Græðgismanía

Flestir í kringum mig hafa einhverja skoðun á bankahruninu en margir eru svo sjokkeraðir að ég hef ekki náð að átta mig á því hvað þeim finnst eða hvað mér á að finnast um það sem þeir segja að þeim finnist. Svo er það hópur sem ætlar bara ekkert að horfast í augu við það sem gerðist eða afleiðingar þess. Sennilega kemst ekkert okkar hjá því að rekast á afleiðingarnar fyrr eða síðar...

PeningafjallÞeir eru líka margir sem eru enn í losti. Kannski svolítið langt lost í ljósi þess að hrunið átti sér stað fyrir rúmum tíu vikum en svona er þetta nú samt. Eða hvernig á að túlka viðbrögð fólks sem er enn að spyrja sig að því hvernig þetta gat gerst og hvað varð um alla peningana?

Kannski er lengd áfallsins ekkert svo mikil miðað við stærðargráðu þess sem olli því. Svo eru alltaf að bætast við fleiri og fleiri atriði sem valda jafnvel nýju sjokki ofan í það gamla. Þeir sem hafa upplifað alvarleg áföll í lífinu finna það sennilega greinilega á sjálfum sér og sjá það á öðrum í kringum sig að við erum langflest meira og minna í losti enn þá. Áfallið sem við göngum í gegnum núna er að því leyti óvenjulegt og sérstakt að stöðugt bætist við það sem hrinti okkur út í það.

Sögur af spillingu og græðgi, ekki bara auðmannanna, heldur sögur af krosstengslum, mútum, yfirhylmingum og auðgunarbrotum meðal þeirra og hinna sem áttu að hafa eftirlit með þeim, íslensku efnahagslífi almennt svo og stöðu krónunnar. Ég rakst á nýjustu söguna um spillingu og græðgi meðal þingmannananna á blogginu hjá Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur í gær og í dag sá ég hana svo aftur í einni athugasemdinni á blogginu hans Arinbjarnar Kúlds. Þar eru allar persónurnar i sögunni nafngreindar.

Þar er ekki bara nafn Davíðs dregið fram en hann er sagður halda öllu samfélaginu í járngreipum vegna allar vitneskjunnar sem hann býr yfir um spillingu hinna. Hver hefur ánetjast henni og hvernig. Það má svo spyrja sig hvaða stigi spillingin hefur náð hjá Seðalbankastjóranum sjálfum? Hann situr nefnilega í einu æðsta embætti landsins fyrir hönd þjóðarinnar en notar það sem hann á að fylgjast með í eigin þágu; kannski Hannes fái einhverja hagnaðarmola af því líka... og gleymir svo algerlega þeim hagsmunum sem hann þiggur laun fyrir að verja?

Má til með að enda á meinlegu nótunum í þetta skiptið og benda á að ég held að það sé búið að skipta Gróu á Leiti út fyrir Dabba í HoltiShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef marka má fréttaveitu götunnar er meirihluti þingmanna spilltur og Davíð notar það til þess að halda þeim í skefjum.

Þetta er skrautlegra en nokkur reyfari.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En hvað með þetta þá,...er ekki útséð um að það fari fram alvöru rannsókn sem nær þangað sem hún þarf og á að ná???

Nú hefur Alþingi samþykkti lög um rannsóknarnefnd á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.
 
Ljóst er að þingmenn ætla ekki að láta rannsaka tengsl stjórnvalda og bankanna, 
 
því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið."
 
 
Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka!!!!!
 
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar  stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna. 
 
Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
 
 
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum.
 
Þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki ?
 
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html

Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er gott að geta samið bara lögin sjálfur og fríað sig síðan af því að hafa brotið þau þegar þau eru hönnuð með það að markmiði að keyra fram hjá afglöpum og misferli ráðamanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er útlit fyrir að það sé margt bogið á æðstu stöðum. Eitt sem ég tók eftir í því sem ég vísa til er hverjir þar eru taldir upp. Það vekur mér ákveðna tortryggni. Valgerður, Árni Matt. og Guðlaugur eru t.d. ekki taldin upp og það skal enginn segja mér að þetta fólk sé saklaust. Davíð er svo örugglega sekur um fleira en safna kjaftasögum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 07:01

5 identicon

MAnni verið bara bumbult af lesningunni.  Sefur svona lið vel á nóttunni?  Nú þarf ég bara að tala Dabba til og höfða til hans betri manns og fá hann til að létta þessu af sér, þ.e. þessum upplýsingum.

María Sigrún (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

María Sigrún: Ég vona að þú náir til hans!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:56

7 identicon

Eitthvað segir mér að við sjáum rétt í toppinn á ísjakanum. 90% eða meira er enn neðansjávar.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband