Full ástæða til að krefjast afsagnar

Mér finnst það borðleggjandi að hér er verið að ræða um styrk eða fyrirgreiðslu af því tagi sem kallast mútur á góðri íslensku. Bara upphæðin staðfestir það. Stendur ekki líka til að skila „styrknum“? Það staðfestir að m.a.s. Sjálfstæðismenn finna skítalyktina af þessum peningum.

En nú hefur Guðlaugur Þór, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekið á sig ábyrgðina af því að hafa haft forgöngu um að útvega flokknum þessa myndarlegu peningupphæð... furðulegt að hann skuli hafa valið þá leið að skera niður í heilbrigðiskerfinu fyrst hann er svona fiskinn þegar peningar eru annars vegarShocking

Það er a.m.k. víst að að Guðlaugur Þór er sagður bera ábyrgðina á því að koma Sjálfstæðisflokknum í þá stöðu að þurfa að þiggja þennan styrk. Mér finnst reyndar einsýnt að hér er á ferðinni svo óeðlileg fyrirgreiðsla að það er bara hjákátlegt og fáránlegt annað en kalla hana  sínu rétta nafni!

Ég spyr mig þess vegna hvort þess verði ekki krafist að Guðlaugur Þór Þórðarson segi af sér fyrir það að þiggja mútur? Varðar það ekki líka við lög að betla eins og Guðlaugur vill láta líta út fyrir hafi verið kveikjan að þessari rausnarlegu upphæð?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og hann ætti að segja af sér fyrir hádegi í dag. Svo hinir eftir hádegi svo við fáum frið í tiltektinni eftir þá.

Arinbjörn Kúld, 9.4.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir...

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2009 kl. 10:49

3 identicon

Vitanlega á Guðlaugur að koma sér út úr pólitík.  

...og ekki síður þeir sem tóku á móti peningum "Súlukóngs",  það á ekki skipta máli hversu há sú upphæð var.  Horfum dálítið á andstöðu einstakra flokka við starfssemi hans.     Þar voru hans hörðustu andstæðingar,  VG og fleiri að þiggja peninga.  Eftir að hafa gagnrýnt flesta aðra flokka, þá var "skákkonunni"  í VG bent á að hennar flokkur hefði fengið greiðslu frá "Súlukóngsa", þá roðnaði stelpan bara og bar við einhverjum mistökum á fyrirtækjanafni.      Bak við tjöldin er þetta allt sama súpan og styrkir frá Alþingi til flokka ættu að greiðast eftir hverjar kosningar í takt við fylgi hvers flokks (atkvæði) í kosningum, þar kæmi þá sennilega vilji almennings fram.  Ég á einnig við flokka sem ekki kæmu manni á þing. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlegg og athugasemdir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Hlédís

Páll ip-tala! það gengur ekki að segja:"Og líka þið"  Hinir verða bara að standa fyrir sínum smámálum - og komast ekki hjá því. Gott. 

Mafíu-flokkurinn á rúmlega 60 ára styrkja-/mútu-sögu að baki og er byggður upp fyrir fé stórfyrirtækjanna sem hann muldi undir - skaffaði niðurgreiddan gjaldeyri á haftaárunum - niðurgreidd lán á verðbólguárum - kvótann og bankana á silfurfati - o s frv. Hví segir hann ekki allur af sér?

Hlédís, 9.4.2009 kl. 12:43

6 identicon

Sæl Rakel og takk fyrir síðast!

Sjálfstæðisflokkurinn er athyglisverður þjóðflokkur eða dýrategund. Frá því í haust hefur ábyrgð verið bannorð þar innandyra og stranglega varað við því að persónugera vanda.

Svo skyndilega leggst þessi óskaplega þunga löngun á fyrrum formanninn til að bera ábyrgð og persónugera vandann. Hann byrjar ekki smátt maðurinn sá. Nei, nei! Hann stekkur úr 0-ábyrgð upp í 30 milljóna króna ábyrgð og líður svona líka ljómandi vel á eftir að 7 mínútum síðar bætir hann 25 milljóna króna ábyrgð við.

Þar með hefur hann að öllum líkindum sett met í ábyrgð í milljónum króna talið og því að persónugera vanda.

Það var ekki að sökum að spyrja að um hópinn hríslaðist samstundis löngun til að mega vera með í ábyrgðarmetinu og þeirri grundvallarbreytingu sem núna fer fram á siðareglum í Valhöll að persónugera vanda.

Guðlaugur vill ekki vera minni maður en formaðurinn fyrrverandi: Hann vill fá að bera ábyrgð á 30 milljónum króna og fá nafnið sitt á spjöld milljóna-króna-játninganna.

Núna er bara að bíða og sjá hvort syndir Sjálfstæðisflokksins séu nægilega margar svo þeir fái allir sínar milljónir og nafn sitt á syndaregisterið.

Það væri leiðinlegt ef einhver í þeirra hópi verður skilinn eftir nafnlaus í þessari persónugeringaráráttu þeirra og án ábyrgðar á a.m.k. einni milljón króna.

Helga (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:37

7 Smámynd: Hlédís

"Ekki líta á mig" segir þó næstsíðasti formaður sem aldrei mun taka sök á sig. OG eina hugsanlega sök varaformannsins, ÞKG, er að hann er kona svo fjárreiður eiginmannsins eru milli tannanna á fólki - Væri hann karl nefndi ekki nokkur maður mögulegt Kaupþings-spillingarmál maka hans! Var þetta annars ekki sagt í snjöllustu ræðunni á landsfundi Sjalla um daginn?

Hlédís, 9.4.2009 kl. 14:07

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Rakel,

Tek undir skilning þinn að þessi fyrirgreiðsla er ekkert annað en mútur! og er nú að afhjúpast meir og meir sú mikla tregða sem ríkti á haustdögum við að persónugera þá sem mesta ábyrgð báru.

Gleðilega páska norður til Akureyrar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.4.2009 kl. 14:12

9 identicon

Hlédís, takk fyrir þína ábendingum til mín, ég var ánægður með hana, jafnvel montinn        Mér dettur ekki í hug að verja eitt eða neitt sem tengist pólitískum flokkum, hvorki það "smáa" né það "stóra" og allra síst einhvern ákveðinn flokk.  Mér er nákvæmlega sama hve upphæðin er há, ég vil láta banna allar greiðslur til flokka frá fyrirtækjum.  Það er meira en nóg að þeir geti "vaðið" í ríkiskassann og tekið þar fé.  Menn vilja aðskilnað ríkis og kirkju.  Ég tek undir það og vil einnig aðskilnað ríkis og flokka, ekki bara varðandi fjármagn, heldur einnig það sem varðar stöðuveitingar og fleiri "feita" bita.  Ég get sætt mig við það að einstaklingar styðji flokka á sinni kennitölu en set takmörk á upphæð einstakra styrkja.  Það á að setja í "lög" opið bókhald pólitískra flokka.

Hlédís ip-tala !     Mér finnst þú taka dálítið stórt uppí þig þegar þú kallar einhvern flokk Mafíu-flokk (í 60 ár) og þá er mér nokkuð sama hvaða flokkur á í hlut.  Sjálfsagt hefur okkur flestum orðið þetta á í umræðum dagsins, en finnst þér ekki orðið dálítið "stór" lýsing á þessu.  Þar með ert þú að gefa í skyn að stuðningsmenn þess flokks séu stuðningsmenn einna mestu óþverra sem hafa lifað og lifa á jörðinni.    Hvernig ætli innræti þess fólks sé.  Ég get tekið undir að þúsundir íslendinga geti verið óttalegir kjánar en að innræti þeirra líkist eitthvað innræti "mafíósa" get ég ekki tekið undir.  Þú veist vonandi hvað stendur á bak við orðið Mafía.  Ég kíkkaði í íslenska orðabók    og vil ekki setja á blað lýsingu orðabókarinnar á Mafíunni.

Rakel, þú fyrirgefur plássfrekju mína og til ykkar allra gleðilega hátíð burt séð frá pólitísku þrasi.  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:15

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það hefur heldur betur færst fjör í umræðuna hér í dag og ekkert nema gott um það að segja. Það þarf enginn að afsaka sig fyrir það. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að við sjáum embættismenn og samfélagsmálefni í mismunandi ljósi. Heilbrigð rökræða og skoðanaskipti um það er aðeins af hinu góða. Ég hef þess vegna ekkert út á það að setja þó hún fari fram í athugasemdunum á blogginum mínu. Það er heldur ekkert að því að hún taki eitthvert pláss

Þakka óskir um gleðilega páska og óska öllum hins sama!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 21:53

11 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að haga sér eins og hann á að haga sér, hann er byrjaður að hugsa til framtíðar og gera upp við fortíðina. Það tekur hinsvegar tíma og rífur upp mörg sár, en það er nauðsynlegt.

Kristinn Svanur Jónsson, 9.4.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband