Kannski verður stofnaður nýr kvennalisti

Í lok fréttarinnar sem ég tengi þessari færslu segir Steingrímur J. Sigfússon að hann leggi „áherslu á að konur [verði] að vera fullgildir þátttekendur í uppbyggingu nýja Íslands.“ Í því samhengi langar mig til að vekja athygli á fundi sem verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík annað kvöld.

Hópur sem kallar sig Neyðarstjórn kvenna stendur að honum. Ég tók eftirfarandi um þennan hóp af síðu sem aðstandendur hans hafa stofnað inni á Facebook: Hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.

Hópurinn er opinn öllum íslenskum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.

Þessi hópur hefur sem sagt boðað til fundar í fyrramálið (3. nóvember) undir yfirskriftinni: Hugarflæðisfundur Neyðarstjórnar kvenna. Fundurinn fer fram í stofu 131A í Háskólanum í Reykjavík og er áætlað að hann standi frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Um fundinn segir í auglýsingunni (hún er líka inni á Facebook): Fundur þar sem allar konur eru velkomnar til að ræða málin og velta upp hugmyndum um hvernig hægt er að skapa hér réttlátara samfélag.

 


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Konur hafa ekki völd án karlmanna, þannig hafa þær komið ár sinni fyrir.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... og öfugt því á bak við valdamikinn karl er kona/-ur sem sér um öll praktísku atriðin

Hins vegar verð ég að taka undir það að konur mættu standa betur saman. Karlarnir gera það með því að mynda alls konar klíkur og félög þangað sem þeir leita sér stuðnings. Þeirra aðferð til að tryggja sér völd eru mér reyndar ekki fyllilega að skapi en ég tek undir það að konur mættu þó styðja hver aðra betur oft og tíðum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það voru ekki mín orð að flokkurinn yrði lokaður körlum. Það er að segja ef slíkur flokkur verður stofnaður. Hins vegar er greinilegt miðað við umræðurnar í samfélaginu að margir eiga í erfiðleikum með að styðja einhvern þeirra flokka sem nú eru í framboði. Margir hafa líka bent á að það vantaði fleiri konur í íslenska pólitík því þeirra hugmyndir og aðferðir væru nauðsynlegt mótvægi við það sem hefur orðið ofan í íslenskri pólitík. Ég er sammála því og vildi þess vegna vekja athygli á þessum fundi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski rétt að ég bendi líka á það sem ég hef heyrt í þessu sambandi en það er að byrja í grasrótinni. Þetta er þess vegna upphaf til að komast að því hvort það er e.t.v. grundvöllur til að stofna nýjan flokk í framhaldi af því sem kemur fram í þessum hópi. Ef af stofnun flokks verður þá verður hann ekki lokaður flokkur. Þ.e.a.s. flokkurinn verður opinn báðum kynjum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Rakel: Nei ekki annan kvennalista, við þurfum síst á annarri Ingibjörgu að halda.

Magnús Jónsson, 2.11.2008 kl. 16:15

6 identicon

áður en lengra er haldið væri rétt að ganga á fund Sígríðar Dúnu, Ingibjargar Gísla, Guðrúnar Jónsd. og fleiri til að spyrja út í reynslu þeirra af kvennaframboðinu og hverju það skilaði. 

101 (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Magnús: Það er greinilega erfitt að gera öllum til hæfis enda getur vel verið að þú sést ánægður með flokkakerfið, kosningabatteríið, stjórnkerfið og samfélagið yfirleitt.

101: Það er alveg eins hægt að spyrja hvaða einstakling sem hefur verið í framboði um hans reynslu að því starfi sem fer fram í hans flokki. Kvennaframboðið sem slíkt hafði meðal annars þau áhrif í íslenskum stjórnmálum að konum fjölgaði á þeim vettvangi. Það þarf ekkert að ónáða þessar konur til að fá það upp á yfirborðið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 19:29

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Skelfing verða karlmenn alltaf hræddir þegar konur ákveða að tala saman! Þetta er góð hugmynd, en kannski ekki á besta tíma fyrir þær sem enn hafa vinnu.

María Kristjánsdóttir, 2.11.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að taka af mér ómakið og benda á þetta

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel þetta er áhugavert framtak. Ég væri alveg tilbúin til þess að taka þátt í einhverju svona verkefni. Ég hef verið líka að velta fyrir mér hvot ekki sé lag núna að stofna fjölmiðil. Fullt af atvinnulausu hæflileikafólki að losna brátt úr vinnu. Skildi ekki almenningur bara fagna litlu blaði. Svona blað á kvenlegum nótum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:15

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað er erfitt við þennan tíma. Er þetta ekki í kvöld?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:16

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Ég er nærri því barnalega spennt af eftirvæntingu yfir því að sjá hvað kemur út úr þessu. Reyndar ekki bara þessum fundi heldur þeim grasrótarsamtökum sem er verið að stofna vítt og breitt í samfélaginu. Maður á kannsi ekki að viðurkenna að maður sé svona barnalegur að kunna að hlakka til jafnvel á myrkum tímum

Það er þetta með kvenlegu nóturnar ætli þær séu ekki margar afar mannlegar þegar upp er staðið þar sem ég reikna með að þeir sem standa að t.d. Vikunni og Nýju lífi telji sig einmitt vera að höfða til kvenna í efnisvali þar. Ég er samt nokkuð viss um að þú ert ekki að tala um blaðamennsku af því tagi.

Ég tók þennan tíma eftir tilkynningu sem ég fékk á Facebook um þennan fund. Ég tók ekki eftir neinu athugaverðu við tímasetninguna fyrr en ég las hann yfir áður en ég vistaði færsluna. Hugsaði einmitt að þetta stæði eins og þetta ætti að vera fyrir hádegi. En það er rétt hjá þér hann er í kvöld!

Þegar ég skoðaði auglýsinguna betur stendur nefnilega p.m. fyrir aftan þessa tímasetninguna Ég ætla reyndar að laga tímann núna þannig að það fari ekkert á milli mála að fundurinn er í kvöld.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:25

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jakobína mér finnst endilega að þú ættir að drífa þig. Ég hef lesið skrifin þín á blogginu þínu og finnst að þú eigir fullt erindi auk þess sem hópnum væri mikill fengur af manneskju eins og þér. Ég kemst því miður ekki út af landfræðilegum ástæðum en er áhangandi grasrótarsamtökum sem eru að verða til hérna á Akureyri.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:30

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rakel það eru margir kraftmiklir hugar sem ólga nú af yfirflæði hugmynda og eru að leita að vettvangi fyrir hugmyndir sínar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:51

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona bara að þeir finni sér vettvang og fái tækifæri til að láta til sín taka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband