Hverjir vilja nýjar kosningar?
15.11.2008 | 01:36
Ég vil nýjar kosningar og a.m.k. 4435 aðrir sem eru búnir að skrá sig á kjosa.is Ég held reyndar að þeir séu miklu fleiri en þessi tala segir til um. En af hverju eru þá ekki fleiri á þessum lista? Kannski er það vegna þess að þeir vita ekki af honum. Ef það er tilfellið er ástæða til að kynna hann betur.
Ég er sammála þeim forsendum sem settar eru i aðdraganda undirskriftarinnar og skrifaði þess vegna hiklaust undir. Þetta er textinn:
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.
Í lýðræðisþjóðfélagi er það aðeins hægt með kosningum til Alþingis og myndun ríkisstjórnar byggða á þeim meirihluta sem þá nær saman eða þjóðstjórn fái enginn flokkur skýrt umboð kjósenda.
Ég rita nafn mitt hér á þennan lista til stuðnings kröfu um að efnt verði til kosninga til Alþingis eins fljótt og mögulegt er.
Þeir sem skrifa undir geta ráðið því hvort nafn þeirra verður opinbert á síðunni. Einnig er hægt að skrifa greinargerð um leið og skrifað er undir. Þær eru flestar á sömu nótum: Núverandi ríkisstjórn er rúin trausti!
______________________
Es: Neðst á síðunni kjosa.is er þessi kynning á þeim sem standa að söfnun undirskriftanna:
Að þessari söfnun standa engin pólítísk samtök, hagsmunasamtök, hópar né félög. Ekki er stefnan að þessi undirskriftasöfnun sé vettvangur framapots og því engra einstaklinga getið umfram þá sem skrá nöfn sín undir yfirlýsingu listans.
Framkvæmdin er sprottin út frá almennum umræðum í þjóðfélaginu og lánuðu eigendur lénsis það góðfúslega til þessarar söfnunar undirskrifta.
Þeir sem vilja ljá verkefninu lið geta helst gert það með því að koma slóðinni á framfæri á póstlistum eða með auglýsingum. Framtakið þiggur það með þökkum.
Eins og fram kemur í yfirlýsingu er markmiðið aðeins að hvetja stjórnvöld að efna til Alþinginskosninga hið fyrsta.
Til að forðast allan misskilning er kannski rétt að benda á að þessi undirskriftalisti tengist hugsanlegri stofnun Framfaraflokksins ekki neitt.
Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:28 | Facebook
Athugasemdir
Nú af hverju ertu þá að tengja bloggið við fréttina ?
Varðandi kosningar. Hvað heldur fólk að mundi ske ef við færum í kosningar núna ?
Púff sem betur fer eru ekki nema um 5000 manns svo vitlausir að ljá þessum lista nafnið sitt.
Það væri það ábyrðarlausasta sem hægt væri að gera , að setja okkur út í kosnigar núna, Ok í vor, næsta haust þegar búð er að vinna úr þessari vitleysu.
Vera á jörðini !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 07:47
Áhyggjuefni hverjir eru að "vinna okkur úr þessu" með hverju klúðrinu á fætur öðru. Og á meðan verja þeir sig með því að setja valda menn í hverja stöðu. Sjálfstæðismenn eru að raða í kringum sig tindátum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 09:37
Birgir: Ég hef mestar áhyggjur af því hvað gerist ef þeir sem sitja í stjórn núna tekst að sannfæra sjálfa sig um það að þeir hafi umboð þjóðarinnar til að sitja þar áfram. Það slær enginn núverandi ríkisstjórn við í ábyrgðarleysi. Mér sýnist þú líka vera á svipaðri skoðun og ég þar sem þú stingur upp á kosningum næsta vor.
Ég er nógu jarðtengd til að átta mig á því að ef ríkisstjórnin víkur núna þá er hæpið að það sé hægt að efna til kosninga fyrr en næsta vor. Spurningunni um það af hverju ég notaði frétt um Framfaraflokkinn til að vekja athygli á þessum undirskriftarlista finnst mér svara sér nokkuð sjálf.
Fréttin fjallar um nýjan flokk sem hefur í hyggju að bjóða sig fram til alþingiskosninga og undirskriftarlistinn kjosa.is þarfnast kynningar.
Jakobína: Já, það er ekki að ástæðulausu sem maður óskar þjóðinni alls annars en núverandi ástands og í raun aukast áhyggjur mínar jafnt og þétt. Blaðamannafundurinn í gær var eitt þeirra tilefna sem jók þær verulega.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:20
Þetta eru 3 % kjósenda... það þarf 5% til að ná manni á þing á landsvísu.. þetta eru klén viðbrögð, eiginlega merkilega klén.
Þú ert kannski á leið í framboð með Framfaraflokknum og Sturlu Jóns ??
Það hefur ekki talist gáfulegt fram að þessu að skipta um hest í miðri á... sérstaklega þegar þú veist ekkert um hestinn sem í boði er.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.11.2008 kl. 12:20
Það er einhver misskilningur að ég hafi verið að mæla með Framfaraflokknum. Það er heldur ekkert víst að af stofnum hans verði en ég treysti hvorki til dæma framboðið fyrr en meira hefur komið í ljós um það.
Ég er sammála þér að það er í raun merkilegt að þeir séu ekki fleiri sem eru búnir að skrá sig inn á kjosa.is en þeim fjölgar meira nú en vikunni áður en ég skrifaði þessa færslu. Er þó ekki að þakka mér einni að vekja athygli á þessum undirskriftarlista.
Það er bráðnauðsynlegt að skipta um hest í þessari á sem við erum í núna vegna þess að áin er straumhörð með afbrigðum en hesturinn gersamlega gagnlaus við að koma okkur á þurrt! Ef hesturinn er blindur, heyrnarlaus og viljalaus er það ekkert nema sjálfseyðingarhvöt sem gæti hindrað skynsaman hestamann að skipta um hest við þessar aðstæður.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.