Með samstöðu er allt hægt!
26.8.2012 | 00:51
Þegar ég gekk til liðs við SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar taldi ég víst að þeir væru miklu fleiri en ég sem fögnuðu því að hér væri kominn farvegur fyrir þann lausnarmiðaða málflutning sem hefur skapað Lilju Mósesdóttur trausts óháð flokkslínum (sbr. könnun MMR frá febrúar sl.). Á þeirri forsendu ákvað ég að auka SAMSTÖÐU liðsstyrk enda þekki ég það vel frá ýmsum viðspyrnuverkefnum mínum hversu mikill grundvallarmunur er á huglægum styrk og verklegum.
Ákvörðun Lilju Mósesdóttur og tildrög hennar markar óneitanlega þáttaskil fyrir þá baráttu sem ég hef alla tíð lagt lið. Í kjölfar opinberunar hennar velti ég því þess vegna fyrir mér hvort kröftum mínum í þágu heiðarlegs uppgjörs við hrunið og skynsamlegrar uppbyggingar nýs samfélags sé betur varið annars staðar en í formannssæti SAMSTÖÐU-Reykjavík.
Ákvörðun Lilju Mósesdóttur, formanns flokksins, var rædd á stjórnarfundi aðildarfélagsins. Niðurstaðan varð sú að taka áskorun stjórnar flokksins um að fjölmenna á landsfundinn þann 6. október n.k. með von um að fleiri, sem hafa trú á því að með samstilltu átaki megi takast að byggja upp öflugt og traustverðugt stjórnmálaafl, geri slíkt hið sama. Það kostar vinnu en með samstöðu er allt hægt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu að ég hugsaði mitt þegar Lilja tók þessa ákvörðun, og hún (ákvörðunin) var ekki góð að mínu mati. Nú er spurning hvort það sé grundvöllur fyrir nýju framboði þar sem við sameinumst þessi sem höfum verið að velta fyrir okkur breytingum hér á blogginu. Ég hef efasemdir um þann flokk sem ég ætlaði mér að styðja. Vil eitthvað meira en þar er að finna sérstaklega þar sem þau vilja ekki taka ákveðna afstöðu gegn ESB af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Og ýmislegt fleira sem ég er ekki sátt við.
Við þurfum að ræða saman þessi sem erum þarna í alvöru og endurskoða það sem við höfum ákveðið. Það verður að koma á koppinn trúverðugu framboði með skýra sín á málefni, og afstöðu til þessa máls þ.e. ESb. Gætum við ef til vill komið okkur saman um að ræða þessi mál við aðra sem við treystum?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 21:42
Ásthildur, eins og ég vonaði að kæmi skýrt fram í lok þessa texta þá sé ég enn góða von í SAMSTÖÐU þó Lilja hafi tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til formanns. Sú von byggir á kjósendum. Það eru þeir sem þurfa að taka afstöðu til stefnunnar og þess hvort þeir vilja fá Lilju meðal annarra þingmanna inn á þing til að fylgja stefnu SAMSTÖÐU eftir.
Stjórn SAMSTÖÐU hefur skorað á fólk til að taka afstöðu fyrir landsfundinn, bjóða sig fram til starfa og fjölmenna á landsfundinn. Ég tek undir þá áskorun og formaður SAMSTÖÐU í Kraganum hefur gert það líka. Miðað við það sem kemur fram hér og hér er gott tækifæri til að skerpa á stefnu SAMSTÖÐU hvað varðar ESB á landsfundinum sem verður haldinn þ. 6. október.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2012 kl. 02:32
Já ég óska ykkur alls góðs. Ég hugsa að þessi ákvörðun hennar geti farið vel, þá kemur bara fleira fólk inn í spilið, en snýst ekki allt um hana, þá er ég að tala um fjölmiðla ekki hana sjálfa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2012 kl. 09:43
Ég tek undir orð Ásthildar:
"Ég hef efasemdir um þann flokk sem ég ætlaði mér að styðja. Vil eitthvað meira en þar er að finna sérstaklega þar sem þau vilja ekki taka ákveðna afstöðu gegn ESB af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Og ýmislegt fleira sem ég er ekki sátt við.
Við þurfum að ræða saman þessi sem erum þarna í alvöru og endurskoða það sem við höfum ákveðið. Það verður að koma á koppinn trúverðugu framboði með skýra sín á málefni, og afstöðu til þessa máls þ.e. ESB. Gætum við ef til vill komið okkur saman um að ræða þessi mál við aðra sem við treystum?"
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 12:31
Þið kannski takið ykkur bara saman og skerpið á umræddu atriði og mætið svo á landsfund til að vinna henni brautargengi
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.8.2012 kl. 14:44
Heil og sæl Rakel æfinlega; sem og aðrir góðir gestir, þínir !
Gufuháttur Lilju Mósesdóttur; í fjölda mála - eins og hinu auðmýkjandi lykla frumvarps máli, gerir að verkum, að hún mun öngvum trúnaði ná, þó svo þið hin, sem standið að þessarri C lista fígúru, hafið fullan vilja, til staðfestu og einurðar, fornvinkona góð.
Það eitt og sér; að Lilja kjósi að bugta sig og beygja, fyrir íslenzku Banka Mafíunni, rýrir hennar hlut einna stærst - svo og; ekki sé talað um fóstbræðralag hennar, við Norðlenzka drullusokkinn Kristján Þór Júlíusson, varavaraformann Sjálfsgræðgismanna, í áðurnefndu lykla auðmýkingar máli.
Þannig að; þið getið gleymt þessu C lista æfintýri ykkar Rakel mín, því það er sama hvar borið er niður;; allir, sem koma nálægt haughúsinu frá 1881, suður við Austurvöll í Reykjavík, sækja sér einhverja óútskýran lega pestarmengun þar innan veggja, þrátt fyrir góð áform sín, í öndverðu.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 18:08
Óskar Helgi, eins og ég sagði við þig þegar hitti þig einu sinni að afloknum borgarafundi í Háskólabíói þá kom mér á óvart hve prúðmannlega þú komst fyrir á fæti miðað við það sprettharða ólíkindatól sem þú gefur þig út fyrir að vera á ritvellinum.
Nú bið ég þig að setjast niður og fara yfir það í huganum hvaða þingmaður hefur staðið sig best við að verja hagsmuni almennings í landinu? Hvaða þingmaður hefur sett fram plan B með skýrri efnahagsstefnu á móti einstefnu ríkisstjórnarinnar inn í ESB? Hugsaðu og svaraðu svo heiðarlega og prúðmannlega. Ekki væri verra að svarinu fylgdu rök.
Hafir þú ekki kynnt þér þá leið sem hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir mælir með að farin verði til að forða þjóðinni frá öðru efnahagshruni þá skaltu byrja að horfa á þetta myndband:
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.8.2012 kl. 01:40
Þar sem myndbandið skilaði sér ekki set ég hérna inn slóð á það: http://youtu.be/nKh5DtBRm2s
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.8.2012 kl. 01:41
Heil og sæl; sem fyrr, gott fólk !
Rakel mín !
Ekki síður; stóðst þú þig prúðmannlega, á fundinum þeim - og var mér sérstök ánægja að, að hitta þig þar, svo sannarlega.
Mína spjallvini; hefi ég hitt, allt of fáa, til þessa, enda kannski örðugt um vik, þar sem fólk fer víða, um lönd og álfur, fornvinkona góð.
Lilja; því miður - líkt hinum 62 félögum hennar, virðist nú fremur hallast að einkahagsmunum sínum, sem félaga sinna, eins og á daginn kom, í Júní leið, þegar þau bættu við enn einum aukahlunnindunum, ofan á þau öll, sem fyrir voru, eins og við munum.
Var það ekki; Mörður garmurninn Árnason, sem þóktist einn, vilja malda í móinn, í því máli ?
Þú leiðréttir mig þá; fari ég rangt með, Rakel mín.
Um beiðni þína; um tiltekna röksemdafærzlu, af minni hálfu, vil ég minna þig á, að ljósastaurarnir hérna úti í götu, heima í Hveragerðis og Kotstrandar skírum, eru mun áheyrilegri og áhugaverðari til nokkurra skoðanaskipta, en flónin 63, sem alþingis forinni svamla í, Rakel mín.
Þinghúskofann; (án þeirra 63, að sjálfsögðu) ætti að vera búið að sprengja í loft upp, fyrir löngu síðan, fornvinkona góð.
Eitt; stærsta óhapp Íslands sögu, var endurreisn alþingis, árið 1845 - og mun aldrei fullmetið verða, hvílíku tjóni sú andstyggilega stofnun, hefir bakað landsmönnum, undanfarin 167 ár.
Orðagjálfur á myndböndum; eða áþekkar romsur, laga ekki stöðu þessa fólks, á nokkra vegu - svo rækilega; hefir það, undan sínum fagurgala svardögum vikist.
Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 02:02
Óskar Helgi, ég reikna með að þú kannist við það að flestir launamenn borga í stéttarfélög og ávinna sér þar með ýmis konar réttindi. Þ.á m. réttindi sem lúta að styrkjum varðandi heilsufarsleg atriði eins og endurgreiðslur vegna sjúkra- eða tækjakostnaðar. Flestir þeirra sem bjóða sig fram til þings glata þessum réttindum jafnvel þó þeir hafi unnið hjá hinu opinbera áður en þeir buðu sig fram til þingstarfa.
Þetta atriði er ekki til að laða að vel menntað fólk sem býður sig síður fram þar sem það hefur áunnið sér ýmis réttindi af þessu tagi á sínum vinnustöðum bæði í einkageiranum og þeim opinbera. Ef við gerum kröfu til þess að hæft fólk með góða menntun, þekkingu og reynslu bjóði sig fram til þings þá getum við ekki farið fram á það að það afsali sér þeim fríðindum sem það hefur áunnið sér áður úti á vinnumarkaðinum og myndi gera áfram í öðrum störfum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.8.2012 kl. 02:47
Komið þið sæl; á ný !
Rakel !
Þarna; kemur þú inn á einn ákveðinn flöt - stéttarfélaga svindlið; eitt og sér, er nú rannsóknarefni, út af fyrir sig. Rándýrt skrifstofuhald; utan um einhverja vini ráðandi afla, sem mergsjúga launafólk, með alls konar kjaptæði, áratugunum saman.
Álíka geðþekkt; og Lífeyrissjóða sóðaskapurinn, að mér hefir sýnst, alla vega.
Talandi; um framboð þessa - eða hins, til þingsetu. Varstu almennt; að misskilja mínar færzlur, hér að ofan, Rakel mín ?
Ég vil; AFNÁM Draugabælisins alþingis - og við taki fámennisstjórn sterkra HÆGRI manna, cirka 15 - 18 manna sveitar, VOPNAÐRAR, að sjálfsögðu !
Og; það er óprenthæft að nokkru, það sem ég vildi sagt hafa, um ákveðin örlög alþingismanna, fornvinkona góð.
Sízt lakari kveðjur; - sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 12:19
Þú hlýtur að vera að grínast! eða ertu að tala um að þú aðhyllist það sem hefur verið kennt við fasisma?
Tunnutal, 28.8.2012 kl. 23:28
Komið þið sæl, sem oftar !
Tunnutal !
Ég hefi ekki nokkra ástæðu til; að halda uppi gamanmálum hér - og er mér fyllsta alvara, með minni meiningu, sem jafnan, og stend við hvert orða minna, hér að ofan.
Allt öðru máli gegnir; sé umræðuefnið hlaðið kerskni og glaðværð, ýmissi.
Því miður; hafa ókunnugir átt það til, Tunnutal; að slengja saman Falangismanum og Fasismanum - hugmyndafræðilega; standa Falangistar nærri alþýðunni, og hennar hagsmunum, fasistarnir aftur á móti, hlaða fremur undir þá, sem betur mega.
Það er að minnsta kosti; minn skilningur, á viðhorfum Gemayel feðga, austur í Líbanon, til dæmis.
Með; ekki síðri kveðjum - en öllum fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 00:31
Stjórnvöld, með núverandi ríkisstjórn og hrunstjórnina þar á undan í fararbroddi, hafa verið framkvæmandi aðili helstefnu gegn þorra almennings í landinu með því að láta hávaxtastefnuna undanfarin ár viðgangast í því mæli sem verið hefur með verðtryggingu í ofanálag.
Fátt hefur verið um marktæk trúverðug svör af hálfu hins opinbera til varnar hávaxtastefnunni og þess vegna verður fróðlegt að heyra skýringar núv. stjórnarflokka fyrir næstu kosningar þegar þeir munu reyna að sannfæra vaxta- og verðtryggingarpíndan almenning og fyrirtæki um nauðsyn þess arna sem liðar í "skjaldborginni" um “velferð” þess sama almennings.
Ef allt væri eðlilegt ættu þeir flokkar að snarminnka eða nánast þurrkast út af þingi ásamt öðrum sérhagsmuna- og hrun-aðdragandaflokkum og í staðinn ættu flokkar almennings að sópa að sér fylgi.
Þau leikslok eru í höndum almennings.
Vandinn er hins vegar sá að almenningur hefur verið nánast "dáleiddur" af gömlu valda- og flokkablokkunum og ætíð látið sannfærast og stjórnast af þeim og kosningamaskínum þeirra í stað þess að vakna af dvalanum og kjósa sér í hag og þar með þjóðinni í heild; Og komast þar með í þá stöðu að geta hagað löggjöf þannig að bæði almenningur og fyrirtæki geti lifað til frambúðar í sæmilegri sátt og samlyndi þannig að almenningur búi við mannsæmandi lífskjör. Það er engin framtíð fyrir lýðræði þar sem örfáir þegnanna hafa það óskaplega gott og restin óviðunandi og í þrælafjötrum. Það er í reynd harðstjórnarfyrirkomulag, með eða án hervalds (fjárvald þá í staðinn). Slíkt ástand líður undir lok fyrir rest, með góðu eða illu. Dæmin sanna það.
Verkefni flokks eins og Samstöðu um lýðræði og velferð er að opna augu fólks fyrir viðblasandi staðreyndum, vekja fólk af dvalanum, og koma því í skilning um að sem kjósendur hefur það sjaldan verið að velja raunverulega fulltrúa sína inn á Alþingi heldur sýndarfulltrúa sem annaðhvort láta stjórnast af viðkomandi flokksvaldi og öflum þar að baki fremur en hagsmunum almennings þegar á reynir eða eru í reynd sjálfir hluti þeirra afla.
Lýðræðiselskandi þegnar þessa lands sem hafa hrist dáleiðslu ríkjanda afla af sér og vaknað til vitundar um ástandið og hafa vilja til breytinga á því mega ekki gefa upp baráttuhug og von. Um þjóðarhag er að tefla. Fyrir almenning snýst þetta um að skapa hér mannsæmandi og viðbúandi lífskjör til frambúðar eða undirgangast síversnandi þrælakjör.
Kristinn Snævar Jónsson, 1.9.2012 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.