Tilgangur

Í dag hefst önnur vikan sem umræðan um stjórnarskrármálið verður efst á baugi á Alþingi og í fjölmiðlum án þess að hinn eiginlegi tilgangur sem liggur að baki umræðunni liggi á yfirborðinu. Hér hefur ítrekað verið minnt á það að á meðan þessu fer fram renni öll innlend verðmæti hægt og örugglega eftir færibandi peningavaldsins niður í gin hrægammasjóða með erlendum nöfnum...  eins og Goldman Sachs...

Það er ekki eingöngu vegið að framtíð lands og þjóðar úr launsátri þess moldviðris sem stjórnarskrárumræðan hefur skapað. Framtíðinni stafar nefnilega ekki síður ógn af ýmsum greinum þess stjórnarskrárfrumvarps sem hefur skapað samningaviðræðunum við fulltrúa erlendra hrægammasjóða skjólið.

Hér er ekki síst átt við 111. grein þar sem segir: „Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“ (sjá hér) Eins og bent var á hér er fyrirliggjandi stjórnarskráfrumvarp nefnilega fyrst og fremst ætlað að uppfylla skilyrði til Evrópusambandsaðildar eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir dró svo skýrt fram í svari sínu sem hún veitti Birgittu Jónsdóttur sl. mánudag.

111. greinin

Ástæða þess að enn er verið að ræða stjórnarskrárfrumvarpið nú rúmri viku eftir áætluð þinglok er breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur sem hefur verið líkt við bæði „pólitískt klofbragð“ og „tundurskeyti“. Síðastliðinn mándudagt vísaði Pétur H. Blöndal til síðarnefndu ummælanna á undan fyrirspurn sem hann beindi til Margrétar Tryggvadóttur varðandi það hvort það væri ætlun hennar að eyðileggja fyrir stjórnarskrármálinu og skoraði jafnframt á hana að draga breytingartillögu sína til baka.

Af þessu tilefni notaði Margrét Tryggvadóttir tækifærið og gaf kjósendum sínum kosningaloforð þess efnis að ef hún næði kjöri fyrir næsta kjörtímabil yrði það hennar fyrsta verk að setja stjórnarskrárfrumvarpið aftur á dagskrá verði það fellt nú.

Kosningaloforð Margrétar Tryggvadóttur

Það ætti þess vegna að vera komið á hreint að þeir sem telja að málefni sem tengjast efnahagslegri afkomu heimila og fyrirtækja í landinu svo og málefni sem viðkoma skipan efnahagsmála í landinu hafi orðið fyrir barðinu á þrotlausri umræðu um gallað stjórnarskrárfrumvarp munu tæplega setja Margréti Tryggvadóttur, eða þann flokk sem hún býður sig fram fyrir, sem sinn fyrsta kost í næstu alþingiskosningum.

Þeim sem finnst það aftur á móti brýnt að í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sé ákvæði um fullveldisframsal þannig að af Evrópusambandsaðild geti orðið geta aftur á móti treyst því að Margrét hefur tileinkað sér ýmsa klæki til að það geti orðið að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf að hrópa þessar staðreyndir af tindum svo fólk átti sig á þessu klækjaplotti og leyndarhyggju. Meginmarkmið stjórnarskrárbreytinga er að afvopna landið svo því verði þröngvað í ESB af minnihlutanum.

Það gleymist líka að tala um að þetta er aðlögunarmál. Það stæsta og umfangsmesta af öllum. Svo segja menn að svo sé ekki og hlé hafi verið gert.

Þeim hefur tekist að blekkja fólk svo illa að margir harðir ESB andstæðingar átta sig ekki á staðreyndunum og styðja þessar allsherjarbreytingar. Tala raunar eins og geðklofar í málinu.

Þótt orðið landráð sé ofnotað og oft í röngu samhengi, þá á það hvergi betur við en hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 07:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er kannski huggun að þessu sinni að Samfylkingin mun ekki styðja afgreiðslu málsins af þeirri ástæðu einmi að Feneyjanefnd Evrópuráðsins segir ekki nóg að gert og að skerpa þurfi breytingar varðandi framsal, taka burtu fyrirvara og jafnvel rýra áfríjunarrétt forseta. Þannig er þeirra athugasemd, svo það hefur uppá sig að samþykkja þetta nú því upphaflegi tilgangurinn næst þá ekki.

Dilemmað er að þeir geta ekki sagt hvers vegna þessi tregða er, því þá myndi það rifjast upp fyrir þjóðinni af hverju lagt var upp í þessa jarmalandsför.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 07:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðin hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir framsali fullveldis, enda komu menn sér hjá því að nefna það í þeirri skoðanakönnun sem kölluð var þjóðaratkvæði um stjórnarskrá. Það hefði líka opinberað tilgang sírkússins og málið hefði fallið þá. Við getum ekki hafnað því sem ekki er spurt um.

Þetta er ógeðslegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 07:20

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, fyrir viðbæturnar Jón Steinar. Ég viðurkenni það að ég hef ekki gefið mér tíma til að kynna mér niðurstöður Feneyjarnefndar Evrópusambandsins varðandi stjórnarskrárfrumvapið en þykir það sem þú vísar í varðandi niðurstöður hennar svo forvitnilegt að það er líklegra en ekki að ég búi bara til tíma til þess fljótlega!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.3.2013 kl. 09:09

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Rakel. Takk fyrir. Þetta getur ekki verið skýrara. 

Aðlögun að tilbúnum pakka getur ekki klárast, nema með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta stendur skýrum stöfum í minnisblaði frá árinu 2009, sem þingmönnum var beitt þrýstingi, til að fá þá til að samþykkja, á síðustu mínútunum fyrir kosningu þingsins. Birgitta Jónsdóttir og fleiri sögðu frá þessu opinberlega, og voru í hálfgerðu áfalli yfir ofbeldinu og kúgununum sem viðgengust á löggjafa-þinginu! Lýðræðislegt? Og eftir þessari þvinguðu niðurstöðu er nú unnið, í sambandi við ESB-reglugerðar-aðlögun, sem nú stendur yfir.

Það er verið að blekkja fólk á alveg svívirðilegan hátt, með loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu í lokin, sem aldrei getur orðið annað en ráðgefandi. Það er sannleikurinn. 

Við sjáum það á umræðu ráðamanna og ESB-áróðursmeistaranna, að það er ekki aðalatriðið að koma þjóðaratkvæðagreiðslu-tillögunni að, sem ætti að vera það mikilvægasta, ef þeir eru fyrst og fremst að hugsa um almenning og lýðræðið!

Hvers vegna???

Það er verið að leika blekkingarleik með auðlinda-tillöguna, og það notað sem áróður, að þjóðin hafi kosið um það í ráðgefandi kosningu (skoðanakönnun) þann 20 október! Sömu blekkingarmeistararnir kæra sig ekkert um lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur, því ESB-lagaruglið (ESB-stjórnarskráin) síbreytilega og ólýðræðislega mun ráða, ef við förum í ESB.

Þá verður sú stjórnarskrá sem verið er að sjóða saman hér, ekki pappírsins virði, sem þó er verið er að þvinga ofan í almenning með ólýðræðislegum vinnubrögðum, frekju, hávaða og hrópum á götum og torgum!

Þeir sem svíkja og blekkja almenning svona óheiðarlega, ættu að taka til sín sterk lýsingarorð Þráins Bertelssonar fyrir nokkrum misserum síðan, um að ákveðin prósentutala á Íslandi sé ekki alveg með á réttlætis og raunverleikanótunum.

Var það ekki Margrét Tryggvadóttir sem leyfði því að leka út, að hún hefði áhyggjur af andlegri heilsu Þráins? Var hann ekki nógu hlýðinn við að svíkja þjóðina og blekkja?

Þráinn er og hefur alla tíð verið hátt skrifaður hjá mér, en sjálfskipaði "heilsufars-álitsgjafinn" og stjórnarskrárdrottningin Margrét Tryggvadóttir lækkar í áliti hjá mér, með hverjum deginum sem líður. Liðhlaupar blekkingarinnar þurfa að læra að fara eftir gildandi stjórnarskrá, ef þau eru svona hlynnt réttlætinu og lýðræðinu! Það var enginn kosin á þing í þjóðaratkvæðagreiðslum 2009, til að brjóta núgildandi stjórnarskrá.

Þetta leikrit þeirra er bara enn ein "Harðar Torfasonar" barbabrellu-blekking! Hverju skilaði eða hvað kostaði brennandi jólatréskemmtunin hans til þjóðfélagsþegnanna?

Hörður Torfason og fleiri ESB-sinnar ferðast um Evrópu og ljúga því, að á Íslandi séu allir bankaræningjar í fangelsi og kreppan sé búin!

Frekjan og yfirgangurinn í þessu stjórnarskrárliði fyrir og eftir síðustu kosningar líkist ekki heiðarleika og lýðræðis-virðingu, síður en svo! 

Enda gat Margrét Tryggvadóttir ekki litið beint framan í myndavélina á alþingi þegar hún þuldi upp "breytingartillöguna": eitt stykki stjórnarskrá! Tillaga Árna Páls og Katrínar-co-inu er við nánari athugun sami feluleikurinn og blekkingarbullið!!! 

Og þessu liði liggur víst ekkert minna en lífið á, að afsala sér möguleikanum á lýðræði almennings!!! Það er enn eitt merkið um óheilindi!

Ef fólk vill endilega láta blekkja sig og svíkja enn einu sinn í næstu kosningum, þá verður svo að vera.  

En ábyrgð  okkar kjósenda verður mikil í framtíðinni, sem látum blekkja okkur til að kjósa meiri svik og rán yfir þjóðfélagsþegnana en orðið er.

Það getur enginn afneitað lengur sannleikanum um hvernig farið er með þjóðir af ESB-lagaklækjarugls-sambandinu!

Er einhver kjósandi á Íslandi tilbúinn að borga í sjálfssala heima hjá sér, til að fá hreint neysluvatn, í boði ESB-bankaveldis sem hefur rænt öllum réttindum og eigum frá almenningi? ESB er ekki hjálparstofnun Evrópu, heldur eru í þeim fílabeinsturni einungis varðhundar valdhafa heimsins. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 10:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rakel mín af því þú tekur út 111 greinina og telur að hún sé til þess gerð að koma okkur inn í ESB, þá hljóðar hún svona:

"111. gr.
Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi er falið. Feli lögin í sér verulegt valdframsal skulu þau borin undir atkvæði allra kosningarbærra manna til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Það má auðvitað segja að Samfylkingin sé með einbeittan brotavilja til að koma okkur inn í ESB, en þeir eru eina framboðið sem eru undir þeim hatti. 

Þess vegna er mikilvægt að skoða þessa grein í heild sinni. Þarna er hvergi getið um varanlegar heimildir til framsals, heldur einungis tímabundnar, og ef þær eiga að vara lengur þá skal ganga til atkvæðagreiðslu allra kosningabærra íslendinga í BINDANDI kosningu. 

Þessi kljásúla um að framsalið skuli alltaf vera afturkræft, gerir það að verkum að innganga í ESB er ekki möguleg.  Ekki meðan sambandið er eins og það er.

Ég er eindregin andstæðingur ESB og ég treysti ekki Samfylkingunni. En það er bara svo margt annað sem þarna felst sem bætir réttarstöðu almennings og hvernig þetta ferli hefur verið framkvæmt hefur allan tíman verið opið og lýðræðislegt.

Það er alveg sama hvað Ingibjörg Sólrún og fylgifiskar segja, þær vita bara ekki betur sennilega.

Sá hræðsluáróður sem sumir hafa stundað hér um að þessi nýja stjórnarskrá sé eingöngu til þess að troða okkur inn í ESB er ekki sæmandi að mínu mati.

Og hefur gert málið miklu erfiðara en þörf er á.

Það er ömurlegt að sjá gott fólk berjast við vindmyllur af óttanum einum saman. Stundum þarf að hafa kjark til að hugsa aðeins út fyrir rammann. Ég þekki þetta svo sem vel, því meðan VG og Samfylkingin eru við stjórnvölin er afar erfitt að treysta á nokkurn hlut og sennilega betra að vera með bæði belti og axlabönd. Og nú sýnist mér að Bjarni Ben sé líka að draga í land og ætli ekki að virða landsfundinn.

Það má svo sem segja að þessum gömlu hundum á alþingi sé ekkert heilagt og að þeir þurfa svo sannarlega allir að víkja fyrir nýjum straumum og heilbrigðari pólitík.

En til þess að svo megi verða þurfum við nýja stjórnarskrá. Eða heldurðu virkilega að allt það góða fólk sem vill fá nýja stjórnarskrá séu harðir ESB sinnar sem vilji svíka þjóð sína bara til að koma henni þangað inn?

Ég er farin að hafa áhyggjur af þér mín ágæta, því mér finnst þú vera orðin svo neikvæð og öfgafull í málflutningi og ert svona heldur að tala niður nýju framboðin frekar en hitt.

Þú átt auðvitað fullan rétt á því að hafa þína skoðun á þessum málum, en svo sannarlega sýnir það ekki þá byltingu og framsýni sem þú og félagar sýndu með tunnunum og búsáhaldabyltingunni.

Það gerir engum gott að loka sig niður í skotgröfum og sjá skrattan í hverju horni.  Við þurfum að hafa kjark og þor til að skoða málin út frá öllum sjónarmiðum. Það er eina leiðin til að við fáum nýtt sanngjarnt Ísland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2013 kl. 12:57

7 identicon

Talsmenn heilbrigðrar pólitíkur virðast hafa ómældar áhyggjur af öllum þeim sem ekki eru þeim sammála. Þessi kæfandi umhyggja er fráhrindandi - svo ekki sé meira sagt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 14:11

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einmitt þessi grein sem Feneyjanefndin er ekki sátt við. Henni verður breytt. Stjórnarskrarfrumvarpið fer ekki í gegn með þessum fyrirvörum og loðna máli. Þú mátt treysta því. Þessvegna vil Samfylkingin kaupa tíma. Þú ert aldeilis búin að láta plata þig Ásthildur. Það er nánast tragikómískt að þú skulir kominn á lista hjá Dögun.

Varðandi spunan um þjóðareign auðlinda, þá snýst sá kafli einvörðungu um að færa þinginu formlegt ráðstöfunarvald yfir óráðstöfuðum og óskráðum þjóðarauð. Þetta er nauðsyn til að veita þeim fullt vald til framsals. Fólk mun þá aldrei framar hafa neitt um það,að segja. Það er nefnilega svo að í frumvarpinu er einnig fyrirvari, sem meinar þjóðaratkvæði um fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. Við hefðum t.d. Ekki mátt hafa neitt um það að segja hvort Icesave yrði samþykkt ef þessi grein hefði verið inni.

Ásthildur mín...finnst þér ekkimundarlegt að upphafsmenn Dögunnar eru allir eldheitir ESB sinnar sem stóðu hart á því að Icesave yrði borgað? Þótt listarnir séu skipaðir blekktum ogmóblekktum einstaklingum, þá er víst að þeir sem efstu sætin skipa eru af því sauðahúsi. Nú og svo er lýðskrumið um persónukosningar ansi tómlegt þegar maður sérmhvernig þaðer raðað á lista ykkar.

Ég mun aldrei fyrirgefa að þú leggir þessu landráðahyski lið Ásthildur.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 17:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Steinar. Áshildur var beitt þrýstingi, þegar hún ætlaði að mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum Dögunar, á stofnfundinum.

Það skýrir kannski eitthvað, en ekki allt.

En það skýrir vel, hvers konar vinnubrögð eru notuð í nafni: lýðræðis, réttlætis og svo framvegis, hjá ýmsum framboðs-viðhengjum stjórnmála-elítunnar eldgömlu, spilltu og hættulegu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 21:40

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka ykkur innlitið og fróðlegar viðbætur!

Ég er reyndar enn að velta fyrir mér niðurlaginu í innleggi Ásthildar. Mér virðist nefnilega að miðað við það sem  hún segir megi draga þá ályktun að það sé einmitt hana sjálfa sem vantar „kjark og þor til að skoða málin út frá öllum sjónarmiðum.“ Þar af leiðandi get ég ekki betur séð en að áhyggjum hennar væri betur varið á hana sjálfa en þá sem eru enn í sömu viðspyrnunni og þeir hófu haustið 2008. Í mínu tilviki var það reyndar norður á Akureyri þannig að ég var aldrei beinn þátttakandi í hinni eiginlegu Búsáhaldabyltingu.

Ásthildur - svo það sé alveg á hreinu - þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af mér Ég er í fínum málum nema að mér finnst það sárt að hafa gert mig að hálfgerðu fífli með því að ég var á framboðslista Borgarahreyfingarinnar í kosningunum vorið 2009 og starfaði síðan áfram náið með Hreyfingunni þar til ég sagði mig úr stjórn hennar haustið 2011.

Ég reyni þó að hugga mig við það að það sé þingveran sem hefur farið þannig með Hreyfingarþingmennina að þeir hljóma orðið eins og hluti af Samfylkingunni. Málið sé ekki það að þau hafi í raun dregið kjósendur sína og stuðningsfólk á tálar strax vorið 2009 heldur hafi þau bara orðið samdauna þeirri vanhæfni sem þau hrópuðu sig hása yfir haustið 2008 fram á úrslitakvöld alþingiskosninganna fyrir fjórum árum.

Það er auðvitað svolítið snúara að fjalla um þá sem maður kannast þokkalega vel við og hefur unnið náið með heldur en hina sem maður þekkir ekkert nema að verkum þeirra. Þau sem komust inn á þing fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar og klufu sig síðan frá henni og stofnuðu Hreyfinguna hafa farið þannig með atkvæði mitt og stuðning að mér finnst ástæðan ekki síður brýn að benda á þeirra afglöp en annarra þingmanna sem bregðast umboðinu sem þeir fengu frá sínum kjósendum.

Út frá mínum bæjardyrum séð þá eru það sem sagt áherslur fyrrum Borgarahreyfingar sem hafa forgangsraðast á þann veg að mér þykir gagnrýnisvert og ég hlífi mér ekki við að gagnrýna Hreyfingarþingmennina fyrir það eins og ég gagnrýni aðra sem mér þykja gagnrýnisverðir. Á þann veg hefur viðspyrna mín verið frá upphafi.

Getur það þess vegna ekki verið að það sést þú sem upplifir það sem ég segi nú sem neikvæðan og öfgafullan málflutning án þess að það eigi við önnur rök að styðjast en þau að þú ert viðkvæmari fyrir henni þar sem gagnrýnin beinist að þeim sem þú gerðir að skoðanasystkinum þínum fyrir svona ári síðan?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2013 kl. 04:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar minn, á landsfundi voru allir oddvitar framboðanna spurðir út í afstöðu sína til ESB, þar var aðeins einn sem er ESB sinni.  Hinir voru allir á því að allavega eins og málin eru í dag værum við betur komin utan sambandsins, þeir sögðu að þjóðin ætti að ráða ferlinu, og þeir myndu ekki setja sig upp á móti afkvæðagreiðslu strax ef þess væri kostur.  Þar liggur mismunurinn á Samfylkingu og Bjartri Framtíð sem eru tilbúin að fórna öllu til að komast inn í ESB.  Síðan eru allir frambjóðendurnir í Norðvesturkjördæmi andvígir inngöngu í esb, ég er því í góðum félagsskap þar. 

Mér þykir leitt að þú skulir vera svona reiður út í mig, en ég veit að það mun breytast þegar þessari fá er vikið frá. 

Mér finnst samt slæmt að fólk skuli virkilega hatast við manneskju sem fylgir sannfæringu sinni og er í raun sammála um markmið þó leiðirnar séu ef til vill aðrar. 

Rakel mín auðvitað máttu gagnrýna hvern sem er og hvernig sem er.

Ég var bara að benda þér á að lesa 111 greinina betur.  Hún gefur ekki heimild til að semja við ESB um aðlögun eða inngöngu.  Til þess þarf bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stundum festumst við í hjólförum sem við komumst ekki upp úr.  Og þá einangrumst við.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 09:59

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásthildur, þú segir:

„Stundum festumst við í hjólförum sem við komumst ekki upp úr.  Og þá einangrumst við.“

Þessi sýnast mér einmitt vera orðin örlög Dögunar og það þrátt fyrir það að flokkurinn hafi getið af sér tvö afkvæmi: Lýðræðisvaktina og Pírata. Spurning hvort Flokkur heimilanna hafi ekki líka orðið til um nokkurn veginn það sama og þessir fyrrnefndu flokkar þó þeir sem þar eru að safnast hafi þó þá meðvitund að setja fjárhag heimilda og fyrirtækja í öndvegi og lýsa sig andvíga Evrópusambandsaðild.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2013 kl. 14:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rakel mín ég held að Dögun sé langt í frá því að hafa festst í hjólförum, við erum einmitt á góðri leið með málefni sem hefur verið unnið að í meira en ár núna.  Þó Birgitta hafi kosið að leita í annan farveg, þá er það bara gott mál, rétt eins og Lýður og þeir hafi kosið að fara aðra leið.

En það sem er sameiginlegt með Pírötum, Dögun og Lýðræðisvaktinni er að þau eru ekki að níða niður önnur ný framboð til að skemmta skrattanum.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 15:46

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er nú aldeilis gott að heyra það að þau ætli að leggja af þann vana. Ég vona að þetta þýði að einstaklingarnir innan þessara flokka hafi sammælst um það að taka á málefnanlegri hátt á gagnrýni, sem snýr að stefnu og málflutningi, en hingað til :-)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2013 kl. 17:03

15 identicon

"En það sem er sameiginlegt með Pírötum, Dögun og Lýðræðisvaktinni er að þau eru ekki að níða niður önnur ný framboð til að skemmta skrattanum." Ertu talsmaður þessara framboða Ásthildur? Þetta er dæmigert stjórnarandstöðuandstöðukomment. Þegar maður les það í samhengi við ummæli Smára McCarthy, sem hrósar Katrínu Júlíusdóttur fyrir skipan starfshóps, og orð Birgittu Jónsdóttur, sem segir Bjarna Benediktsson svínbeyja Árna Pál Árnason og Katrínu Jakobsdóttur, þá blasir það við að þetta eru meðvirkar klappstýrur og dapurlegar, í besta falli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband