Hvað kemur honum þetta við!
11.6.2009 | 03:44
Hvað kemur fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins þetta við? Er hann ekki fyrrverandi?? Var honum ekki vikið úr starfi fyrir vanhæfni!. Sagði Sigríður heldur nokkuð annað en það sem almennt er vitað eða: Mér finnst sem þetta [hrunið innsk. blm.] sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hluta eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu [að hafa] eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.
Það var Jónas Fr. Jónsson sem gerðist brotlegur í starfi með andvaraleysi sínu enda var hann látinn fara. Ég ætla a.m.k. ekki að ætla honum annað fyrr en það verður sannað. Hann ætti að skammast sín í stað þess að ná sér niðri á þeim sem eru sennilega nógu hæfir till að koma upp um hann og hann óttast.
Ég skil ekki þennan málatilbúnað allan og vona svo sannarlega að fyrrverandi forstjóra FME með sitt vafasama orðspor takist ekki að varpa rýrð á trúverðugleika rannsakenda af ástæðulausu!
Enginn persónulegur hagur af ákveðinni niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
manni finnst einhvernveginn að jónas fr sé að kasta steinum innan úr glerverksmiðju....
zappa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:47
Nákvæmlega. Spillingin er svo víðtæk að erfitt er um vik að finna óspillta embættismenn og stjórnmálamenn. Þetta virðist allt vera samhangandi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 01:29
Ég hef sagt það áður að í embættismannaættum íslands hefur heimskan verið einræktuð og stendur nú í sínum mesta blóma.
Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 10:55
Góður Ari Það sem veldur mér mestum heilabrotum er það hvort umkvörtun eins fyrrverandi embættismanns hefur meira vægi en margar samstilltar raddir núverandi þjóðar???? Ef þið skiljið hvað ég meina.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.6.2009 kl. 11:43
Skil hvað þú meinar Rakel, mér sýnist lítill vafi vera á vægi því sem þú nefnir. Heimskan er einnig alls ráðandi í stjórnmálastéttinni.
Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.