Við höldum áfram með borgarafundina

Heimilin á hrakhólum

Eins og einhverjir vita þá var borgarafundur hérna fyrir norðan um síðustu helgi. Ég ætlaði endilega að segja eitthvað frá honum hér en það hefur dregist. Það er þó ekki öll von úti enn um að ég láti verða af því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það verður gaman að fá Steingrím. Endilega spyrjið hann um leynimakkið í kring um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hann komst ekki! Hinir voru fínir og tveir fantagóðir. Því miður voru ALLTOF fáir mættir. Ég er eiginlega orðlaus. Ég trúi því ekki að fólk ætli bara að fara að sofa núna þegar það er orðið ljóst hvernig þetta stendur allt saman.

Ætlar fólk bara að samþykkja hvernig er búið að fara með það og hvernig stendur til að fara með það? Ég meina er fólki alveg sama? Tilbúið að láta bjóða sér hvað sem er? Eða er fólk virkilega enn að ná þessu heim og saman: „Lánveitendur eiga eftir að taka húsin yfir til að greiða landráðin!“

Það komu þarna fram mjög góðar hugmyndir um það hvernig ætti að bjarga heimilinum en fundurinn varð aldrei það sem hann hafði alla burði í að verða miðað við pallborðið því það mættu svo fáir. Reyndar komu þeir sem mættu með nokkrar mjög, mjög góðar spurningar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.2.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl, til hamingju með framtakið og vonandi hefur verið gaman hjá ykkur. Endilega að segja okkur frá þessum fundi, við bíðum öll í ofvæni eftir útfarartilkynningu verðtryggingarinnar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.2.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg Gunnar Skúli og Tryggvi. Flott vakningarkveðja hjá þér Tryggvi. Vona að þeir sem telja hag landsbyggðarinnar best borgið hjá sjallaböllunum séu vaknaðir! Upplalningin þín ætti a.m.k. að duga fyrir Akureyringana!

Gunnar Skúli þarf að heyra í þér og segja þér meira...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband