Ólíðandi framkoma!

Það koma stundir þar sem maður verður svo yfirkominn af undrun og furðu yfir hroka og yfirgegnilegum dónaskap einhvers sem maður þarf að eiga við að maður kemur hreinlega ekki upp orði. Oftast getur maður huggað sig við þá fullvissu að það hafi bara staðið eitthvað sérstaklega illa á fyrir þeim sem gerir sig sekan um hátterni af þvílíku tagi.

En það verður mér ljósara með hverjum deginum sem líður að slík framkoma þykir sumum sjálfsagt að ástunda á hverjum degi gagnvart vinnufélögum sínum og skjólstæðingum. Það sem verra er, er að þessi framkoma er stunduð inni á Alþingi okkar Íslendinga og það af mönnum sem þykjast hátt yfir alla aðra hafnir ef mark á að taka á orðum þeirra.

Þessi framkoma virðist einkanlega í heiðri höfð innan Sjálfstæðisflokksins og er því eðlilegt að maður spyrji sig hvort þessi framkoma er kennd í stjórnmálaskóla hans?! Það er reyndar ekki nýtt að einstaka þingmenn tali til starfsbræðra sinna eins og þeir séu af einhverri óæðri vitleysingjategund en þeir sjálfir af einhverju útvöldu eðalkyni. Það hefur þó keyrt um þverbak eftir að fyrrverandi ríkisstjórn sá sig tilneydda til að segja af sér fyrr á þessu ári.

Mótmæli á AusturvelliMér virðist þetta að miklu leyti sömu mennirnir sem haga sér þannig og ósköpuðust yfir friðsömum mótmælum og kölluðu til lögreglu til að þagga niður í mótmælendum. Þeim stóð þvílík ógn af venjulegum borgurum sem var nóg boðið og stilltu sér upp með búsáhöldin ein að vopni að þeir kölluðu m.a. segja sérsveitina til að stilla sér upp á milli sín og þeirra. Þeir létu það m.a. segja óátalið að lögreglan beitti efnavopnum sínum á hópinn nema að þeir hafi gefið fyrirskipun um að þeim skildi beitt.

Eru það ekki sömu mennirnir sem kölluðu yfirvegaða mótmælendur skríl sem gera sig núna seka um að óvirða þingið með óvönduðu orðavali, útúrdúrum og alls konar fáránlegum uppákomum? Er ekki ástæða til að við þjóðin, vinnuveitendur þeirra, köllum til lögreglu og látum hana fjarlægja þessa skemmdarvarga út af þinginu. Þeir eru nefnilega ekki einvörðungu að óvirða sjálfa sig og aðra þingmenn með framkomu sinni heldur standa þeir í vegi fyrir því að þingið geti hrundið í framkvæmd ýmsum þeim þjóðþrifamálum sem nú liggja fyrir því.

Mér finnst það sem ég sé og heyri af því sem fram fer á þinginu vera til skammar fyrir þá sem haga sér eins og fífl bæði í orði og æði. Þess vegna hef ég velt mikið vöngum yfir því hvort það er ekki mannskemmandi fyrir þá sem þurfa að sitja undir þessu að starfa við þessar aðstæður. Mér myndi líða illa að þurfa að vinna með svo skemmdu fólki að þeim finnist sjálfsagt að tefja fyrir mikilsverðum málum með slíkri lítilsvirðingu og umræddir þingmenn viðhafa nú.

Þetta má ekki ganga svona og þess vegna er nauðsynlegt að setja þingmönnum siðareglur eins og öðrum starfsstéttum. Þeir sem kunna ekki að haga sér eftir þeim ætti að veita áminningu og hreinlega vísa þeim úr þingsal ef þeir láta sér ekki segjast. Það þarf að skapa öðrum þingmönnum viðunandi starfsskilyrði með því að fjarlægja þá sem viðhafa þar andlegt ofbeldi daginn út og daginn inn.

Ég hvet ykkur til að hlusta á ræðu Jóns Magnússonar, 10. þingmanns Reykjavíkur suður, en hana er að finna hér. Þetta er reyndar ekki versta dæmið um það sem ég er að tala um hér að ofan en hrokinn og rembingurinn er þó greinilegur þar sem hann segir að hann hafi haft „annað og merkara við tímann að gera“ í gær en að hlusta á Silfur Egils „þann innihaldsrýra sleggjudómaþátt“.

Það gerist ekki oft en núna langar mig til að:
Öskra
mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Fólk er að ræða stjórnarskránna, á ekki að ræða hana eða? ætti ekki að vera að ræða frekar um og afgreiða mál sem hjálpa fjölskyldunum í landinu? Hver er munurinn á stjórnlagaþingi og alþingi? er fólk ekki kosið á stjórnlagaþing líka?

Jón er að ræða málið, Árni Johnsen fór alveg aðeins út fyrir málið, en það var líka annað mál sem var verið að ræða þá, og það mál var afgreitt! 

Það er lýsandi dæmi fyrir þessa umræðu að Jón Bjarnason lýsti því yfir í kosningaþættinum á rúv í kvöld að það ætti að redda þjóðinni eftir kosningar! Maður hlýtur að spyrja hvort þjóðin geti beðið svo lengi...

Kristinn Svanur Jónsson, 6.4.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kristinn: Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á hreinu hvað þú ert að fara. Ég trúi því þó ekki að þú sést að mæla með því málþófi sem nú er viðhaft á þinginu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Ég er bara að segja að ef það eru einhver mál sem á að ræða þá eru það stjórnarskrárbreytingar, en núna höfum við einfaldlega ekki þann tíma og eigum frekar að einbeita okkur að því að reyna að koma fjölskyldum landsins í jafnvægi.

Kristinn Svanur Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Auðvita höfum við tíma til að ræða stjórnarskrárbreytignar. Og eign þjóðarinnar á auðlindum sem og stjórnlagaþing er nauðsyn til að hér breytist eitthvað. Nú eru bæði líkur á því að ef við setjum ekki ákvæði um auðlindir í þjóðareign þá eignist kvótaeigendur fiskiauðlind okkar varanlega. Og eins til að koma í veg fyrir að misvitrir stjórnmálamenn freistist til að selja auðlindir okkar. Og í versta falli að erlendir aðilar reyni að taka þær upp í skuldir.

En þetta vilja SJálfstæðismenn auðsjáanlega ekki. Og ég hef sagt að með hverji mínútu sem þeir tala þá hverfa frá þeim jafnmörg atkvæði eða meira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nokkuð til í því en ég tel að þetta málþóf sem ákveðnir þingmenn viðhafa í kringum stjórnarskrárfrumvarpið sé síst til þess fallið. Ef allt væri með eðlilegum hætti væri þetta stjórnarskrármál löngu frá og þingmenn komnir að næsta dagskrárlið sem eru vaxtabætur ef ekki enn lengra í málabunkann sem þarf að afgreiða fyrir þinglok.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Magnús: Ég er sammála þér í því að stjórnarskrábreytingarnar snerta einmitt hag þjóðarinnar til frambúðar og þess vegna er mjög áríðandi að þær verði afgreiddar fyrir kosningar. Það er vonandi að Sjálfstæðisflokkurin þurrki sjálfan sig út með þessu háttalagi sem þeir viðhafa í kringum þetta mál en það er því miður ekki hægt að treysta á það

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:56

7 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Það er verið að ræða stjórnarskránna, getur horft á þær umræður á althingi.is ef þú vilt fylgjast með umræðunni og móta þér kannski aðra skoðun en fyrirframgefna. Lýðræðið felst í umræðu, fasismi felst í stríði... hvort vilt þú?

En það á ekki að vera að ræða þetta núna, núna á að vera að ræða það að skella björgunarhring utan um fjölskyldur í landinu. 

Kristinn Svanur Jónsson, 6.4.2009 kl. 23:03

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir upplýsingarnar en þér að segja þá þekki ég þessa slóð alveg ágætlega. Getur verið að þú sést að setja þig á svolítið háan hest og mynda þér fyrirframgefnar skoðanir á minni þekkingu og hvernig ég mynda mér skoðanir?

Ég skil heldur engan veginn hvernig þér dettur í hug orðið fasismi í sambandi við þær skoðanir sem ég er að viðra hér. Mér finnst það reyndar miklu meiri öfgar en svo að ég geti talið þig vera besta fulltrúann til að endurmennta mig í því hvað hugtakið lýðræði stendur fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Ég var að sjálfsögðu ekki að saka þig um fasisma, ég er bara fylgismaður lýðræðislegrar umræðu. Mig langar bara að ræða þetta og ég biðst afsökunnar á því að hafa hagað mér kannski eins og þingmaður (og þá meina ég þingmenn allra flokka). það verður að fara að opna umræðuna. Fólk verður að segja hvað það vill og hverjar skoðannir þeirra eru... þannig vita allir hvað fólk er að fara. Ég er fylgjandi umræðum um nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins... mjög einfalt. Ef við hefðu rætt betur um bankana á alþingi áður en þeir voru einkavæddir værum við kannski ekki í svona slæmum málum.

Kristinn Svanur Jónsson, 6.4.2009 kl. 23:37

10 identicon

það er eitt sem ég ekki skil hér,Kristinn þegar þú segir "það er verið að RÆÐA stjórnarskrárbreytingar"ertu þá að meina að sjálfstæðismenn hafi verið að ræða eitthvað sérstakt síðustu daga?

zappa (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kristinn: Mér er nú ákveðinn léttir af því að fá það staðfest að þú hafir ekki verið að saka mig um fasisma

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:58

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig langar líka að öskra svona eins og ljónynjan.  AAAARRRRGGGGG!!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:51

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú mátt það mín vegna en sparaðu það þar til þú getur hrætt einhvern svona eins og karlinn sem klessir sér upp við vegginn og er á svipinn eins og hann viti að hann á þetta skilið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:56

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru margir á þingi sem ættu í raun að finna sér önnur störf. Maður vill öskra annan daginn og hinn fyllist maður vonleysi yfir skilningsleysi almennings á raunverulegu ástandi.

Takk fyrir pistilinn Rakel

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:07

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Jakobína og takk fyrir innlitið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:32

16 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Jón er kominn heim...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.4.2009 kl. 03:37

17 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég held að þjóðin ætti að koma sér niður á Austurvöll og öskra á þá á móti, þessi hegðun er óþolandi. Því þessi frammíköll eru ekkert annað en ÖSKUR.

Sigurveig Eysteins, 7.4.2009 kl. 03:44

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 04:29

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég lét mig hafa það að hlusta á þessa stuttu ræðu. Niðurstaða mín er sú að ég verð að óska Rakel til hamingju með það að hafa lifað vernduðu lífi, dúðuð í bómull og vernduð geng öllu illu... Við hin sem höfum gengið í gengum ýmislegt og köllum ekki allt ömmu okkar kippum okkur ekki upp við svona smotterí.

Ég held að það sé komin tími fyrir þig til að fullorðnast, Rakel og kynnast hinum raunverulega heimi. Ef þér finnst þetta dæmi sem þú settir upp ólíðandi þá ert þú illa í stakk búin til að takast á við þann raunveruleika sem mætir flestu fólki...

Mér finnst leiðinlegt að stimpla fólk en ég læt mig hafa það í þínu tilfelli. Þú færð stimpilinn ofdekruð væluskjóða.

Hörður Þórðarson, 7.4.2009 kl. 16:06

20 identicon

Blessuð vertu ekki að kippa þér upp við "hávaða á leikvellinum", alla mína hunds og kattar tíð hefur þetta verið svona.  Fer bara eftir því hvaða "krakkaklíka" náði sandkassanum fyrst.  Jón blessaður, nenni ekki að hlusta á hann.

Rakel    Mér finnst alveg stórmerkilegt að lesa orðin sem þú færð frá veðurspámanninum honum Herði Þórðarsyni     ...ef hann væri mitt barnabarn stráklingurinn sá, þá teldi ég að það vantaði töluvert uppá "tilfinningagreindina" hjá honum  blessuðum.  En vonandi hefur "veðrið" bara farið eitthvað illa í strákinn, jafn hokinn af reynslu sem hann nú er

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:07

21 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hörður: Það hljóta að vera mikil forréttindi sem þú hefur alist upp við að vera líka svona markeraður af lífinu að vera kominn með fullt stimpilleyfi á fólk eftir eitt einasta augnatillit!

Ég sé líka að þú hefur alveg „lúslesið“ þessa færslu mín og skilið þar hvert einasta orð alveg „kórréttum“ skilningi enda sé ég færsluna mína algerlega í nýju ljósi eftir þínar málefnalegu og vinsamlegu ábendingar!! Það er líka munur þegar bláókunnugt fólk skilur mann svona miklu betur en maður sjálfur og er tilbúið til að leiðbeina manni af svo hófsamri visku...

En svona svo ég tali í fullri alvöru þá vona ég að þú áttir þig á því að miðað við orð þín tel ég mig hafa fullt leyfi til að stimpla þig sem hrokafullan og fordómafullan blábjánakjána. Ég efast um að þú kippir þér nokkuð upp við það. Finnst hæpið að þér finnist ég hafa nokkurt leyfi til að stimpla þig sem slíkan. Þú ættir þá líka að skilja að það sama gildir um mig og þína stimpla.

Ég vona svo að þú sjáir sóma þinn í að góla einhvers staðar annars staðar en á mínu bloggi. Hins vegar bíð ég þig velkominn þegar þú hefur tekið út meiri þroska og tileinkað þér meiri yfirvegun í samskiptum þínum við ókunnugar, eldri konur sem þú veist þekkir ekki neitt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 19:55

22 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta er kannski sjálfskipaður útsendari alræðisflokksins, við verðum að muna að þeir geta ekki heyrt neitt ljót um sig, en þeir hafa verið að fjölga sé ansi mikið hér á netinu að undanförnu, af hverju skildi það vera ????

Sigurveig Eysteins, 8.4.2009 kl. 01:16

23 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innleggin Páll og Sigurveig

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:35

24 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hér er gaman.

Arinbjörn Kúld, 9.4.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband