Fýluhundarnir með gjammréttindi á mbl.is
20.4.2009 | 20:45
Ég get endalaust furðað mig á því hvernig í ósköpunum standi á því að blaðamenn mbl.is eru að lepja upp fýluna og fordómana sem gusast upp úr meðlimum Sjálfstæðisflokksins bæði á bloggi og í símtölum. Undanfarna daga og vikur er ég búin að rekast á gagnrýnislausar og orðréttar eftirapanir sem eru hafðar eftir bæði Birgi Ármannssyni og Birni Bjarnasyni á forsíðu þess.
Ég skil bara ekki fréttagildið í þessum vafasama málflutningi þeirra um leiðtoga þeirra sjórnmálaflokka sem þeir líta á sem pólitíska andstæðinga sína. Ég hefði haldið að það væri margt annað sem kæmi þjóðinni meira við en fyrirtíðarspenna Björns Bjarnasonar og Birgis Ármannssonar. Ég held blaðamönnum mbl.is væri t.d. miklu nær að upplýsa kjósendur um það hverjar efndir Sjálfstæðisflokks á kosningaloforðum sínum fyrir síðustu kosningar hafa orðið en hlýða geðvonskunni í þeim tveimur.
Það væri líka sjálfsagt að upplýsa kjósendur um það hvort og hvernig Samfylkingin stóð við sín kosningaloforð og svo mætti horfa enn lengra aftur í tímann og skoða hvort Framsóknarflokkurinn hafi staðið við sín fram að þessu og með hvaða afleiðingum. Slík fréttamennska væri eitthvað sem þjónaði kjósendum en ekki vafasamar dylgjur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þau Jóhönnu og Steingrím.
Það ættu nefnilega flestir að vera búnir að átta sig á því að það er lítið að marka orð þeirra sjálfstæðismanna sem hafa setið á þingi undanfarin ár. Alla vega er það niðurstaðan þegar mið er tekið aforðum þeirra og loforðum undangengin misseri!
Verð svo að bæta því við að mér finnst Jóhanna Sigurðardóttir hafa miklu meira til brunns að bera sem forsætisráðherra en Davíð Oddsson og Geir H. Harrde báðir til saman! Mér þykir þess vegna miklu forvitnilegra að fá úr því skorið hvað kom þeim í það sæti en hvort Björn álítur helsta kost Jóhönnu vera þvermóðsku!
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.