Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis

nyirtimar.pngÞað hafa margir lagst á eitt við að undirbúa göngu þjóðarinnar til lýðræðis nú um helgina. Núna verða það ekki bara íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis sem fá tækifæri til að taka þátt heldur Norðlendingar, Vestfirðingar og sennilega Austfirðingar líka.

Hugmyndin er að fólk safnist saman í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði á saman tíma sem er laugardagurinn (25. okt) kl. 16:00. Ég hef ekki upplýsingar um það hvar á að safnast saman á Ísafirði né Seyðisfirði eða hvert verður gengið en mér hefur skilist að þar sé líka verið að skipuleggja kyndilgöngu eins og þá sem á að fara fram á Akureyri og í Reykjavík. 

Í Reykjavík á að hittast á Austurvelli kl. 16:00 n.k. laukardag og ganga að ráðherrabústaðnum. Sjá nánar hér en á Akureyri á að hittast við Samkomuhúsið (sem er hús Leikfélags Akureyrar) á sama tíma og ganga að Ráðhústorgi.

Orðsending þeirra sem standa að þessum aðgerðum eru eftirfarandi: „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis. Við skulum hittast og sýna fram á að við höfum rödd, sýna hvert öðru samhyggð, sýna að við stöndum saman og finna að við erum ekki ein - við finnum til. Krafan er einföld og þverpólitísk, rjúfum þögn ráðamanna!

Það er líka greinilegt af upptalningu þeirra sem eiga að taka til máls á Austurvelli að það eru margir sem finna sig knúna til að láta í sér heyra og freista þess að ráðamenn þjóðarinnar taki mark á kröfum okkar: „Meðal þeirra sem taka munu til máls á Austurvelli eru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýrsson, Jóhannes Gunnarsson, Óli Palli útvarpsmaður, rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson, Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason ásamt Eddu Björgvinsdóttur og Bryndísi Schram. Þá koma ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna að mótmælunum ásamt Stúdentaráði.“ (Tekið af visir.is)

Vona að þeir sem hafa verið að berjast við  kjánahroll gagnvart mótmælum hvers konar drífi sig í að þroskast upp úr slíkum barnaskap og komi og sláist í hópinn um helgina. Það þarf enginn að mæta með mótmælaspjald nema hann vilji en kyndlar eru mjög vel séðir.

Aðalatriðið er auðvitað að við sýnum samstöðu sem þjóð og minnum ráðamenn landsins á að við búum í lýðræðisríki. Kannski tekst þjóðinni líka að endurheimta sjálfsvirðingu sína í leiðinni. Því fleiri sem við verðum þeim mun líklegra er að okkur takist að vekja athygli á því að okkur stendur alls ekki á sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Amen. Þú getur bókað að ég verð á staðnum. Með myndavélina á lofti til að halda gönguni lifandi á vefnum.

Stöndum Saman.

Johann Trast Palmason, 24.10.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott mál Vona bara að þeir sem eiga að bera ábyrgð á tölum yfir þátttakendur verði heiðarlegri að þessu sinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband