Aðeins þakklæti

Frá bankahruninu síðastliðið haust hef ég leitað athvarfs í blogginu. Ég hef fengið útrás hér í tvennum skilningi. Ég hef fengið útrás fyrir alls kyns neikvæðar tilfinningar sem hafa leitað á hugann vegna þess sem mig grunar að hafi leitt þjóð mína inn í þann kolsvarta veruleika sem við erum nú stödd í. Ég hef líka fengið útrás fyrir skoðanir mínar og vangaveltur um það sem er að gerast úti í samfélaginu og þannig hlíft þeim sem ég umgengst. Fæstir þeirra hafa nefnilega nokkurn áhuga á því að ræða um það sem heyrir undir pólitík.

Bloggið mitt hefur dugað mér vel til þessarar útrásar og verið ein af leiðum mínum til geðræktar líka. Það hefur reyndar virkað mun betur til þess en mig grunaði í upphafi. Þar skipta bloggararnir sem ég hef kynnst í gegnum þessi skrif mestu máli. Ég hef eignast ótrúlega marga góða vini hérna sem halda mér upplýstri, gefa mér hvatningu, ljós, kraft, kjark og síðast en ekki síst hugmyndir.

Kannski var það einhver þeirra sem benti Jóni Karli Stefánssyni á skrif mín. Ég veit það ekki. Hann hafði samband á dögunum og útkoman út úr því er að núna hefur hann birt eina af þeim greinum sem ég hef birt hérna á blogginu. Þá sem ég er stoltust af. Þessa um baráttu góðs og ills. Það voru skrif tveggja bloggvina minna sem áttu einkum þátt í að blása mér henni í brjóst. Þeirra er beggja getið í greininni.

Skrif mín eru að sjálfsögðu samspil margra þátta en þáttur bloggvina minna er stór. Þess vegna brýt ég oddinn af ótta mínum við að vera væmin og þakka ykkar þátt í að fylla mig þeim eldmóði og kjarki sem liggur að baki mörgum bloggpistla minna. Án ykkar hefði þessi vettvangur heldur aldrei orðið mér það sem hann hefur orðið í reynd.

Mig langar til að þakka öllum þeim, sem hafa hvatt mig áfram til að skrifa á þessum vettvangi, alveg sérstaklega fyrir þeirra þátt.
Þakklæti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þetta.  Frábær grein.

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Þessi þakkarfærsla hljómar pínulítið eins og kveðjuræða. Vonandi ertu samt ekkert að hætta!! Greinin þín um baráttuna er góð.

Hallmundur Kristinsson, 12.1.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk bæði

Hallmundur: Ég get hvorki svarað þér já eða nei Stundum veit ég nefnilega varla hvað ég er búin að koma mér út í... en nei ætli ég hætti alveg. Vonandi tekst mér þó að draga seglin eitthvað saman því ég þarf að gefa mér tóm til ýmislegs annars. M.a. launavinnunnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til að taka af allan vafa langar mig til að bæta því við að þetta var ekki hugsað sem kveðjuræða heldur þakkarræða. Mér finnst það nenfilega ómetanlegt að hafa fengist að kynnast svona mörgum sem hugsa eins og ég og fá þetta tækifæri til að deila skoðunum mínum með þeim.

Mér fannst það gott tækifæri að koma þessu á framfæri um leið og ég montaði mig pínu af birtingu Eggjarinnar á bloggpistlinum mínum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel þakka þér fyrir pistilinn. Ég skyldi hann ekki sem kveðjuræðu því ég veit að þú er ekkert að gefast upp. Það er kominn tími á að við bloggarar, óánægjuraddir, mótmælendur, fundarhaldarar, kverúlantar, skríll, anarkistar, landsbyggðarfólk, litlir stjórnmálaflokkar, gamlar ömmur, ungar barnafjölskyldur förum að bera saman þræði okkar og tryggja þjóðinni lýðveldi, lýðræði.

Ég tek þakklæti þitt til mín enda alltaf að rífa kjaft á blogginu. Og hafð þú mitt þakklæti fyrir skrif þín.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hugmyndin af þessari grein komst líka í framkvæmd af því sem ég las á blogginu hjá þér. Hún hefði sennilega aldrei orðið það sem hún er nema út af því sem þú settir á bloggið þitt um „orðið á götunni“. Þú mátt því til með að taka góða sneið af þakklætinu til þín

Það er rétt hjá þér að ég er ekki að gefast upp. Ég er þvert á móti að springa núna en er að reyna að skipuleggja hugsanir mínar. Það eru alltaf margir pistlar í mótun. Sumir komast niður á blað en aðrir sennilega aldrei.

Það er líka margt annað í mótun. Hugmyndir um að taka þátt í mótunarstarfi sem mér hefur verið boðið að taka þátt í með fleirum. Og svei mér þá ef mig grunar ekki að leirinn sé upphaflega kominn frá þér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Þetta er líka það sem ég hef gert, fór að blogga núna í haust fyrir alvöru, það hefur bókstaflega haldið í mér lífinu að geta látið skoðanir mínar í ljós hér, og látið stjórnmálamennina heyra það. Kærar þakkir fyrir þessi skrif.

Sigurveig Eysteins, 13.1.2009 kl. 04:55

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætla nú að byrja á því að játa að ég er ekki par hissa á að greinarnar þínar séu birtar hér og þar því þær eru svo fantagóðar og þú frábær penni og skýrt hugsandi kona og góð mannsekja sem er auðvitað aðalatriðið. Og svo vil ég óska þér til hamingju

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 14:57

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka ykkur báðum og Katrín þú manst að þú berð ábyrgð á því að ég skráði mig hérna inn í upphafinu Það ber þess vegna engin eins mikla ábyrgð á því að ég byrjaði að birta þessar stílæfingar mínar hér. Þú átt þess vegna að taka þér alveg sérstaklega stóra þakklætissneið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband