Borgarar boðaðir til fundar á Akureyri

Grasrótarsamtökin, Bylting fíflanna, boða til fundar á Akureyri annað kvöld (14. janúar) kl. 20:00. Áætlað er að fundurinn standi til kl. 22:00. Fundurinn er haldinn á efstu hæð gamla Barnaskólans sem heitir núna Rósenborg. 

Í tilkynningu frá fundarstjóra segir: „Rætt verður um nánari skilgreiningu á Byltingu fíflanna auk þess sem þverpólitísk breiðfylking sem er að myndast um allt landið verður kynnt.

Núverandi skilgreining á Byltingu fíflanna er að að vera vettvangur þar sem fólk getur hist og leitað lausna án þess að tengja sig við nein samtök. Það er ágætt ef fólk sem vill taka til máls er búið að íhuga sitt mál fyrirfram til að fá fram málefnalega umræðu sem leiðir til skýrrar niðurstöðu. Vonumst til að sjá sem flesta! Bylting fíflanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband