Það verður líka mótmælt á Akureyri á morgun

Að venju verður safnast saman við Samkomuhúsið og gengið þaðan inn á Ráðhústorg. Í tilkynningu frá Guðrúnu Þórs ítrekar hún að það sé greinilegt að það sé „full ástæða til“ að halda mótmælunum áfram. Ég tek undir það með henni.

Ég var í Reykjavík yfir áramótin og tók m.a. þátt í mótmælaaðgerðunum á Austurvelli. Ég er enn svolítið sjokkeruð eftir að ég sá fólkið sem var úðað. Ég varð aldrei vitni af því ofbeldi sem réttlætir slíkar ofbeldisaðgerðir lögreglu. Eftir að ég kom heim þá er ég búin að skoða á vefnum myndbönd og myndir sem voru tekin á vettvangi. Ég hef líka lesið frásagnir Birgittu Jónsdóttur, Heiðu B. Heiðarsdóttir og Helga Jóhanns Haukssonar sem voru miklu nær þungamiðju mótmælanna en ég.

Þetta rennir allt stoðum undir mína upplifun af því sem þarna átti sér stað. Það er sorglegt að sjá að ríkisstjórnin sem við viljum að viðurkenni mistök sín í efnahagsstjórn landsins skuli ofbeldisvæða lögregluna gegn þeim sem hafa kjark og þor til að reyna koma skoðunum sínum á framfæri við hana. Ég ætla að enda þessa færslu á nokkrum myndum sem ég tók upp við sjúkrabílana þennan dag.

Ég er samt hrædd um að þær nái ekki að skila því tilfinningalega áfalli sem ég varð fyrir af því að horfa upp á venjulega borgara sárkvalda. Mér finnst sorglegast að vita að þeir voru  sprautaðir af lögreglumönnum sem finnst háreysti og mannfjöldi réttlæta notkun stórhættulegra efna!
Venjulegir borgarar úðaðir 

Sviðinn af úðanum er greinilega rosalegur!

Kvalinn eftir úðann

Í raun verð ég svo sorgmædd og reið þegar ég fer í gegnum þessar myndir aftur að ég treysti mér ekki til að skrifa meira. Langar samt til að koma því áleiðis hvað ég finn mikið til með þeim sem þurfa að líða líkaamlegar þjáningar ofan á þær andlegu. Fyrir mér var það meira en nóg að horfa upp á andlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Ég hélt ró minni samt en nú hef ég orðið vitni af líkamlegu ofbeldi sem er beitt til að verja þá sem eru sekir um að stefna andlegu og efnahagslegur öryggi mínu, og a.m.k. einhvers hluta þjóðarinnar..., í voða! Skilja ráðamenn ekki að ofbeldi kallar á ofbeldi? Eru þeir að biðja um slíkt? Viðbúnaðurinn benti a.m.k. til þess að þeir bjuggust við miklu meiru en raunin varð...
Viðbúnaður á við mörg þúsund manna ofbeldisfull mótmæliAð mínu viti misreikna þeir þolinmæði og þolgæði mótmælenda. Við erum í þessari baráttu til að sigra hana. Við vitum að þolinmæði og þolgæði er allt sem þarf! Ofbeldi er baráttutæki hinna hræddu og mér sýnist það sannast á því sem ég varð vitni að þennan dag! Þeir sem kynna sér atburðarrás hans sjá það jafnvel og ég að það var lögreglan sem átti upptökin og ég reikna með að yfirboðari þeirra hafi gefið út leyfi fyrir því!


mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki bætir úr skák að sjálfstæðismenn voru mættir þarna og ógnuðu fólki og reyndu að hleypa mótmælunum upp í óeyrðir. Það er myndskeið af því á mbl. Vona að þið fáið ofbeldislaus mótmæli þarna fyrir norðan.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég mæti á morgun. Og ofbeldislaus að sjálfsögðu.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ertu á sterkum lyfjum eða hvað ertu svona einföld að taka mark að fólki sem er að hvetja til ofbeldis ?????? Því miður hefur Lögreglan ekki gert nóg til að stoppa þessi skírslæti .

Ég lenti í því að verða gasaður upp í Norlingarholti þegar ég var að koma úr kaffi þá sáust þið ekki á á blogginu  til styðja Atvinnubilstjóra enda senilegast ekki nógu töff

Jón Rúnar Ipsen, 2.1.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mótmælendur eiga heiður skilinn fyrir að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag.  Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá í veisluboði og glasaglaum. 

Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytta kryddsíld.  Spurning hvort ætlunin hafi verið að ögra fólki.  Ekki er hægt að sjá á myndu að mótmælendur hafi farið með ofbeldi. 

Því er en sérstakara þegar forstjóri 365 (einn af helstu skósveinum útrásarliðsins og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra) krefst þess að lögreglan sýni mótmælendum fulla hörku í fréttum í gærkveldi, en gat síðan ekki sýnt annað en sviðnar snúrur, vasahníf notaðan við tilraun til að spenna upp glugga og rispu á kinn á starfsmanni, máli sínu til stuðnings um að meðal mótmælenda væru ofbeldisfullir glæpamenn.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gangi ykkur vel, ég mæti á Austurvöll á morgun.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2009 kl. 00:22

6 identicon

Sjáumst !

Már (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að heyra að þið eruð áfram einbeitt í mótmælunum Það er ekki spurning að þar er af nógu að taka og greinilega mikilvægt að almenningur haldi vöku sinni og reyni í leiðinni að vekja nátttröllslega valdhafanna upp úr siðspillingardáinu.

Jón Rúnar: Ég treysti mér ekki til að svara þér almennilega því ég átta mig illa á um hvað þú ert að tala og hvernig þú færð það út úr mínum skrifum að ég sé að hvetja til ofbeldis. Auk þess finnst mér athugasemd þín í byrjun dónaleg og fráhrindandi og ekki þessleg að þú sést að kalla eftir samræðum sem ég hef enga löngun til að blanda mér inn í.

Langar þó til að bæta því hér við að ég dáðist að samstöðu vöruflutningabílstjóra sl. vor. Varði málstað þeirra meira segja í einhverjum tilfellum en var ekki byrjuð að blogga á þessum tíma.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband