Alveg lýsandi dæmi!
14.4.2009 | 14:47
Þetta er alveg lýsandi fyrir starfshætti og -heiður Sjálfstæðisflokksins. Horfa aldrei í eigin barm. Viðurkenna aldrei neina sök. Kenna alltaf öðrum um. Benda í villuleiðandi áttir. Afvegaleiða alla vitræna umræðu. Sýna aldrei hógværð eða virðingu og hvað þá iðrun!
Í stuttu máli sagt þá haga þeir sér margir hverjir eins og þeir séu illa haldnir af gelgjuveikinni! Málflutningur þeirra er a.m.k. mjög í ætt við röksemdafærslur gelgjunnar sem vill ná sínu fram í sambandi við boð og bönn ýmis konar. Það ættu allir að kannast við sem hafa þurft að eiga við erfiða unglinga.
Telja þessir menn í alvöru að þeir eigi eitthvert erindi við þjóðina eftir það sem þeir hafa sýnt og sannað með orðum sínum og athöfnum? Halda þeir virkilega að það gangi í augun á þjóðinni að ráðast á núverandi ríkisstjórn fyrir lélega efnahagsstjórn í framhaldi af því fjármálahneyksli sem þeir hafa sjálfir orðið uppvísir af?! Telja þeir virkilega að þeir geti fríað sig ábyrgðinni af stöðu efnahagsmálanna í landinu með því að kenna núverandi ríkisstjórn um allt saman?!
Tja, spyr sú sem er alveg hætt að botna í þeim vitleysingjum sem gefa tilefni til ofangreindra vangaveltna!
Krónan veikst með nýrri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
.... arrrg þeir eiga bara eftir að bæta við " they made me do it" til að fullkomna gelgjurökin. Sannar bara enn og aftur skoðun þeirra sem þannig tala við þjóðina, að fólk sé fífl. Svo er nefninlega alls ekki.
Rakel þakka vinsamlegt spjall sem alltaf má vænta úr þínum ranni.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.4.2009 kl. 15:02
Takk, sömuleiðis
Eins og þú ert kannski búin að komast að þá tók ég mér það bessaleyfi að vitna til og vísa í þína frábæru greiningu á þjóðunum sem þú rakst á hér heima í páskaleyfinu þínu. Vona að þú hafir ekkert á móti því.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.