Og áfram níðast þeir á þingheimi og þjóðinni líka!
14.4.2009 | 18:15
Það er tvennt í tengdri frétt sem mig langar til að vekja athygli á. Í fyrsta lagi eru það þessir fleiri sem vísað er til að hafi gagnrýnt stjórnarskárfrumvarpið harðlega. Hverjir eru þessir fleiri? Eru það Viðskiptaráð og fleiri úr hagsmunabræðrlagi Sjálfstæðisflokksins? Hversu margir eru þessir fleiri og af hverju hefur skoðun þessa hulduhers eitthvert vægi inni á þingi?
Hitt eru orð Björns Bjarnasonar sem hótar því að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að frumvarpið komist til afgreiðslu:
Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fráleitt að þingið gæfi frá sér það vald að setja stjórnarskrá. Á meðan hann væri á þingi myndi hann gera sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að slíkt frumvarp yrði samþykkt. Hann myndi flytja ræður um málið, hvort sem er að nóttu eða degi, ef þess þyrfti með. Björn sagðist ekki skilja í þeim þingmönnum sem vildu svipta Alþingi valdi til að setja stjórnarská og hvatti hann kjósendur til að kjósa sér ekki þingmenn sem vildu svipta þingið þessu valdi. (leturbreytingar eru mínar)
Af hverju er ekki hægt að stöðva greinilegt málþóf sem nú hefur staðið í marga daga? Málþóf sem snýst í raun og veru fyrst og síðast um það að koma í veg fyrir að það verði fest í stjórnarskrána að mikilvæg málefni verði borin undir þjóðaratkvæðagreiðslur og það að auðlindir þjóðarinnar verði gerðar framseljanlegar. Ég skil bókstaflega hvorki rökin sem mæla á móti þessu né stjórnlagaþingi.
Mér finnst allt þetta lykta af því að hér búi einhverjir allt aðrir hagsmunir að baki. Hagsmunir sem stendur ógn af lýðræðinu og vinna því á móti því með öllum bolabrögðum. Ég skil ekki að slíkt fái að líðast!
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Örvænting sjálfstæðismanna á þverrandi völd sín er algjör!
Himmalingur, 14.4.2009 kl. 21:52
... og átakanleg upp á að horfa en þeim tókst sá ásetningur að ýta frumvarpi um stjórnlagaþing út af borðinu. Spurning um hitt.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 22:29
Sjallarnir eru orðnir skíthræddir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.