Þöggunin

Þeir sem horfðu á Silfrið í dag og fylgjast með fréttum á mbl.is taka sennilega eftir því að þar hefur ekki komið stafkrókur um það sem þar kom fram í dag. Hvers Mikill vill meiravegna ætli það sé?

Nú er rétt að benda á að tveir spreng- lærðir og þrautreyndir sérfræðingar sögðu það sem margir mótmælendur hafa hamrað á aftur og aftur varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessir sérfræðingar tóku það skýrt fram að ef við færum að kröfum sjóðsins þá færðust lífskjör almennings niður á plan fátækustu ríkja heims- ins! Getur verið að þeir sem eru á vaktinni hjá mbl.is í dag telji þetta ekki stórmerkilegar fréttir eða skilja þeir kannski ekki ensku?

Mér þykir það ekki síður stórfrétt að leiðtogar stjórnarflokkanna sem áttu að vinna að hagsmunum þjóðarinnar á undangengnum árum hafa í raun verið að selja okkur í ánauð. Þeir þögguðu niður í þeim sem reyndu að vara þá við í hvað stefndi og enn kjósa þeir að grjóthalda kjafti. Það lítur líka helst út fyrir að þeir hafi skipað vefmiðlunum að gera slíkt hið sama. Það er því útlit fyrir að þöggunarvopnin séu enn í umferð.

Við yfirferð yfir stærstu vefmiðlana má finna fréttir um viðræður Össurar og Obama um samstarf Íslands og Bandaríkjanna í jarðhitavinnslu. Þar er líka að finna fréttir um það að Valgerður hafi kvatt stjórnmálin eftir rúmlega tveggja ára setu. Það getur vel verið að einhverjum þyki þetta mikilsverðar fréttir en miðað við þær stórfréttir sem komu fram í Silfri Egils í dag þá eru þetta algjörar miðjusíðufréttir.

Það er líka merkilegt að rifja upp orð Agnesar Bragadóttur úr Silfrinu í dag þar sem hún talar um að nýju eigendur mbl.is „kunni að eiga fjölmiðil“. Mér finnst þetta reyndar svo loðið orðalag að ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort það beri að skilja það svo að þetta merki: Það að kunna að þegja yfir stórfréttunum en mjatla ofan í fólk smáatriðunum í sambandi við það hvort einhver Pólverji hafi haft hægðir eða ekki!

Kuldaleg þögnÉg furða mig alltaf meir og meir á þeim sem sitja við stjórnvölinn. Þeim sem stýra allri stjórnsýslunni, fjármálunum og fjölmiðlunum án nokkurrar alúðar eða mannkærleika. Þeim sem eru svo firrtir allri réttlætiskennd að þeir voga sér m.a.s. að þegja yfir því sem almenningur, sem heldur þessu öllu uppi, á rétt á að vita!

Skilja þöggunarsinnarnir ekki á hverju þeir ala með framkomu sinni? Skilja þeir ekki hvernig þessi æpandi þögn er að fara með fólk? Skilja þeir ekki hvernig þeir grafa undan trausti og trúðverðuleika... hvernig þeir grafa undan sátt og samlyndi. Skilja þeir ekki að í raun þá ógna þeir friðnum með þessum áberandi þöggunar- vopnum sínum? Ég vona svo sannarlega að þeir fari að opna skilningarvit sín fyrir þessum nöturlegu staðreyndum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samt lítur út fyrir að sama fólkið verði kosið á þing í kosningunum þann 25. apríl.  Ég er sammála þér að þöggunin er óhugnanleg, ekki skakt orð um Michael Hudson og Silfur Egils.  Hjarðeðlið í mannfólkinu er óskiljanleg hegðun að mínu mati.  Ég heyrði um daginn að 80% fólksins fylgi hjörðinni, aðeins 20% vill sjá raunverulegar breytingar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er auðvitað skelfilegt en svona er þetta bara. Mannskepnan er svo vanaföst. Fæstir þora að sleppa tökunum á því sem þeir þykjast þekkja til að gefa því óþekkta möguleika. Þeir eru líka alltof margir sem eru enn að reyna að telja sér trú um að það hafi bara orðið eitthvert smáslys með krónuna en því verði væntanlega kippt í liðin fljótlega.

Þeir halda líka virkilega að það sé betra að hafa vana menn í brúnni Ég spyr gjarnan á móti vana í hverju!? Ef fólk vill virkilega menn sem eru vanir að gefa innantóm gylliloforð fyrir kosningar sem ekkert stendur á bak við nema auglýsingaskrumið til að tryggja viðkomandi kosningu þá segi ég bara: „Guð hjálpi okkur!“

Ég ætla þó ekki að gefast upp ef kosningarnar framundan fara á versta veg. Ég ætla að mótmæla áfram uns kröfunum um lýðræðið og réttlætið er fullnægt. Ég vona að einhverjir standi með mér þá

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég stend með þér og öllum hinum sem vilja raunverulega sjá breytingar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:55

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að vita það Við verðum þá a.m.k. tvær...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 02:33

5 identicon

Heilar og sælar !

O; ætli við verðum ekki þrjú, að minnsta kosti.

En; tek fram, að Ísland verði utan Evrópusambandsins - um aldur og æfi !!!

Með beztu kveðjum; sem oftar /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 03:41

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við þurfum þá ekkert að takast á um það Það hefur a.m.k. engum tekist að sannfæra mig um kosti þess að ganga inn í það samband.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 11:03

7 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Bestu þakkir fyrir þín orð. Við verðum að hrópa á torgum um það sem er að gerast. Þöggunin má ekki taka völdin. Það má ekki selja landið.

Kv.

Valgeir Skagfjörð, 6.4.2009 kl. 12:04

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er rétt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 12:34

9 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Rakel er sammála þér. Skrif sem gaman er að lesa.

Hörður Valdimarsson, 6.4.2009 kl. 13:17

10 identicon

Svo hjartanlega sammála þér nema að einu smáatriði undanteknu og það tengist þessu margumrædda hjarðeðli, ( ég tel að hjarðeðlið sé eitt af stærstu vandamálunum). Það er setningin að "einhver pólverji hafi haft hægðir". Ég hef tekið eftir þessari fullyrðingu á fleiri bloggum. Þá á ég við að umræddur maður er ekki pólskur, heldur hollenskur. Við erum orðin svo vön því að tala um pólska afbrotamenn að það þykir sjálfsagt að tala um pólverja=afbrotamenn og þannig er málið afgreitt.

Annað, að það sem þessir sérfræðingar segja hefur verið sagt áður meðal fólks í umræðum á Austurvelli og í rökræðum meðal almennings. En það er ekki fyrr en þegar einhverjir frægir menn segja hlutina, að þá fyrst vekja þeir athygli og þá er fjöldinn sammála.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:28

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Húnbogi: Mér finnst leitt að hafa dottið í þessa gryfju og get engan veginn skýrt það af hverju ég datt ofan í hana Ég veit líka að það sem Hudson og Perkings sögðu í þætti Egils í gær hefur heyrst áður bæði niður á Austurvelli, Ráðhústorgi og miklu víðar. Reyndar líka hér á blogginu.

Ég er ekki frá því að ég hafi a.m.k. ýjað að sumu sem þeir sögðu hér á mínu bloggi en ég fagna því að fá þetta staðfest af þrautreyndum sérfræðingum vegna þess að það eru margir sem hafa viljað ýta öllu því, sem þeir ítrekuðu í þættinum í gær, út af borðinum sem bábiljum og ómarktækum samsæriskenningum.

Ég get ekki betur heyrt og séð að enn ætli jafnvel íslenskir ráðamenn, sem hundsuðu nær allt það sem frá mótmælendum kom, að hundsa það sem þessir sérfræðingar segja. Fjölmiðlar vinna í því með þeim rétt eins og þeir hundsuðu mótmælin í vetur.

Það er sem sagt fyrst og fremst þessi meðvitaða og skilvirka þöggun sem ég er að vekja athygli á. Hún hefur viðgengist lengi en henni verður að linna. Fjölmiðlarnir verða að átta sig á því fyrir hverja þeir eiga að starfa ef þeir vilja standa fyrir frjálsri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í lýðræðisríki.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:48

12 identicon

Skil hvað þú ert að meina. Það er fagnaðarefni að fá virta menn erlendis frá til að segja það sama og við höfum sagt og hugsað og standa með okkur. Það eru aðeins fjölmiðlarnir sem bregðast.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:03

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... það má heldur ekki gleyma því hvernig stjórnmálamennirnir bregðast okkur margfalt og margendurtekið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband