Borgarafundur um stöðu innflytjenda í samfélaginu á krepputímum
17.3.2009 | 16:57
Núna á fimmtudagskvöldið verður enn einn borgarafundurinn haldinn hér á Akureryri. Hann hefst kl. 20:00 og fer fram í Deiglunni. Öllum fulltrúum í bæjarstjórn svo og þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið að venju. Efni fundarins að þessu sinni er staða innflytjenda í samfélaginu á tímum sem þessum sem við stöndum nú frammi fyrir. Eftirfarandi er auglýsing á fundinum:
Er Ísland bara fyrir Íslendinga?
Rambar þjóðin á barmi fasisma? Hefur viðmót Íslendinga í garð útlendinga breyst eftir efnahagashrun? Finna útlendingar búsettir á Íslandi fyrir óvild í sinn garð? Eru margir útlendingar í efnahagsfjötrum á Íslandi?
Borgarafundur í Deiglunni fimmtudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00 -22:00
Framsaga:
Héðinn Björnsson, Íslendingur
Sigurður Kistinsson, dósent við Háskólann á Akureyri
Radek B. Dudziak, starfsmaður Alþjóðastofu
Pallborð
Paul Nikolov, varaþingmaður VG
Ágúst Torfi Hauksson,framkvæmdastjóri Brims
Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar
Fundarstjóri verður Björn Þorláksson.
![]() |
Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög þörf umræða. Reynsla nágrannalandanna er ekki góð hvað þessu viðkemur. Því þurfum við að ræða og fræðast til að forðast sömu mistökin. Gott framtak og gangi ykkur vel.
Gunnar Skúli Ármannsson, 17.3.2009 kl. 22:00
Takk Gunnar! Ég vona að þetta verði góður fundur og að einhverjir mæti. Það er ljóst að ástandið sem efnahagshrunið olli í samfélaginu hefur margar hliðar og vert að skoða þær allar. Ekki gera fjölmiðlar það þannig að það erum fólk eins og við sem reynum að vekja fólk til meðvitundar um þessar margþættu hliðar þess.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:13
Þetta eru mál sem þarf að ræða og of er lítið fjallað um á Íslandi.
Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 00:12
Ég bæti við að reynsla nágrannalandanna er ekki slæm eins og Gunnar segir og er ekkert annað en hræðsluáróður, kemur því ekki á óvart að sjá á síðu hans í hvaða flokki hann er meðlimur.
Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 00:16
Það er rétt Hilmar að það þarf að ræða þessi mál. Það verður spennandi að heyra hvað kemur fram á þessum fundi. Ég vona að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir verði duglegir að fjölmenna á fundinn til að gera umræðurnar í kjölfar framsagnanna líflegri og svo auðvitað aðrir sem hafa skoðun og þekkingu á þessum málum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:23
Ég vona auðvitað að sem flestir mæti og óska ykkur velfarnaðar.
Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 00:26
Takk, takk
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 00:49
Sæll Hilmar, ég hef nú lítinn hug á að fara að munnhöggvast við þig en get þó ekki orða bundist.
Skilgreiningin á fordómum er að dæma hóp manna út frá reynslu sinni af nokkrum einstaklingum í hópnum.
T.d. ef maður rekst á einn leiðinlegan skrifstofumann þá álykti maður að allir skrifstofumenn séu leiðinlegir. Ekkert í stefnu Frjálslynda flokksins er tengt kynþáttahatri. Lestu stefnuna sjálfur. Aftur á móti hafa nokkrir einstaklingar sett sínar persónulegu skoðanir ofar stefnunni. Af þessum þremur er einn farinn aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Hinir tveir náðu engum framgangi á Landsþingi okkar um síðustu helgi. Þar vegur þyngst framganga þeirra í málum útlendinga. Því er augljóst að frjálslyndir upp til hópa hafa ekki sömu stefnu og þeir í málefnum útlendinga.
Hræðsluáróður segir þú. Ég bjó 9 ár í Svíþjóð. Málefni innflytjenda þar eru ekki góð. Því er reynsla þeirra ekki góð. Því legg ég mikla áheyrslu á að við lendum ekki í sama farinu og Svíar.
Svíar hafa gefið innflytjendum kost á því að búa í gettóum. Svíum hefur þótt það ágætt því þá hafa þeir verið lausir við þá í sínum hverfum. Dæmi eru um það í 8 húsa götu hafi húsverð lækkað ef "rangir" nýbúar flytja í götuna. Gallinn við gettóin er að nýbúinn lærir ekki sænsku. Konan mín er kennari og hún kynntist 3 kynslóðar nýbúum sem voru ótalandi á sænsku. Slíkir einstaklingar eiga enga möguleika í sænsku þjóðfélagi.
Nú þegar er farið að bera á gettóum á Íslandi. Við verðum að vinna gegn því. Við verðum að tryggja íslensku kennslu svo nýbúar standi betur að vígi. Þetta er þeim mun mikilvægara í atvinnuleysi. Ég tel að við verðum að skylda íslenska ríkið að kenna nýbúum íslensku því þeir hópast oft saman á sama vinnustað og tala þá mest við landa sína.
Hugsa, horfa og framkvæma svo sagði Lalli smíðakennari alltaf. Það sama til þín.
Gunnar Skúli Ármannsson, 18.3.2009 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.