Fasistalýðræði!

Er þetta orð til? Ef svo er hefur það þá merkingu? Ég þarf sennilega ekki að spyrja því við Íslendingar erum svo sannarlega að kynnast einhverjum stjórnarháttum sem kennd eru við lýðræði en birtingarmynd þess er í svo hróplegri mótsögn við upphaflega merkingu þess að það verður að finna upp nýtt hugtak. Mér sýnist fasistalýðræði eiga vel við vegna þess að þar er búið að spyrða saman í eitt áhöfnina sem við búum við og hugmyndafræðina sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar reyna að telja öðrum trú um að hún starfi eftir.

Hverjum öðrum en hreinræktuðum fasistum dytti í hug að ráða til sín hernaðarsérfræðing til aðstoðar við þær aðstæður sem bankahrunið kallaði yfir okkur. Í lýðræðisríki hefðu hópur færustu efnahags- og krísusérfræðinga verið kallaðir til. Sérfræðingar með hreinan skjöld en íslensk stjórnvöld ráða einn mann sem hefur vafasaman starfsferil að baki. Ráðin sem hann gefur undirstrika hverjar hugmyndir hans um framkomu stjórnvalda og lýðræðislega stjórnarhætti eru.

geir.pngOfbeldið sem hann mælir með er augljóst að á ekkert skylt við framkomu stjórnvalda í lýðræðis- ríki. Það eru ekki hagsmunir almennings sem hann mælir með að skuli verja enda var hann örugglega ekki ráðin með það í huga að þeir skyldu hafðir í fyrirrúmi. Það er ímynd forsætis- ráðherra og klíkubræðra hans sem átti að verja fyrst og fremst. Ráð hernaðarsérfræðingsins eru: Hagaðu þér eins og staðfastur herforingi fyrstu daganna eftir valdaránið. Þú setur nefið upp í loft og verð þá sem hafa komið þér þangað sem þú ert kominn með þegjandalegum yfirlætissvip. Þú sýnir yfirvegað vald þitt og segir þeim sem vilja skipta sér af einfaldlega að halda kjafti!

Þetta er a.m.k. skilningur minn á því sem fram kemur í fréttinni sem ég tengi þessari færslu. Nú segi ég ekki lengur að það sé lífsnauðsynlegt að losna við þessa spilltu hroka- og græðgisgikki. Það er hreinlega lífsspursmál að endurreisa lýðræðið! Til þess að það megi verða þá verður að hreinsa ærlega til fyrst!


mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég get ekki skilið að fréttin sé komin frá honum þvert á móti. Í raun er fréttin öll frekar loðin en miðað við þær upplýsingar sem þar koma fram þá er e.t.v. komin fram einhver skýring á framkomu a.m.k. forsætisráðherra í fjölmiðlum frá þjóðnýtingunni. Framkoma hans við fjölmiðlamenn og hrokinn sem lekur af honum þegar hann birtist í viðtölum hefur verið með ólíkindum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 03:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óskammfeilni yfirvalda er algjör. Við skattborgarar erum að greiða þessum hernaðarsérfræðingi kaup fyrir að aðstoða forsætisráðherra við að ljúga að okkur. Þetta er eins og farsi og speglar vel lítilsvirðingu forsætisráðherra gagnvar almenningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband