Tekur Ísland við sem helsta glæpanýlenda heimsins?
22.11.2008 | 03:54
Ég var að rekast á fréttina sem hér fer á eftir inni á visi.is Fréttin er um það að yfirmaður fjármálaeftirlitsins þar í landi hafi sagt af sér eftir að upp komst um píramídasvindl sem hefur kostað fjölmarga Kólumbíumenn mörg hundruð milljónir bandaríkjadala. Forseti landsins, Alvaro Uribe, hefur líka beðið þjóðina afsökunar á að hafa ekki gripið inn í málið fyrr.
Einhvern tímann stóð ég í þeirri meiningu að Kólumbía væri þekkt fyrir spillingu þar sem þætti sjálfsagt að komast upp með auðgunarbrot af ýmsu tagi án þess að nokkur þyrfti að sæta ábyrgð. Eftir lestur eftirfarandi fréttar, sem ég ákvað að birta að mestu leyti alla, vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort Ísland sé næsta Kólumbía í heiminum
Yfirmaður fjármálaeftirlits Kólumbíu segir af sér
[...] Til óeirða hefur komið í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, síðustu daga vegna málsins.
Lögregla lokaði skrifstofum pýramída- fyrirtæksins fyrr í vikunni vegna ásakana um að svik væru í tafli og að um peningaþvætti væri að ræða fyrir eiturlyfjabaróna og FARC skæruliða. Um tvö hundruð þúsund manns í Kólumbíu og nágrannalöndum sitja eftir með sárt ennið og hafa tapað um tvö hundruð milljónum bandaríkjadala.
Yfirmaður kólumbíska fjármálaeftirlitsins sagði af sér vegna málsins og Alvaro Uribe, forseti, baðst afsökunar á að hafa ekki brugðist við fyrr þó tapið þarna væri langt frá því jafn mikið og milljarða dala tapið vegna íslenska bankahrunsins. Uribe segir að þeir sem hafi tapað fái bætur. [leturbreytingar mínar]
Stofnandinn, David Murcia, var handtekinn í Panama og framseldur til Kólumbíu í gær. Hann segist saklaus.
Það kemur reyndar fram í lok fréttarinnar að óeirðinar í höfuðborg landsins stafi af því að almenningur þar í landi telji að ráðamenn hafi logið sökum upp á Murcia og gangi eitthvað annað til en vernda hagsmuni þjóðarinnar. Ég er að sjálfsögðu ekki í aðstöðu til að dæma neitt um það.
Það sem vekur hins vegar athygli mína er að Jónasinn þeirra í Kólumbíu er látinn fjúka og Ólafurinn þeirra talar til þjóðarinnar. Staða hans er sennilega einhvað önnur en sýndarforsetans okkar þar sem forseti Kólumbíu getur gefið loforð eins og það sem ég feitletraði inni í fréttinni. Það sem vekur mér svo mestrar forvitni er það hvort loforð Uribe fái einhverjar efndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Facebook
Athugasemdir
Nú er verið að endurskipuleggja eignir þjóðarinnar og hvað heldur þú að það þýði. Það er verið að koma þeim í "réttar hendur". Forstjóri fjármálaeftirlits í felum. Forsætisráðherra kemur fram á sviðið sem búktalari hernaðarsérfræðingsins. Það er ekki von góðu, mætum á mótmæli
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:30
Græðgina er erfitt að hemja þegar hún er einu sinni komin af stað.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:54
Kreppa er kjörið landslag til að koma eignunum í réttar hendur eða þannig Það sem ég óttast mest er að talsmenn græðgisvæðingarinnar blómstri nú sem aldrei fyrr þannig að nú færast eigirnar á enn færri hendur í skjóli afleiðinganna af efnahagshruninu. En hverjir nýta sér slíkar aðstæður? Eru það ekki bara ótíndir glæpamenn? Hverjir ráða líka hernaðarsérfræðing til að leysa úr þeim málum sem blasa núna við þjóðinni? Mitt svar er að það eru alveg örugglega ekki þeir sem ætla að verja hag heillar þjóðar. Það eru þeir sem setja sinn eigin hag ofar öllu öðru. Já, Jakobína við verðum að mótmæla þessu hátt og skýrt! Það verður að kveða fylgjendur græðginnar niður og setja mannauð ofar auðvaldi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:18
Draumur Vladimirs Zhirinofskys er að rætast!
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:02
Landið er kannski orðin glæpanýlenda án þess að við vitum af því! Sbr. hringrás fjármagnsins og dvöl rússnesku auðmannannaklíkunnar hér á landi
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.