Mótmælafundir víða um land!

Núna um helgina verður mótmælt miklu víðar á landinu en í Reykjavík. Auk mótmælafundarins þar eru slíkir fundir einning boðaðir á: Akureyri, Ísafirði, Selfossi og  í Mývatnssveit en þar er mótmælt í fyrsta skipti þessa helgi. 

Á þessari bloggsíðu segir að í upphafi fundarins, sem haldinn verður í Mývatnssveit, muni gefast „kostur á að kasta (gúmmí)skóm í táknmynd spillingarinnar, hugleysis og vesældóms ráðamanna.  Losa um reiðina.“ Það er virkilega ánægjulegt að sjá að Mývetningar skuli ætla að slá sér í hóp þeirra sem mótmæla ólíðandi spillingu íslenskra banka-, auð- og stjórnmálamanna

Þeir gera það líka svo sannarlega með eftirtektarverðum og táknrænum hætt. Smugan birtir eftirfarandi tilkynningu frá þeim í dag: „Við erum persónur, hópur, heild sem Íslendingar. Á þeim forsendum og á þeim lýðræðislega rétti sem okkur er gefin, hafa nokkrir einstaklingar ákveðið að efna til mótmælastöðu 17. jan. í okkar heimabyggð í Mývatnssveit.“ Það er líka fjallað um þessi mótmæli og víðar á landinuá mbl.is

Mótmælin á Ísafirði og Selfossi eru hafa fest sig í sessi og greinilegt að á báðum stöðum er afar kraftmikið og dugandi fólk. Dáist mest að Selfyssingum fyrir að bera kúamykju á lóð Landbankans þar í bæ. Sennilega óvarlegt að treysta honum fyrir stærri ávöxtun...

Hér á Akureyri eru mótmælin með hefðbundnum hætti. Mæting við Samkomuhúsið kl. 15:00 og ganga þaðan inn á Ráðhústorg. Að þessu sinni beinast mótmælin einkum að niðurskurðinum í menntakerfinu. Ræðumenn verða væntanlega tveir: Þeir munu fjalla um niðurskurðinn en ekki síður leggja áherslu á mikilvægi menntunar. Af þessu tilefni stóð til að koma skilaboðum um gönguna til sem flestra framhaldsskóla- og háskólanemenda hér í bænum.

Formaður nemendaráðs Háskólann á Akureyri hafði frumkvæði af því að dreifa auglýsingunni til samstúdenta sinna. Þar sem haustannarpróf standa nú yfir í öðrum framhaldsskólanum ákváðu tveir nemendur hans að senda fjölpóst til skólasystkina sinna og tryggja þannig að tilkynning um fundinn næði til allra. Í  hinum var aftur á móti bannað að hengja upp auglýsingu um mótmælin. Sjá nánar þessa frétt á Smugunni
Tek undir það (Myndin er fengin að láni úr Fréttablaðinu frá 12. des. 2008)


mbl.is Mótmælin halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var búin að frétta auglýsingabanninu í háskólanum. Valdhafarnir eru hræddir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við gefumst ekkert upp

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bann við auglýsingum vekja oft meiri athygli en ella og getur vakið upp enn meiri andspyrnu

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha..má ekki hengja upp tilkynningu um friðsamleg mótmæli gegn niðurskurði í menntakerfinju ...í skólanum??? Er gott að hafa svona "víðsýnan" skólastjóra þarna fyrir norðan??

Mótmæelin eru að eflast um allt land..vona að mætingin verði hrikalega góð alls staðar og svo mótmæelum við OG förum í verkfall á mánudaginn þegar alþingi verður sett. Skömm að sjá liðið trítla beint úr kirkjunni yfir á alþingi...best að útbúa fyrir þau spjöld sem á stendur..þú skalt ekki ljúga og þú skalt ekki stela. Og eitt stórt sem á stendur þú skalt heiðra þína þjóð og setja hag hennar ofar þínum eigin !!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef ekkert frétt um auglýsingabann í háskólanum hér en nemandi sem spurði eftir leyfi til að hengja upp auglýsingu um mótmælin í sínum framhaldsskóla fékk ekki til þess leyfi.

Tek annars undir með ykkur báðum valdhafarnir eru hræddir. Ég held að þeir séu skíthræddir! Mér finnst fréttir af aðgerðum lögreglu á Neiinu og Smugunni sýna það og sanna. Þó þessar aðgerðir minni mig mjög á títtnefnt einelti þá gefumst við ekki upp. Magnar frekar upp í mér baráttuandann ef eitthvað er!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Sigrún!

Katrín, því miður held ég að þessi framhaldsskóli hér fyrir norðan sé ekki eini framhaldsskólinn á landinu sem hefur gengist undir það að banna allan „pólitískan áróður“ innan sinna veggja. Vonandi verður þetta atvik til að vekja athygli á því að umræða um lýðræðið og annað sem lýtur að íslensku samfélagi ætti að vera sjálfsögð í skólum jafnt og annars staðar í þjóðfélaginu.

Eitt af hlutverkum skólanna er að undirbúa nemendur í að verða virkra borgara í lýðræðissamfélagi. Það markmið næst auðvitað ekki með því að banna alla samfélagsumræðu innan veggja hans.

Flott slagorð sem ættu að fara á spjöld!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Annars eru háskólastúdentar loksins að vakna og hafa nú stofnað bandalag..Öskra heitir það og boðar komu sína í baráttuna fyrir réttlætinu. Erlendis hafa stúdendtar oftast leitt andóf gegn ranglátum valdhöfum en á íslandi er eitthvað skrítið í gangi. Kannski eru menntastofnanirnar bara upeldisstöðvar fyrir þæga þjóðfélagsþræla eða eitthvað...maður spyr sig allavega hvernig svona mikill ótti og þýlyndi getur orðið til á svona litlu landi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 22:56

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski árangurrík uppeldisstefna hafi skilað þessari geðdeyfð Rakst einmitt á frétt um þetta bandalag í HÍ. Jey!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband