Forgangsverkefni!
5.4.2009 | 15:44
Það sannast alltaf betur og betur hve vanhæf síðasta ríkisstjórn var í raun og veru. Það var því mikið þarfaverk að hrópa hana niður. Áður en lengra er haldið verð ég að taka það fram að sú ríkisstjórn sem tók við af þeirri síðustu hefur staðið sig vel í einhverjum málum en þeir eru jafnhugmyndalega gjaldþrota gagnvart stærsta vandamáli þjóðarinnar og sú á undan.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru mörg verk að vinna í endurreisnarstarfinu eftir niðurrifsstarfssemi undangegninna áratuga. Ég geri mér líka grein fyrir því að það verður ekki unnið á einum degi. Það eru þó forgangsröðunin og áherslurnar sem ég gagnrýni.
Ég er sammála sumu því sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt áherslu á en þó er tvennt sem ég get ekki sætt mig við. Í fyrsta lagi ætti hún að segja samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn upp og senda fulltrúa hans til síns heima og í öðru lagi að setja björgun heimilanna í fyrsta sæti. Ef einhver efast um þessa forgangsröðun ættu þeir að hlusta á erlendu sérfræðingarnir sem komu fram í Silfri Egils í dag.
Þeir fullyrtu að sú forgangsröðun sem íselnskur almenningur líður nú þegar fyrir sé eftir kokkabókum sjóðsins en það líka að hún ætti eftir að leiða okkur inn í miklu verri neyð en þá sem við þekkjum nú þegar. Í mínum eyrum hljómaði það sem þessir sérfræðingar sögðu þannig að í raun væru hugmyndafræði sjóðsins að leiða þjóðina til helvítis í boði stjórnvalda.
Ég trúi því hreinlega ekki að það sé ætlun íslenskra stjórnvalda en þetta undirstrikar það að fulltrúar hennar þurfa nauðsynlega að læra að hlusta! Er þetta ekki einmitt það sem svo margir mótmælendur hafa haldið fram. Fyrst stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hlusta á okkur þá verða þeir að hlusta á sérfræðingana sem komu fram í Silfrinu í dag.
Ég vona líka að þeir læri af þessu og leiti sér ráðgjafar í erfiðum aðstæðum í framtíðinni en ani ekki áfram eins og einhverjir vitleysingjar eins og reyndin hefur verið í mörgum viðbrögðum stjórnvalda á undanförnum áratugum. Stjórnmálamenn sem vilja telja almenningi trú um að þeir séu starfi sínum vaxnir verða hreinlega að vanda sig betur og leita álits sérfræðinga áður en þeir taka afdrifaríkar ákvarðanir.
Kjósendur verða líka að taka ábyrgð í kjörklefunum. Ég trúi því ekki að nokkur treysti sér til að styðja þá til áframhaldandi stjórnmálaþátttöku sem annaðhvort skrifuðu undir samninga af því tagi sem hér um ræðir eða þá sem þora ekki að segja samningum hreinlega upp.
Eftir að hafa hlustað á þá Micheal Hudson og John Perkings þá ætti hverjum sem lætur sér annt um hag íslensku þjóðarinnar að vera það ljóst hve bráðnauðsynlegt það er að segja samningnum sem gerður var við AGS upp og það á stundinni. Við þurfum að snúa okkur að öðru en þeirri gölnu forgangsröðun að setja fjármálastofnanir skilyrðislaust í fyrsta sætið. Við erum líka farin að finna tilfinnanlega fyrir því hvað slík forgangsröðun kostar okkur.
Ég reikna með að ástandið sé þannig í dag að hver einn og einasti Íslendingur þekki einhvern nákominn sem er atvinnuluaus. Allir sem hafa tekið lán standa frammi fyrir því að láninn þeirra hafa hækkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. Hver einn og einasti hefur líka fundið það á eigin pyngju hvernig vöruverðið hefur stigið upp á við á örfáum mánuðum.
Mig langar líka að nota tækifærið og vekja athygli á því sem Jón Helgi Egilsson sagði í Silfrinu um að vaxtastefnan sem hefur viðgengist hér um langan tíma sé í raun þennslustefna eða með öðrum orðum þá stuðli háir vextir að þennslu í stað þess að ráða niðurlögum hennar. Fyrir þessu færði hann líka mjög góð rök. Ég á ekki í miklum vandræðum með að kaupa þetta miðað við efnahagsþróuninni hér á landi á síðustu árum.
Mér sýnist það ljóst að forgangsverkefnin séu þessu: Byrja á því að sparka AGS og setja svo heimilin í fyrsta sætið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er enn í nettu losti eftir silfrið en er hjartanlega sammála þér. IMF er partur af plotti til að blóðmjólka Íslendinga og auðlindir okkar. Ég bara var ekki að trúa því fyrr en nú vegna þess að mér fannst það svo fjarstæðukennt. En þessir mætu menn Hudson og Perkins gerðu það sem mér fannst vera ofsóknaræði mitt að raunverulegri ógn við tilveru okkar. Þetta sýnir að við fólkið í landinu megum ekki lengur leyfa flokksdindlum að stýra efnahag okkar. Eitt af því sem kom fram hjá þeim var að EKKERT land sem hefur fengið „stuðning“ IMF hefur farið vel út úr því. Við þurfum að komast að því hvað gerðist, hverjir bera ábyrgð á því auk bankaglæpamannanna, hverjir högnuðust og hvernig og draga þessa aðila til ábyrgðar. Byggja svo upp nýtt Ísland með nýrri kennitölu. Þe. gildum. Og setja í stjórnarskrá ákvæði sem hindra að glæpamenn geti spilað póker með heila þjóð. Það þýðir ma. að það er ekki hægt að kjósa þá flokka sem eru ábyrgir fyrir landstaumum sl. ár.
Ævar Rafn Kjartansson, 5.4.2009 kl. 16:15
Ég get tekið undir það með þér að vissu leyti en samt finnst mér gott að fá staðfestingu á því að við sem mótmæltum höfðum rétt fyrir okkur. Við höfum mörg haldið þessu fram og nú er það á hreinu. Það er gott! en auðvitað er það sjokkerandi að það versta sem maður gat fengið sig til að trúa upp á frammámenn í íslensku efnahagslífi og stjórnsýslunni er ekki aðeins getgátur heldur satt!!
Ég meina annaðhvort tóku þeir þátt með fullri meðvitund eða þeir eru slíkir hálfvitar að þeir láta bara dingla með sig þegar peningavon er annars vegar. Eru þá tilbúnir að selja foreldra sína og afkomendur með slökkt á heilanum.
Hvort heldur sem er þá verða íslenskir kjósendur að átta sig á þeirri ábyrgð sem þeir bera. Þeir mega nenfilega ekki undir neinum kringumstæðum kjósa þá sem breyttu íslenskum lögum þannig að það sem á undan er gengið varð mögulegt eða skrifuðu undir landráðasamninga; þeir jaðra a.m.k. sumir við það að vera landráð!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:27
Hálfvitar og landráðamenn. Það skiptir engu hversu mikil meðvitund þeirra var. Skaðinn er sami og glæpurinn líka. Þú fyrrir þig ekki morði með því að vera ofurölvi. Glæpurinn er sá sami. Þess vegna fagna ég þess að Eva Joly hafi verið ráðin. Fagna þess að heyra í þessum mönnum í Silfrinu og sannfærist betur og betur um það að það þarf erlenda sérfræðinga til að rannsaka hvað gerðist. Ekki geðþekkan sýslumann úr Borgarfirði sem fékk starf sitt vegna þess að hann var með flokksskírteini frá Framsókn eða Sjálfstæðisflokki.
Ævar Rafn Kjartansson, 5.4.2009 kl. 16:46
Sammála hverju orði!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:50
Ég er algjörlega sammála þér með forgangsverkefnin. Burt með AGS og björgun heimilanna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:34
Það hefur komið mér á óvart að sjá á bloggsíðum í dag hversu margir virðast ekki hafa skilið hvað hefur verið í gangi hér síðustu ár. Hvaðan hélt fólk að peningarnir sem íslensku glæpamennirnir stærðu sig af hefðu komið?:
Af himnum ofan? Vaxið á trjánum?
Hvaðan hélt fólk að peningarnir vegna Kárahnjúkavirkjunar hefðu komið? Hvar hefur Landsvirkjun tekið lán undanfarin ár? Við hverja semur Landsvirkjun sem krefjast þess að orkuverðinu sé haldið leyndu fyrir eigendum orkunnar? Um hvað annað semur Landsvirkjun?
Af hverju hafa stjórnvöld ekki skilgreint hvað eru íslenskar auðlindir og komið þeim sem slíkum í stjórnarskránna sem ævarandi eign þjóðarinnar sem er bannað að taka veð í?
Hvað er utanríkisráðherrann að gera með stöðugu blaðri um stóriðju? Hverjir græða á stóriðju á Íslandi? Ekki Íslendingar! Hlustið á Perkins? Hvað var utanríkisráðherrann ítrekað að leggja leið sín til Austurlanda nær?
Öllum átti að vera það ljóst að peningar voru sendir hingað til lands í þeirri von að "eigendur" þeirra myndu síðar "eignast" eitthvað sem þá langaði í. Því miður þá voru það ekki íslensku glæpamennirnir sem útlendinga langaði að eignast (þeir mega fá þá alla og eilfífar þakkir mínar fyrir ef þeir halda þeim frá Íslandi um alla eilífð). Öllum mátti vera það ljóst að útlendar ríkisstjórnir og útlend stórfyrirtæki notuðu peninga til að búa svo um hnútana að síðar kæmist þau yfir auðlindir Íslands: vatnið, orkuna, fiskinn!
Það sem ég hef furðað mig á síðustu mánuði er hvað heimur sumra fjölmiðlamanna virðist vera lítill: Þeir sóa tíma lands og þjóðar í þjark um hvort skattar verði hækkaðir þegar þeir ættu að leggja sig fram um að halda uppi málefnalegri umræðu um hvort dagar íslenskar þjóðar séu brátt taldir, hvort íslensk menning á sér framtíð, hvort fullveldi Íslands sé á leiðinni á spjöld sögunnar. Skattprósenta skiptir ekki nokkru máli ef íslenskir glæpamenn og handónýtir stjórnmálamenn hafa búið svo um hnútana að Ísland er ekki lengur í höndum Íslendinga.
Nú þegar fólk hefur heyrt í þeim Hudson og Perkins þá er vonandi að það skynji núna og skilji hvaða hætta stafar að okkur vegna útlenda peningamanna: Í hvaða stórhættu íslenskir bankaglæpamenn komu okkur. Hvað var raunverulega að baki fréttatilkynningunum frá bönkunum sem fréttamenn lásu upp eins og um væri að ræða fréttir. Þeir virtust hafa óheftan aðgang að fréttastofum um hvað þeir væru stórkostlegir og frábærir; viðskiptavild, erlendir fjárfestar o.s.frv.
Enn er hægt að telja okkur trú um að þjóðin eigi landið sitt en á hún það? Eða hefur hún enn bara umráðaréttinn yfir því þar til ESB og AGS sækja veðin sín - veðin þeirra íslenskar auðlindir.
Það má ekki líða enn einn dagurinn að stjórnmálamenn sleppi við að svara í smáatriðum:
Hver er staðan?Hver er raunveruleg staða Íslands og Íslendinga?
Hvað á það að þýða að skipa samninganefnd vegna Icesave!? Steingrímur svari því undanbragðalaust!
Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde svari því undanbragðalaust hvernig stóð á því að þau gerðu Icesave að vanda íslensku þjóðarinnar.
Björgólfur Thor og faðir hans eiga sjálfir að semja við lánardrottna sína. Viðskiptavinir þeirra feðga eru ekki lánardrottnar mínir og þínir!
Skuldir einkafyrirtækja eru ekki skuldir íslensku þjóðarinnar og hafa aldrei verið.
Fréttamenn látið stjórnmálamenn segja þjóðinni sannleikann og engar refjar!
Fyrirgefðu, hörkuna í máli mínu - en það eru 20 dagar til kosninga og við erum ekki að fara að kjósa til fjögurra ára að þessu sinni heldur um framtíð okkar, framtíð landsins og í þetta sinn eru þetta ekki inntóm orð - heldur þá ískaldi veruleiki að alls er óvíst að Ísland sé íslenskt mikið lengur!
Helga (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:16
Rakel það er málið:
Byrja á því að sparka AGS og setja svo heimilin í fyrsta sætið!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:39
Já og Helga það er komin tími til þess að umræðan fari að komast á það stig að almenningur skilji hvað er um að vera hér.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:40
Er afar stoltur af því eftir fréttir dagsins úr Silfrinu að nefna það að Borgarahreyfingin ein framboða tekur alveg skýra afstöðu gegn greiðslu erlendra skulda ótengdar ríkinu og yfirráðum AGS!
http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/
Baldvin Jónsson, 5.4.2009 kl. 23:53
Helga: Ég þakka þér þitt skorinorta og skelegga innlegg! Þú þarft sko alls ekki að afsaka hörkuna í því. Mér er reyndar heiður af því að þú skulir bæta þessu við færsluna mína.
Það er nefnilega mikil alvara á ferðum en það eru alltof fáir sem „nenna“ að átta sig á því! Það er hins vegar lífsnauðsynlegt að fólk geri það nú þegar því annars þurfum við að taka fram búsáhöldin okkar aftur en við vitum að á meðan þjóðin lemur potta og pönnur er hægt að gera endanlega út um framtíð þessa lands með einu pennastriki. Það má ekki gerast og þess vegna verða allir kjósendur að taka ábyrgð í kjörklefunum.
Jóna og Jakobína: Takk fyrir innlit og innlegg.
Baldvin: Þú veist að ég þykist vera komin að niðurstöðu. Með hverjum deginum sem líður þá styrkist ég í þeirri trú að hún sé rétt þó ég hafi ekkert voðalega hátt um hana hérna
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:09
Já Rakel, enda ertu afar vel upplýst manneskja og hefur leitast við að sækja upplýsingar.
Það er hins vegar gott að skerpa á þessum málum fyrir öll hin, sem enn hafa ekki skoðað málin til hlýtar.
Baldvin Jónsson, 6.4.2009 kl. 00:15
Já spörkum AGS og skellum okkur í annað álíka batterí ESB. Vanhæf síðasta ríkisstjórn, virkar nú ekki hæfari sem nú situr og varla furða. samfylkingin í þeim báðum :)
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:29
Baldvin: Mikið rétt
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:33
Hafþór: Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki fylgjandi inngöngu inn í ESB. Ég er hins vegar sammála því að Samfylkingin sem flokkur hefur dæmt sig úr leik. Ég ætla að leyfa mér að segja það hér að mér sýnist að flokkurinn þurfi að fara í alvarlega ormahreinsun. Að henni lokinni væri möguleiki að skoða það hvort hann er á vetur setjandi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:37
Tillagan um ormahreinsun Samfylkingarinnar er góð, sem og annað hér að ofan. Innlegg Helgu frábært.
Hlédís, 6.4.2009 kl. 12:54
Enda akvað ég að vekja frekari athygli á því með að birta það í sérstakri færslu!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:08
Undirrituð ætlar að birta allt sem hefur upplifað frá Flokks-DO-klíkunni. sl. 20 ár. Býr ekki í Tailandi - svo þarf að skaffa LÍF-VERÐI fyrst!
Hlédís, 6.4.2009 kl. 21:40
Þú leyfir mér að fylgjast með
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 21:51
Þú missir ekki af því, Rakel! Erfiðast er að velja lífverðina. Þetta er svo spillt lið - að engin venjuleg manneskju gerir sér það í hugarlund.
Hlédís, 6.4.2009 kl. 22:16
Tell me about it
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.