Er það einhverjum vafa undirorpið!?

Ég tek undir með svo mörgum sem hafa kvartað sáran undan því hvernig núverandi ástand fer með sálarlífið. Daglega heyrir maður fréttir af spillingu og ranglæti. Spillingu sem setti Ísland á hausinn og því reginranglæti að ENGIN er látin sæta ábyrgð! Þvílíkar fréttir reyna svo sannarlega á sálarþrekið!

Í dag rakst ég inn á bloggið hans Egils Helgasonar og las m.a. þetta:

Undanfarna daga hef ég fengið margar ábendingar um að Straumur standi í vafasömum gjaldeyrisviðskiptum sem valda því að erlendur gjaldeyrir berst ekki til landsins. [...]

Björgólfar láta sér ekki nægja að eiga stóran þátt í því að setja Ísland á hausinn, því að skuldsetja fullorðna, börn og gamalmenni, heldur nota þeir sér líka neyðarástandið sem nú ríkir og koma í veg fyrir að þjóðin geti rétt úr kútnum með hækkandi gengi krónunnar.

Fyrst ég kemst upp með þaðÍ framhaldinu birtir hann tilvitnanir í margar ábendingar sem honum hafa borist um þetta. Þær bera allar að sama brunni. Straumur fjárfestingarbanki er að stunda gjaldeyrisviðskipti fram hjá Seðlabankanum! Heldur einhver að Björgólfarnir geti þetta án þess að nokur taki eftir því?

Farið inn á bloggið hans Egils og lesið um þá sem eru svo siðlausir að þeir hafa smekk fyrir að nota ástandið, sem þeir settu þjóðina í með græðgi sinni, til að græða enn meira. Takið sérstaklega eftir því hver það er sem leyfir þeim að komast upp með það!

Er skrýtið þó útlendingar líti á íslenska fyrirtækjaeigendur með ríkið í broddi fylkingar sem ótínda glæpamenn!

Ég orka ekki að segja meira í biliShocking


mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki bara að kalla þá "Björgúlfa"??

Jón Sigurjónsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er svo skemmtilega tvíbent nafn að það er ekki hægt að komast hjá öðru en brosa. Takk fyrir að gefa mér tilefni til þess

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:02

3 identicon

Að setja afturvirk lög er bannað skilst mér - að frysta/leggja hald á eigur sem ekki eru settar að veði má gera lögtak í ef veð dugar ekki til og æði oft verður einstaklingurinn gjaldþrota. Björgólfur sagði hreint út að þótt eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu reiknaðar niður helming myndu þær samt duga fyrir skuldunum.

Núna eigum við að borga 130 milljarða. Hann er sagður eignalaus - ég vona að þið fyrirgefið mér - en - ef ég ætti West Ham - Vesturbrún 22 - væri ég bara elsku sáttur - ef ég ætti verðmæti á borð við Straum ofl. væri ég kanski ekki eins sáttur og myndi reyna að losa mig við þæreignir. En að standa þannig að málum að almenningur verði að greiða 130 milljarða á sama tíma og sá sem sendi þennan reikning - óumbeðið og fyrir enga vöru eða þjónustu - hefur gífurlega fjármuni á milli handanna ( ef rétt reynist )er sóðaskapur. Með son við hliðina ásér sem er ríkasti maður Íslandssögunnar. Undir þessum kringumstæðum á að setjalög ( afturvikr ) sem ná til allra eigna viðkomandi aðila. Henn getur ekki sent okkur svona reikning í skjóli þess að aðrar eignir séu persónulegar eignir sem komi rekstrinum ekkert við. Allt á borðið - m.a. West Ham og Straum.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 02:03

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann er ljótur þessi gæi á myndinni hjá þér. Vonandi ekki frændi þinn

Sjálf er ég hund þreitt og pirruð og reið og fúl og geðvond og uppreisnargjörn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.1.2009 kl. 02:55

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þannig að þú ákvaðst að fá smá útrás með að stríða mér á því hvort myndin af Björgþjófi sýndi frænda minn Þér fyrirgefst það svona af því að það ert þú

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:04

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er endalaust.............ég finn bara fyrir þreytu enda búin að lesa mér til óbóta um spillingu og vanhæfi. En við verðum að halda áfram annað er ekki í boði.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Hómdís Bíta á jaxlinn og halda áfram að móast þannig mjökumst við í átt að markmiðinu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 20:47

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir með Jakobínu..svona spilling gerir mig UPPREISNARGJARNA OG SVO REIÐA AÐ MIG LANGAR AÐ......

Það verður fjör á austurvelli á þriðjudaginn...vá hvað ég ætla að æpa hátt á þessa aumingja sem eru núna að drattast til vinnu eftir mánðarlangt jólafrí ...og þjóðin ein úti í kuldanum og enginn að gera neitt til að hjálpa henni. Vitleysingar og fávitar!!!!

 Sko... svona tala öskureiðar konur!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 21:28

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið megið alveg láta reiði ykkar gagnvart spillingunni í ljós hérna Ég deili henni svo sannarlega með ykkur! Verst að maður geti ekki breytt henni í storm sem feykir þessum siðspillingaröflum sem hafa lagt íslenska þjóðarbúið undir sig langt í burtu þannig að þau geti aldrei snúið aftur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Stelpur, þið eru flottar. Með ykkur við stjórnvölin í uppbyggunni þá óttast ég ekkert, nema ef vera skyldi meira uppvask hjá mér eftir kaffið og kökurnar sem ég ætla þá að baka handa ykkur.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú meinar! Svo það er alvöru lúxus handan við byltinguna líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2009 kl. 00:20

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega! Menn verða að hafa e-ð að bíta og brenna eins og sagt er. Hlakka til.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband