Stórfrétt!

Smugan sem er nýtt vefrit opnaði í dag. Mér líst vel á þennan nýja fréttamiðil en neðangreind frétt þeirra vekur mér bjartsýni. Nú lít ég morgundaginn bjartari augum!

Vantraust á ríkisstjórn?

Stjórnarandstaða í þreifingum

smugan 20.11.2008 Klukkan 23:07  Fréttir

Samkvæmt heimildum Smugunnar hafa stjórnarandstöðuflokkarnir rætt saman undanfarna daga um möguleikann á því að flytja tillögu um vantraust á ríkisstjórnina, sem allra fyrst. Hugsanlegt er að vantrauststillaga komi fram á Alþingi strax á morgun. Verði slík vantrauststillaga flutt er lagt til að þing verði rofið innan tíðar og kosningar til Alþingis verði á fyrstu mánuðum næsta árs, ekki í vor eins og margir, þar á meðal þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa lagt til undanfarna daga og vikur. Heimildir Smugunnar herma að atburðir síðustu daga í ríkisstjórn og Seðlabanka hafi ýtt undir þreifingar um að slík tillaga yrði flutt fyrr en seinna. Ekki er vitað til þess að haft hafi verið samráð við óánægjuöfl innan Samfylkingarinnar við undirbúning að því að lagt yrði fram vantraust á ríkisstjórnina.


mbl.is smugan.is hefur göngu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður fróðlegt og spennandi.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það verður spennandi að horfa á framvindu þessa máls. Nær meirihluta ef einhverjir í stjórnarflokkunum greiða tillögunni fylgi. Skyldi einhver þora? Það er orðið vafasamt að fylgja ríkisstjórninni jafnvel fyrir þingmenn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég efast ekki um að það eru margir sem geta tekið undir með þér Þórdís. Ég fagna því einfaldlega að stjórnarandstaðan ætli loksins að flytja vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Mér finnst hins vegar sérstakt að hún hafi ekki komið strax í byrjun október.

Ég neita því ekki að ég velti því fyrir mér hvað eigi að taka við og viðurkenni að það eru ekki margir sólskínandi möguleikar í spilunum. Hins vegar finnst mér það svo mikilvægt að losa okkur við spilltu hrokagikkina í núverandi ríkisstjórn að ég er tilbúin til að styðja það að henni sé vísað frá þó framtíðin sé í ósvissu. Hvað tekur við svo verð ég bara að láta framtíðinni eftir að leiða í ljós.

Kannski væri þjóðstjórn góður kostur en ég er ekki viss. Þeir eru orðnir svo vanir að stjórna í Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru líka búnir að koma sínum mönnum svo víða fyrir í áhrifastöðum úti í þjóðfélaginu að ég óttast að þeir muni alltaf vera í lykilstöðu hvernig sem þeir kæmu að stjórnendaborðinu. Þess vegna tel ég kosningar vera besta kostinn. 

Það er enginn stjórnarandstöðuflokkurinn búinn að standa sig framúrskarandi vel en þó einn þó betur en hinir. Ég hef alltaf haft þá reglu að velja flokk sem ég treysti best af þeim sem í boði eru til að koma að stjórn landsins fremur en skila auðu. Það að skila auðu er ákveðin yfirlýsing en hún leggur því ekki lið að það sem mér líst best á komist í stjórnina sem verður óhjákvæmilega að mynda að kosningunum loknum.

Mikið þætti mér samt gaman að fá að heyra einkunnina sem þú gefur ríkisstjórnarflokkunum. Þér tekst nefnilega oftt að orða hlutina svo snilldarlega! Fæ kannski að heyra hana hjá þér í heyrandahljóði við tækifæri

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband