Betur má ef duga skal!
14.4.2009 | 16:55
Það er eðlilegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynji miðað við aðstæður. Það vekur þó furðu mína að það skuli enn mælast 22%! Hef heyrt í ansi mörgum sem fullyrða að þeir hafi setið í fjölskylduboðum um páskana þar sem fyrir voru kjósendur þess flokks sem veltu því fyrir sér hvernig skyldi bregðast við nýjustu fréttum af fjármálum Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan varð í fleiru en einu tilviki sú að kjósa Vinstri græna.
Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér en fagna því auðvitað að kjósendur snúi baki við því stjórnmálaafli sem er stýrt af jafnóvönduðum einstaklingum og orð þeirra og gjörðir síðustu daga hafa sýnt og sannað. Miðað við það sem hefur opinberast á undanförnum dögum ætti það að vera ljóst að það eru engar samsæriskenningar að halda því fram að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem ber meginábyrgð á því að húrra þjóðinni niður í það gjaldþrotahyldýpi sem opnaðist síðastliðið haust.
Það þarf heiðarlegt fólk til að stýra þessu landi. Það þarf fólk sem býr yfir einlægum vilja til að uppræta spillinguna sem hér hefur þrifist í skjóli ríkisstjórna sem Sjálfstæðisflokkurin hefur leitt. Nú gefst kostur á því að hafna spilltum stjórnmálamömmum og kjósa einstaklinga sem hafa sýnt í orði og verki að þeir villja tryggja hag þjóðarinnar til frambúðar með nauðsynlegum lýðræðisumbótum. Hér er hópur af slíkum:
![]() |
Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn eru nokkrir dagar í kosningar. Okkar fulltrúar ganga ekki sneyptir frá þessum kosningum.
Gangi þér vel Rakel!
Kolla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:45
Takk, og sömuleiðis
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 17:53
Takk fyrir það og frábært sömuleiðis!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.4.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.