Ég leiðrétti þetta hlutfall kannski pínulítið
21.4.2009 | 20:36
Ég hef auðvitað áhyggjur af því að konur skuli ekki vera fleiri á framboðslistum flokkanna, sem bjóða fram til alþingiskosninga, en raun ber vitni. Það vekur t.d. athygli að hér í norðausturkjördæmi eru karlar í tveimur efstu sætum allra framboðanna nema hjá Vinstri grænum og Borgarahreyfingunni.
Hjá Borgarahreyfingunni eru það Herbert Sveinbjörnsson og Björk Sigurgeirsdóttir sem skipa tvö efstu sætin.
Mig langar að vekja athygli á umfjöllun sem framboðin hér í kjördæminu hafa fengið á vefmiðlinum akureyri.net og svæðissjónvarpinu N4. Í kjölfar efnahagshrunsins sl. haust var svæðissjónvarpið reyndar lagt niður en hefur verið endurvakið nú í kosningavikunni.
Akureyri.net er nýbúið að skipta um útlit og ritstjóra en nýr ritstjóri þess er Örlygur Hnefill Örlygsson. Ég hvet ykkur til að sjá flott viðtal sem hann tók við efsta mann á lista Borgarahreyfingarinnar hér í norðaustukjördæmi síðastliðinn sunnudag. Viðtalið er að finna hér.
Hilda Jana Gísladóttir, fréttamaður hjá N4, hefur tekið upp viðtal við fimm efstu menn allra framboðanna sem bjóða fram í kjördæminu. Viðtölin við þá sem skipa fimmta sætið var frumsýnt í gærkvöldi. Viðtölin við þá sem skipa fjórða sætið var frumsýnt fyrr í kvöld en viðtölin við efstu menn verða ekki frumsýnd fyrr en n.k. föstudagskvöld eða kvöldið fyrir kosningar.
Það er kona sem skipar fimmta sætið hjá Borgarahreyfingunni hér í norðausturkjördæmi og má finna viðtalið við hana og aðra sem eru í fimmta sæti hinna framboðanna hér.
Færri konur á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.