Löngu komnir yfir öll eðlileg þolmörk!
14.7.2009 | 17:24
Ég ætla ekkert að reyna að eyða tíma mínum í að skilja tengda frétt eða af hverju ég skil hana ekki. Hins vegar ætla ég að nota tækifærið til að vekja athygli á þarfri upprifjun sem ég las fyrr í dag á Pressunni.
Ég fagna því nefnilega að þar er minnt á að Björgólfi Guðmundssyni var treyst fyrir íslenskum banka þrátt fyrir sína vafasömu fortíð! Í greininni, sem ég leyfi mér að birta í heild hér að neðan, er rifjað upp að á meðan Björgólfur eldri var stjórandi Hafskips misnotaði hann almannafé á sama hátt og sonur hans, og aðrir auðvaldsklíkukollegar hans, tóku upp eftir honum síðar.
Það sorglegasta er að þeir gera það enn og það í boði hins opinbera! Spurning hvað Björgúlfsfeðgum gengur til. Ég giska á hefnd! (Sjá líka þessa grein hér sem birtist á dv.is þann 24. október á síðasta ári.)
Fréttaskýring Euromoney 2002: Er Björgólfsfeðgum treystandi til að reka banka?
Fjármálatímaritið Euromoney spyr í ítarlegri fréttaskýringu árið 2002, skömmu áður en Landsbankinn var seldur Samson, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga, hvort virkilega sé hægt að treysta þeim feðgum til að reka banka? Blaðið spurði hvers vegna stjórnvöld vildu selja manni sem næstum setti banka á hausinn nýjan banka?
Í nóvember 2002 birti Euromoney fréttaskýringu sína og er óhætt að segja að greinarhöfundar skilji hvorki upp né niður í þeirri ákvörðun stjórnvalda að selja Björgólfsfeðgum bankann:
Það eru nokkrir Íslendingar sem efast - hljóðlega vegna ríkidæmis og áhrifa feðganna - hvort þeir séu hæfir til að verða eigendur banka sem er svo mikilvægur efnahagslífi landsins.
Svo segir í greininni:
Er það svo góð hugmynd að einstaklingar án nokkurra bankareynslu fái að eignast svo stóran hlut í bankanum? Og hver er bakgrunnur þessara manna sem virðast hafa orðið ríkir í drykkjarvörubransa í Rússlandi? Það má benda á að eignarhald einnar fyrstu lykilfjárfestingar þeirra í Rússlandi - gosdrykkjaverksmiðju í St. Pétursborg - hefur verið dregið í efa fyrir rússneskum og íslenskum dómsstólum frá fyrri eigendum. Nokkrir dómar hafa fallið feðgunum í óhag. En þetta er lítt þekkt staðreynd á Íslandi.
Og það er önnur spurning. Af hverju hafa forsætisráðuneytið, einkavæðingarnefnd, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn svo litlar áhyggjur af því að Björgólfur Guðmundsson setti næstum banka á hausinn á níunda áratugnum?
Bendir Euromoney á að Björgólfur hafi fengið dóm vegna Hafskipsmálsins en Íslendingar séu nú blindaðir af aðdáun á feðgunum fyrir ríkidæmi sitt.
Euromoney segir að Björgólfur Thor hafi snúið til Íslands frá Rússlandi sem ný tegund íslensks viðskiptamanns (leturbreytingar eru mínar). Hann sé knúinn áfram af hagnaðarvon ekki stjórnmálalegum hagsmunum. Björgólfur hafnar í viðtali við tímaritið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi valið Björgólfsfeðga sem eigendur Landsbankans og Framsóknarflokkurinn sinn hóp í Búnaðarbankanum.
Tímaritið segir að Hafskip sé orðið bannorð á Íslandi, þrátt fyrir að gjaldþrot þess hafi verið Enron-mál Íslands og svo er vitnað í Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra:
Kannski Hafskip hafi verið þröngvað í gjaldþrot. Ég held að þegar hann líti til baka geti Björgólfur Guðmundsson verið ánægður með sig.
Geir Haarde, the finance minister, says: "Maybe Hafskip was forced into bankruptcy. I think when he looks back Björgólfur Gudmundsson can be pleased with himself."
Euromoney rifjar upp að Björgólfur Guðmundsson hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt og ýmsa aðra fjármálaglæpi. Segir tímaritið að hann hafi borgað fyrir utanlandsferð Björgólfs Thors með peningum Hafskips, látið fyrirtækið borga teppahreinsun á heimili sínu, ógreiddar stöðumælasektir og keypt bíl á kostnað fyrirtækisins.
Björgólfur Thor segir í viðtali við Euromoney að engar áhyggjur þurfi að hafa yfir skorti á bankareynslu þeirra feðga og bendir á kaup þeirra á Pharmaco sem dæmi.
Við erum ekki lyfsalar heldur. Við erum venjulegir fjárfestar sem förum inn í aðstæður með venjulegum og hagstæðum hætti...Við viljum gera bankastarfsemi dýnamískari. Við verðum meira á höttunum eftir tækifærum en ríkisbanki. Ég er ekki að tala um griðarlegan vöxt. En bankinn hefur staðnað.
Grein Euromoney um kaup Björgólfsfeðga á Landsbankanum og áhyggjur greinarhöfunda má lesa HÉR.
Lán veitt eftir einkavæðingu Búnaðarbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
... og við göngum áfram hljóðlega til verka okkar.
Satt að segja hljóta eftirmæli fyrrverandi forsætisráðherra að vera eitt stórt "MAYBE"
Geir Haarde, the finance minister, says: "Maybe Hafskip was forced into bankruptcy. I think when he looks back Björgólfur Gudmundsson can be pleased with himself."
Kveðja
Konan sem kyndir ofninn þeirra.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.7.2009 kl. 17:56
Það mætti kannski leggja það til við hann að hann skipti um millinafn. Tæki upp nafnið Maybe í staðinn fyrir það sem hann ber nú!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 22:09
úff
Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2009 kl. 00:45
Geir "maybe I should have" Haarde....hljómar einhvernvegin rétt.....
Rakel, á hvaða plánetu erum við staddar?
Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2009 kl. 01:53
Það er góð spurning Sigrún! Sú óraunveruleikatilfinning sem rekur mann til þess að spyrja slíkra og þvílíkra spurninga er besti vitnisburðurinn um þá vitfirringu sem er í gangi í kringum okkur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.