Leiðin til árangurs

Frá því að ég byrjaði sjálf að taka þátt í mótmælunum, sem spruttu upp fyrir fjórum árum, hef ég komið víða við og tekið þátt í margvíslegum viðspyrnuverkefnum. Upphafið var mótmælagöngur sem voru gegnar frá Samkomuhúsinu á Akureyri inn á Ráðhústorg þar sem var hlustað á ræður. Einnig var ég viðstödd nokkra laugardagsfundi á Austurvelli þennan fyrsta vetur eftir hrunið, Kryddsíldarmótmælin á gamlársdag 2008 og sat langflesta borgarafundina sem voru haldnir reglulega á Akureyri tvo fyrstu veturna eftir hrun.

Frá sumrinu 2009 tók ég þátt í mun margvíslegri viðspyrnuverkefnum og þá fyrst og fremst í Reykjavík. Fjölbreytnin gerir það að verkum að ég hef kynnst mjög ólíkum viðhorfum og hugmyndum um það hvað beri árangur. Sumir halda því reyndar statt og stöðugt fram að hvers konar viðspyrna skili engu. Reynsla mín hefur sannfært mig um að það er alls ekki Samstaða skilar árangrirétt.

Skiljanlega skilar árangurinn sér hægt enda við ofurefli að etja. Það er þó ekki ofureflið sem mér finnst erfiðast heldur óeiningin sem kemur stundum fram meðal þeirra sem spyrna við fótum. Mér hefur frá upphafi sviðið það að horfa upp á og hlusta á það þegar viðspyrnuöflin geta ekki staðið saman og stutt hvert annað.

Ég skal þó viðurkenna það að ég treysti mér ekki til að taka þátt í hverju sem er en ég treysti mér ekki heldur til að setja mig í það dómarasæti að halda því fram að ein viðspyrnuaðferð sé árangursríkari en önnur. Þess vegna styð ég jafnt þá viðspyrnu sem kemur fram í því að finna lausnir og leiðir, eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa t.d. einbeitt sér að, og þá sem kemur fram í því að fólk standi saman og verji hvert annað eins og bæði Heimavarnarliðið og Tunnurnar hafa gert að aðalatriði.

Öll sundrung sem snýst um það að gera lítið úr heiðarlegu framlagi einnar viðspyrnu-aðferðar en upphefja aðrar dregur úr þeim krafti sem er mest um verður en það er samstöðunnar. Ég viðurkenni það fullkomlega að í gegnum þessi fjögur ár hef ég frekar aðhyllst hófsamari byltingaraðferðir.

Bylting fílfanna

En um leið verð ég að viðurkenna að ég hef leyft mér að efast um að hófsemin sé vænlegasta leiðin gegn því blinda óhófi sem við er að etja. Það reynir líka á að sýna hófsemd og koma fram af stillingu gagnvart þeim sem svífast einskis við að viðhalda forréttindum sínum á kostnað síversnandi lífskjara almennings. Þess vegna skil ég vel þá sem grípa til ofsafengnari byltingaaðgerða.

Upprisa Það eru reyndar eðlileg viðbrögð að bregðast við miklu óréttlæti með ofsa og reiði en því miður skilar það sjaldnast fullum árangri heldur. Þess vegna verður að fara einhverja millileið þó hún kosti meiri útsjónarsemi og þolinmæði. Viðspyrnuöflin verða þó að læra að standa saman og temja sér það að fordæma ekki það sem miðar að sama markmiði.

Það er að rétta kjör almennings gagnvart þeim sem viðhalda óréttlætinu sem hann er beittur. Íslendingar eiga sér ekki margra ára mótmælahefð eins og mörg fjölmennari samfélög en þó hefur bæði fjölbreytnin og hugmyndaflugið sem hefur einkennt viðspyrnuna hér vakið athygli langt út fyrir landssteinana.
Tunnumótmæli í Japan
Í þessu sambandi má t.d. benda á að tunnumótmælin hér hafa að öllum líkindum haft áhrif á það að í nýlegum mótmælum í Japan voru tunnur mjög áberandi. (Hér er t.d. hljóðdæmi frá Tokyo) Þegar tunnurnar komu fyrst fram í mótmælum hér á landi fyrir bráðum tveimur árum vöktu þær nefnilega ekki bara athygli hér heima heldur líka víða um heimsbyggðina. 

Það var ekki bara fjöldinn sem mætti niður á Austurvöll að kvöldi þess 4. október fyrir tveimur árum sem vakti athyglina heldur ekki síður kraftmikill og áhrifaríkur tunnutakturinn sem sumir hafa kennt síðan við hjartslátt þjóðarinnar. Við tunnumótmælin undir stefnuræðunni í fyrra voru ekki jafnmargir mættir og árið áður en þó voru þeir allnokkrir sem komu við niður á Austurvelli þetta kvöld til að berja tunnu um stund eða bara til að staldra við og skynja kraftinn í öflugum tunnuslættinum.

Það er nefnilega eitt sem vill gjarnan gleymast í þeirri fjögurra ára linnulausu viðspyrnusögu sem við eigum þegar að baki en það eru tilfinningarnar. Það er nokkuð klárt að það er miklu stærri hluti þjóðarinnar sem upplifir óréttlæti en þeir sem hafa látið sjá sig á mótmælum og/eða borgarafundum. Hins vegar er ég nokkuð viss um að allir sem hafa einhvern tímann mætt á slíka viðburði geti tekið undir það hvað það var gott fyrir sálina að sitja eða standa innan um fólk sem skildi óréttlætið sem allir almennir launþegar og lántakendur í landinu hafa setið undir á undanförnum árum.

Það er fyrir þennan hóp sem Tunnurnar hafa ákveðið að koma saman einu sinni enn og nú í tilefni enn einnar stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur sem að öllum líkindum verður hennar síðasta í embætti forsætisráðherra. Það mætti auðvitað telja upp mörg tilefni sem ástæða er til að mótmæla. Sum þeirra hafa verið talin upp á fésbókarviðburðinum sem hefur verið stofnaður af þessu tilefni en það er von skipuleggjenda að fjöldinn verði nægur til að halda uppi slíkum hávaða að enginn sem taki til máls innan veggja Alþingis geti haldið því fram að árangurinn á þessu kjörtímabili til leiðréttingar lífskjara almennings hafi verið slíkur að Austurvöllurinn sé þagnaður.  

Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa ekki farið út í neinar raunhæfar aðgerðir til að leiðrétta stöðu skuldugra heimila. Verðbólga og verðtrygging hefur jafnharðan étið upp þá mola sem hrokkið hafa til heimilanna og gott betur. Einu leiðréttingar lána hafa fengist með dómum Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Bankakerfið neitar að fara eftir þeim dómum og nýtur til þess fulltingis umboðsmanns skuldara og Fjármálaeftirlitsins. Stjórnvöld hafa stillt sér upp með bönkunum andspænis fólkinu. (sjá hér)

Sjáumst á Austurvelli miðvikudagskvöldið 12. september kl. 19:30!
mbl.is Mótmælt í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær grein hjá þér Rakel.  Ég er innilega sammála þér með samstöðu þeirra sem eru að mótmæla.  Þar mættum við ganga meira í takt í stað þess að berjast um athyglina og reyna að kveða hvort annað niður.  því svo sannarlega er það rétt sem sagt er; sameinuð stöndum vér, sundraðir föllum vér. Það er svo mikil óánægja í þjóðfélaginu spillingin algjör meðal allof margra stjórnmálamanna, að það er synd að fólk skuli ekki taka þátt, annað hvort með að mæta á mótmælafundi eða skrifa og láta heyra í sér. 

Takk fyrir að standa vaktina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2012 kl. 11:27

2 identicon

- Tunnusláttur sem annars konar hljóðgjafasláttur er öndvegis múskiþerapía og holl jafnt fyrir sál og líkama.

- Fyrir því liggja margar rannsóknir við viðurkenna Tónlistarháskóla um víða veröld.

Sláum í gegn !!!

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband