Eignatilfærsluvopn fjármálaaflanna

Af viðbrögðum Más Guðmundssonar, sem var skipaður áfram í seðlabankastjóraembættið á dögunum, má ráða að fjármálöflin gleðjast yfir blessun EFTA-dómsstólsins yfir verðtryggingunni. Eins og áður hefur verið bent á hér er vart nokkrum blöðum um það að fletta að Már Guðmundsson var og er talsmaður fulltrúa einkabanka og hrægammasjóða.

Þetta kom m.a. fram í samtali hans við fréttastofu Bylgjunnar í hádeginu þar sem hann sagðist: „anda léttar nú enda hafi í álitinu verið eytt ákveðinni óvissu sem snúi að fjármálastöðugleika.“ (sjá hér). Má finnst sjálfssagt að gefa út skuldabréf með veði í þjóðinni til að mæta kröfum vegna Icesave og erlendra kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna.
Verðtryggingin þjónar hagsmunum fjármálaaflanna

Hins vegar er það útilokað að hans mati að koma á móts við meirihluta þjóðarinnar og bæta lífskjör þeirra með því að fella niður verðtrygginguna. Hann virðist þar af leiðandi algjörlega lokaður fyrir því að gefa út skuldabréf til að bjarga almenningi eins og Ólafur Margeirsson hefur lagt til. Ólafur bendir á:

[...] ríkissjóður og Seðlabanki Íslands geta skrifað niður eins margar krónur niður á blað og þeim lystir og búið þær til með því einu að stimpla nokkrar tölur inn í tölvu. Þetta var t.d. gert „í massavís“ árið 2008 þegar Seðlabankinn fékk aukið eigið fé „frá“ ríkissjóði upp á 270 milljarða í formi ríkisskuldabréfs (ríkissjóður fékk í staðinn ástarbréf bankanna). [...]

Hið sama yrði upp á teningnum ef ríkissjóður þyrfti að redda t.d. Íbúðalánasjóði út úr sínu gjaldþroti [...] vegna ólögmæti verðtryggingar. Ríkissjóður gæti að sama skapi búið til eins margar krónur og hann vildi ef það þyrfti t.d. að bjarga bankastofnunum frá eiginfjárvandræðum vegna ólögmæti verðtryggingar á neytendalánum.
(sjá hér)

Ólafur Margeirsson hélt því fram í tilvitnaðri grein „að það yrði blessun fyrir íslenskt efnahagslíf ef verðtrygging á neytendalánum yrði dæmd ólögleg“. Már Guðmundsson er of upptekinn af hagsmunum erlendra kröfuhafa til að koma auga á það.
Liðsmenn fjármálaaflanna verja hagsmuni þeirra með síauknum álögum á lamenning

Í ljósi þess hverjir skipuðu hann (sjá hér) og í ljósi þess að fulltrúar allra þingflokka þögðu (að Ögmundi Jónassyni einum undanskildum) má telja víst að allir fulltrúar kjósenda á Alþingi eru honum sammála varðandi það að hagsmunir fjármálaaflanna skuli alltaf njóta forgangs! Af því tilefni er við hæfi að draga þá ályktun: að aldrei hefur verið jafn dimmt yfir því að uppgjör við hrunið náist fram!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rakel, ekki vera svona svartsýn.

Það á enn eftir að svara mikilvægustu spurningunni:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/28/spurningum_um_ologmaeti_enn_osvarad/

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2014 kl. 22:06

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef þú lítur nákvæmar á það sem ég skrifaði þá sérðu væntanlega að ályktun mín er ekki beinlínis tengd niðurstöðu EFTA-dómstólsins heldur því að jafnt sjórnarandstöðu- og stjórnarflokkarnir styðja þá forgangsröðun Más Guðmundssonar að hagsmundir fjármálaaflanna séu hafðir í forgangi . Verðtryggingin er hluti af því að tryggja þessa forgangsröðun.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.8.2014 kl. 23:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar þú útskýrir það þannig get ég tekið undir með þér.

Það ánægjulegasta er þó að fjármálaráðherra tók undir með okkur:

„Þetta er ekki endanleg niðurstaða“ - mbl.is 

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2014 kl. 02:30

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er samt helv..... hentugt að hafa einhverja Útlenda stofnun sem hægt er að vitna í--- þegar hentar !

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.8.2014 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband