Betra að skattleggja sjúka en fullfrískt hálaunafólk

Þetta er auðvitað með ólíkindum! Hvað ætlar þetta lið að verða sér út um marga vanhæfnisstimpla áður en yfir lýkur! Ég skrifaði um það hér að mér sýndist að þjóðin ætti í baráttu við ill öfl. Mér finnst fréttir um hækkun á allri almennri þjónustu í þeim tilgangi að afla ríkinu tekna í stað hátekjuskatts  réttlæta slíka ályktun.

Nú hefur verið lagt fram frumvarp um að taka upp komugjald á sjúkrahúsum sem ég geri ráð fyrir að sé til að stuðla að því að þau geti rekið sig meira sjálf. Með þessu móti er gert ráð fyrir að ríkið hagnist um 360 milljónir. Nú væri forvitnilegt að vita hvað hátekjuskattur hefði skilað miklum tekjum inn í ríkissjóð. Það eina sem við vitum um þá tölu er að Ingibjörg Sólrún sagði hana táknræna.

Fullkomin sorg

Mér finnst það reyndar afar táknrænt að hafna hátekjuskatti á sama tíma og það stendur til að taka upp komugjald á sjúkrahúsum. Ég get eiginlega ekki tekið svona öfugsnúnum vinnubrögðum öðruvísi en sem táknrænum sölusamningi við hið illa. Spurning hvort það er þá við hæfi að enda þessa færslu með orðum eins og: Ég bið allt það góða í heiminum að hjálpa íslenskri þjóð áður en það illa sem hefur hana á valdi sínu núna nær að hirða af henni allt og murka úr henni lífsviljann!


mbl.is Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Samfylkingin hagar sér algjörlega andstætt stefnu um jöfnuð. Ég er mjög hneyksluð á henni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.12.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála! Samfylkingin er svo samstíga Sjálfstæðisflokknum að maður er hættur að sjá mun á þessum flokkum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2008 kl. 07:19

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er ótrúlegt ,en það má svo sem segja að hátekjumennirnir séu fársjúkir á snn hátt. Þess vegna mætti leggja einhverja sjúklingaskatta á þá fyrst Solla vill ekki kalla það hátekjuskatt.

Haraldur Bjarnason, 16.12.2008 kl. 09:24

4 identicon

Þessi komugjöld eru fáránleg, ég get varla orðað grun minn um hvað þetta mun þýða fyrir marga sem þurfa á bráðahjálp að halda. Samfylkingin er svo glötuð orðin að orðið fyrirlitning er það eina sem kemur í hugan þegar minnst er á hana. Orðin uppreisn og bylting koma æ oftar upp í hugann, ég skil ekkert í því.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband