Það er margt sem þarfnast lagfæringar

Það er margt sem þarf að skoða í sambandi við kosningalöggjöfina, stjórnarskrána, stjórnsýsluna og ég tala nú ekki um lýðræðið sjálft. Ég trúi ekki öðru en það sé hægt að ná kostnaði vegna kosninga langt niður fyrir 200 milljónir. Væri t.d. ekki hægt að spara pappír með því að láta kjósa í tölvum? Ég er ekki endilega að meina að kjósendur kysu heima hjá sér heldur færu inn í kjörklefa þar sem kjörseðillinn biði þeirra á tölvuskjá.

En þar sem kosningarnar eru svona dýrar þá er mikilvægt að fá eitthvað almennilegt út úr þeim. Það er mikilvægt að kosningarnar skili einhverjum Kosningaskrifstofa Borgarahreyfingarinnarbreytingum fyrir íslenskt samfélag. Það er reyndar lífsnauðsynlegt!

Þess vegna langar mig til að nota tækifærið og vekja athygli á því að Borgarahreyfingin hefur opnað kosningaskrifstofu á Akureyri. Skrifstofan er til húsa að Brekkugötu 3. Það er ekki amaleg staðsetning, þar sem Ráðhústorgið sem var hjarta laugardagsmótmælanna hér fyrir norðan, blasir við út um gluggana.

Við fengum skrifstofuna afhenda á fimmtudaginn en hún var opnuð í dag. Það tók því ekki langan tíma að koma húsnæðinu í gagnið en heiðurinn af því á Sigurbjörg Árnadóttir sem útvegaði húsgögn, þreif, innréttaði og hannaði gluggaútstillingar!

Það voru þó nokkrir sem komu við á skrifstofunni í dag og ræddu við Herbert Sveinbjörnsson sem er í efsta sæti listans hér í norðausturkjördæmi.
Herbert Sveinbjörnsson útskýrir stefnuskránaAðrir af framboðslistanum lögðu líka sitt af mörkum. Bjarki Hilmarsson dreifði kynningarblöðum í göngugötunni en Ragnhildur Arna Hjartardóttir bakaði vöfflur og hellti upp á kaffi.
Vöfflurnar hennar Ragnhildar vöktu mikla lukku Skrifstofan verður opin á morgun og alla daga fram að kosningum frá kl. 12:00 til 18:00. Ég hvet alla sem eiga leið um að kíkja við og ræða málin. Það er líka kjörin leið til að kynnast frambjóðendum. Herbert verður á skrifstofunni á morgun og sennilega eitthvað á mánudaginn. Hjálmar Hjálmarsson, sem er í þriðja sæti framboðslistans, verður svo á þriðjudaginn og sennilega eitthvað á miðvikudaginn líka. Við Ragnhildur, sem erum í fjórða og fimmta sæti, verðum svo flesta dagana á milli kl. fjögur og sex.

Bendi þeim sem hafa ekki kynnt sér frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar í kjördæminu eða stefnuskrána á að hér er að finna lista yfir frambjóðendurna en stefnuskrá hreyfingarinnar er hér.


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það væri auðveldlega hægt að kjósa í gegn um heimabankann eða skattstrjórans.  Flestir sem tölvuvæddir eru gætu kosið á annarrihvorri síðunni.  Skila ekki yfir 90% skattframtölum á netinu?  Það minnir mig allavega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við ættum kannski að taka okkur saman og koma þessum breygingum á fyrir þar næstu kosningar Það er a.m.k. ljóst að hugmyndir okkar myndu spara stórfé!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.4.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Já það væri spennandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 03:29

4 identicon

Til hamingju með nýju kosningaskrifstofuna!

Baráttukveðja að sunnan!

Cilla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, takk Cilla Baráttukveðjur héðan líka til ykkar allra!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.4.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband