerlega óskylda máli" um ESB umsókn.

Haraldur Hansson, 22.7.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Haraldur Mér finnst þó það sem hann segir vera satt en þegar á heildina er litið þá skilur maður ekki hvað gerðist í millitíðinni. Kannski fór hann í hina frægu þvottavél

(Reikna með að þú hafir heyrt um hana og vitir um hvað ég er að tala en til örlítillar glöggvunar fyrir þá sem átta sig ekki, þá má benda á að það er engu líkara en þingmenn taki einn snúning í syndaaflausnarþvottavél öðru hverju þegar það er haft í huga hvernig þeir geta snarsnúist og ætlast alltaf til að kjósendur þurrki út fortíð þeirra í pólitíkinni við hverjar kosningar. Sbr. síðustu kosningar.)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.7.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég kaus Ögmund og Guðfríði Lilju hérna í Kraganum sem mína fulltrúa á þing, og mér finnst ég hafa verið svikin! Afhverju í ósköpunum greiddu þau ekki atkvæði sitt gegn aðildarviðræðum? ætla V-G þingmenn að láta kúga sig og þarmeð okkur kjósendur þeirra endalaust af landráðamönnum Samfylkingarinnar?

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.7.2009 kl. 22:13

5 identicon

Fjórflokkarnir eru ein og sama persónan hefur rænt þjóðina og fullnægt einkaþörfum sínum,nú er lokahnykkurinn að vera nógu útsmogin áður en þau fara að stjórna frá Brussel,hægt sígandi lukka skilar bestum árangri.

Lúðvík (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er því miður hætt að treysta Ögmundi. Segir eitt og gerir annað. Það er ekki trúverðugt. Því miður.

Það er sorglegt vegna þess að ef hann hagaði sér í samræmi við það hvernig hann talar væri hann ágæstis þingmaður

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.7.2009 kl. 01:26

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir það sem þú segir Jakobína, þ.e. að ef Ögmundur hagaði sér í samræmi við það sem hann segir væri hann ágætis þingmaður! Ég hef aldrei verið fullkomlega viss um hann og kannski er þetta skýringin. Ég skil þá sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með hann, eins og Guðrúnu hér að ofan, mjög vel.

Ég veit ekki hvort það sem er haft eftir honum hér að ofan sé til marks um það að hann iðrist eða ætli að taka sig á. Ég treysti mér ekki til að skera úr um það. Hins vegar finnst mér það vera rétt sem hann segir á blogginu sem umrædd frétt byggir á.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.7.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband