Baráttan er bara rétt hafin!

Ég vildi að græðgin og systir hennar spillingin færu í jólafrí! En það virðist engin von til þess. Þær eru búnar að vaða svoleiðis yfir þjóðina á skítugum gaddaskónum á undanförnum vikum þannig að hún liggur eftir í sárum. Systurnar eru þó ekki hættar enn og á meðan þetta viðgengst þá höldum við áfram að mótmæla. Því við megum ekki við neinu öðru!
Barátta er bara rétt hafin Ég fagna fjölbreytninni í mótmælaaðgerðum íbúa höfuðborgarsvæðisins en furða mig alltaf meir og meir á þeim sem segja ekki neitt. Ég held að ég sé búin að missa álitið á öllum forystumönnum þjóðarinnar. Enginn þeirra hefur sýnt þann manndóm og þá samkennd að stíga fram og segja nokkurn skapaðan hlut í sambandi við þá aðför sem hefur verið gerð að afkomumöguleikum íslenskra þjóðfélagsþegna. Þeir hafa haft til þess rúmar tíu vikur! og nú eru að koma jól... Þeir hafa greinilega einhverju allt öðru að sinna en því að standa vörð um hagsmuni almennings!

Þjóðin, íslenskur almenningur, er þó ekki af baki dottin. Við berjumst! Við styðjum réttlætið! Við höfum séð framan í þær systur græðgina og siðspillinguna og við þurfum að losna við þær sem allra, allra fyrst. Við ætlum að hafa þær undir, binda þær og kefla og helst eyða þeim báðum í eldi. Hvernig sem fer þá vitum við að réttlætið er okkar megin þannig að sigurinn verður okkar áður en yfir lýkur!

Baráttan er bara rétt að hefjast!

Viðbót: Flottar myndir frá mótmælunum fyrir framan Stjórnarráðið í dag á Smugunni.


mbl.is Óvenjuleg mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það koma svona stundir þar sem ég fæ bara alveg nóg! Líður eins og þetta sé vonlaust verk...

En svo fýkur í mig aftur og ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara akkúrat eins og þú segir.. Baráttan er rétt að byrja

Heiða B. Heiðars, 15.12.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Heidi Strand

Það verður mótmælajól á meðan græðgispúkanna á eru að háma í sig svínakjötið.

Heidi Strand, 15.12.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Heidi Strand

Það var eitt á sem átti ekki að vera.

Heidi Strand, 15.12.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sýður á mér eftir fréttir dagsins og eftir Kompás-þáttinn en þið unnuð á mér kraftaverk og fenguð mig til að brosa Takk fyrir það

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:02

5 identicon

Baráttan hefst af alvöru eftir jól þegar hrunið fer að bíta af meiri krafti en við finnum fyrir í dag. Þá fyrst fer fólk að átta sig á landráðunum og þá fyrst fá stjórnvöld að finna til tevatnsins.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband