Rót vandans

Sumir vilja e.t.v. ganga svo langt að halda því fram að rætur þeirra vandamála sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir sé eignarétturinn. Ég er á því að þær liggi miklu fremur í hugmyndinni um að verðmerkja veraldlegar eignir á þann hátt að sá sem á meira hafi þar með völd yfir þeim sem eiga minna.

ViskaÉg ætla ekki að lengja mál mitt með ýtarlegum vangaveltum um eignaréttinn en vil þó taka það fram að á meðan eignarétturinn tekur eingöngu til veraldlegra eigna og raffærða innistæðna í bókhaldi fjármálastofnanna þá er eignarétturinn vandamál. En eins og vikið hefur verið að þá er vandamálið í kringum eignaréttinn miklu fremur hugmyndafræðilegur en eiginleg ástæða vandans. Rót vandans liggur miklu fremur í peningunum sem er afsprengi þeirrar hugmyndafræði sem fengið hefur að blómstra í kringum réttinn til að telja eitthvað til sinnar einkareignar.

Peningar sem vopn

Með peningum hafa þeir sem hafa átt meira fengið vopn í hendurnar til að ráðkast með fleiri og fleiri þætti sem viðkoma einkahögum þeirra sem eiga minna. Fram að þessu hefur hugmyndafræði lénstímabilsins í Evrópu, fasistanna á Ítalíu og á Spáni, nasismans í Þýskalandi og komúnismans í austri verið höfð að dæmum um ógnarvald siðspilltrar einræðishyggju.

Veraldarsagan

Ég má til að minna líka á það hvernig kaþólska miðaldakirkjan, nýlendustefna ýmissa Evrópuþjóða og þrælaverslunin á milli Evrópu og Norður Ameríku hefur hingað til verið höfð að dæmum um það hvernig yfirburðarstaða í skjóli valds og peninga hefur bitnað á varnarlausum almenningi. En hvernig lítur þá nútíminn út í samanburði við þessi og fleiri áþekk tímabil sögunnar?

Ég geri mér vonir um að allir sem lesi þessar línur séu sammála um að sú ógn sem almenningur bjó undir á ofangreindum tímabilum var drifin áfram af peningum. Ég reikna líka með því að í reynd séu langflestir sammála um að ógnin sem almenningur stendur frammi fyrir í nútímanum snúist líka um peninga. Hvað annað liggur á bak við það að 1% mannkyns hefur komið sér þannig fyrir að það ógnar hinum 99%-unum?

Mig grunar reyndar að þeir sem telja sig njóta góðs af núverandi fyrirkomulagi peningamála í heiminum séu umtalsvert fleiri en 1%. En á meðan þjóðirnar sváfu við þá sannfæringu að heimska valdagræðginnar hefði lagst af, ekki seinna en við hrun kommúnismans í kringum 1990, hefur hún þrifist til þeirrar ógnar sem almenningi stafar af ávöxtum hennar nú. Í skjóli þeirra sem hafa komið undir sig einkaréttinum til peningaprentunar hafa orðið til nýjar valdastofnanir sem hafa það hlutverk að stýra fjármálahreyfingunum á alþjóðavísu.

Nýfrjálshyggja

Hugmyndafræði nútímapeningastefnu gengur í meginatriðum út á það að allt sé mögulegt í krafti peninga. Þeir eru því ekki einungis notaðir til að kaupa stjórnmálamenn og fyrirtæki heldur líka til að ryðja þeim úr vegi sem hafna þeirri hugmyndafræði að þeir sem eigi meiri peninga eigi þar með rétt til að ríkja yfir réttindum og athöfnum hinna sem eiga minna. 

Á meðan almenningur þegir gengst hann í rauninni undir þessa hugmyndafræði. Á meðan þjóðir heims undirgangast það að valdið eigi kröfu á almenning um að hann haldi því uppi á hverju sem gengur þá breytist ekki neitt. En ef allur almenningur opnar augu sín fyrir því að valdið gegnir ekki lengur því hlutverki sem það heldur fram þá er von um að framtíðin muni fjalla um samtímakynslóðirnar sem eitthvað annað en viljalaust fé eða sofandi sauði sem lét fara með sig eins og sá almenningur sem við höfum dæmt hingað til fyrir það að láta einstaklinga eins og Mussolini, Franco, Hitler, Stalín og Maó kúga sig.

Valdarán peninganna

Almenningur hefur lengst af verið „tækið“ sem skapar hin raunverulegu verðmæti meðEg skal annast þig vinnuframlagi sínu. Honum hefur verið kennd spakmæli eins og: „Vinnan göfgar manninn“ en það er ekki það sem knýr hann áfram heldur hitt að hver og einn hefur fyrir sjálfum sér að sjá og gjarnan einhverjum fleirum sem eru honum tengdir í gegnum ástvina- og fjölskyldubönd. Þeir sem hafa komist upp með að rækta letina í sjálfum sér í skjóli þess að eiga meira hafa á öllum tímum verið ótrúlega duglegir við að eigna sér misstóra hlutdeild í þeirri raunverulegu hvöt sem vinnusemi almennings er sprottin af.

Því miður hafa þeir sem hafa ekkert að verja nema lífið verið notaðir sem tæki í óheiðarlegri varnarbaráttu þeirra sem svífast einskis við að verja eignir sínar og völd. Þannig er það enn í dag og verður ekki betur séð en nútíminn sé síst betri í aðferðarfræði sinni en þeir -ismar sem kúguðu heilu þjóðirnar til hlýðni með ógn einræðisstýrðra byssukúlna á síðustu öld. 

Þó vopnin séu önnur nú, í þessu endalausa stríði þeirra sem eiga meira og hinna sem þeir lifa á, þá er aðferðarfræðin sú sama. Í stað gamalgróinna stríðsaðferða, sem kostuðu stórkostlega eyðileggingu á ræktunarlandi og byggingum ásamt mannslífunum sem féllu fyrir byssukúlum og sprengjum, er komin ný tækni sem takmarkar eyðilegginguna. Vígvöllurinn er ekki aðeins orðinn svo ógreinilegur að fæstir koma auga á hann heldur eru vopnin sem er beitt svo óáþreifanlegt að það kallar á annað hugtak en haft var um drápsvélar eldri stríða sem kostuðu blóð og aðra rekjanlega eyðileggingu.

Peningavaldið stýrir heiminum

Vopnunum sem er beitt í því stríði sem allir vinnandi menn eru óafvitandi orðnir þátttakendur í eru peningarnir. Stríðið er endalaust og tekur aldrei enda á meðan almenningur tekur því þegjandi að allt sem hann framkvæmir sé háð geðþóttaákvörðunum þess valds sem byggir stöðu sína á magni raffærða peningaupphæða sem það heldur fram að tilheyri því. Veruleiki nútímans er sá að allur almenningur er stríðsfangar í hlekkjum verðmerkingarinnar á eignarétti þeirra sem eiga meira.

Okkur var lofað að það sem er tekið af vinnuframlagi okkar þjóni okkar eigin hagsmunum því það fari í að byggja upp ýmsa samfélagsþjónustu sem við njótum síðan góðs af í okkar daglegu athöfnum og ef við verðum fyrir skakkaföllum. Af framlagi okkar hafa orðið til sjóðir sem þeir sem eiga meira hafa ekki staðist freistingarnar af. Þeir hafa annaðhvort komið sjálfum sér, eða þægum þjónum sínum fyrir, yfir þessum sjóðum sem hefur haft þær afleiðingar að sífellt minna verður eftir til hagsbóta fyrir þá sem leggja sjóðunum til raunveruleg verðmæti.

Þeir sem eru tilbúnir til að lifa þannig á verðmætunum sem almenningur skapar fer sífellt fjölgandi. Útsjónarseminni til að koma sér fyrir í sæti arðræningjans, sem uppábúinn nefnist milliliður, virðist engin takmörk sett. Sífellt spretta upp fleiri milliliðir sem skapa sér arð af regluverksstýringu á milli þeirrar einföldu athafnar almennings að viðhalda sjálfum sér með því að leggja fram vinnu og hafa mat og húsaskjól á móti.

Peningavaldið hefur dæmt almenning úr leik

Ýmsir gerviþarfasérfræðingar hafa líka sprottið upp í þeim tilgangi að hafa meira upp úr vinnusamri þrá almennings að hlúa að sjálfum sér og ástvinunum sem eru á þeirra forsjá. Ég ætla ekki að fara nákvæmar út í það hér hvernig sá hópur hefur í krafti hugmyndafræði, sem hefur verið sett í sparibúning markaðs- og viðskiptafræði, hefur komið sér fyrir á milli vinnunar og brauðsins. Ég tel að ég hafi dregið upp alveg nógu skýra mynd til að hver sem vill sjá og skilja grundvallaratriði hennar geri það nú þegar.

Peningana eða lífið

Kannski má segja að það gildi það sama um peningana eins og eignaréttinn. Þ.e. að peningarnir séu ekki vandamálið frekar en eignarétturinn heldur það hugarfar sem þeim eru tengdir. Það má að sjálfsögðu velta því fyrir sér hvort kom á undan: peningarnir eða valdið sem þeim hefur verið gefið. Það er a.m.k. ljóst að miðað við þá samfélagsgerð sem mannkynið hefur byggt utan um tilveru sína þá er líklegt að við þurfum að styðjast við einhverja skiptimynt til að hafa vöruskipti. En er nútíma peningakerfi ábyggilega eina færa leiðin til þess?

Peningahyggjan heldur lífinu í gíslingu

Að mínum dómi er fórnarkostnaður þess peningakerfis sem við búum við í dag einfaldlega alltof tilfinnanlegur fyrir allan almenning til að það réttlæti það að fórnarlömb þess leggi allt sitt til að viðhalda því. Peningakerfi nútímans byggir nefnilega á þeirri hugmynd að það séu peningarnir sem búi til brauðið og byggi húsin sem við búum í en ekki hendur okkar sjálfra.

Vinnan býr til brauðið

Allir þeir sem skilja þá einföldu staðreynd að það eru ekki peningarnir sem búa til brauðið heldur vinnuframlag okkar almennings hljóta að skilja að við þurfum sjálf að bregðast við til að líf okkar og þeirra sem byggja framtíðina grundvallist á hugmyndafræði sannleikans en ekki þeirri lygi sem peningarnir hafa hneppt tilveru okkar í. Hver og einn þarf þess vegna að spyrja sjálfan sig hvort honum þykir skipta meira máli: peningarnir eða lífið?

Almenningur þarf að koma sjálfum sér til bjargarLíf nútímamannsins hefur orðið fórnarlamb markaðsdrifinnar peningahyggju og það er þess vegna nútímakynslóðanna að bregðast við. Það breytir enginn heiminum einn síns liðs. Þú, sem lest þetta, þarft þess vegna að finna fleiri. Það er ekki nóg að lesa þessi orð, eða orð annarra sem tala á sömu nótum, og kinka samþykkjandi kolli.

Þú þarft að finna þá sem eru sammála þér og safna fleirum. Þú þarft að þora að fylgja þeim eða hvetja þá til að fylgja þér til aðgerða sem skila ykkur þeim árangri að þeir fjölmörgu sem í hjarta sínu þrá það eins og þú að breyta samfélaginu, til þess að þið og ástvinir ykkar megið njóta þar mannsæmandi lífsskilyrða, fái tækifæri til að uppfylla þessa heilbrigðu lífsþrá.

Ég er ekki að hvetja til þess að þú efnir til blóðugrar byltingar en ég get því miður ekki lofað þér að það eigi ekki eftir að renna eitthvert blóð. Þess vegna minni ég þig á að blóðið er nú þegar tekið að renna. Á hverjum degi deyr einhver úr hungri, auðlæknanlegum sjúkdómi eða fyrir sinni eigin hendi eingöngu vegna þess valds sem peningarnir hafa yfir lífi okkar nú.

Peningarnir munu ríkja yfir lífi okkar með þessum hörmulega fórnarkostnaði þar til við stöndum saman og bregðumst við því óréttlæti sem viðgengst eingöngu fyrir það að þeirPeningaprentvélin sem ráða yfir peningaprentvélunum kæra sig kollóta yfir fórnarkostnaðinum sem hlýst af núverandi peningakerfi. Þeir kæra sig kollótta á meðan við látum þá komast upp með það að telja okkur trú um það að það séu peningarnir þeirra sem búa til brauðið okkar en ekki við sjálf.

Þeir kæra sig kollótta og kætast ósegjanlega yfir því að við gefum þeim lífið fyrir þessa hugmyndarfræði því það er einmitt það sem tryggir þeim völd og meiri peninga...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Talaðu ekki í svona gátum. Hvað er það nákvæmlega sem þú vilt gera? Taka allar eignir og peninga af öllum og ráðstafa þeim síðan með þeim hætti sem þeir sem telja sig jafnari en aðrir vilja? Það hefur verið reynt áður og reyndar er eitt land til í heiminum þar sem svoleiðis tilraun er ennþá í gangi. Það heitir Norður Kórea.

Hörður Þórðarson, 18.8.2012 kl. 05:20

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vandamálið er ekki það að ég tali í gátum. Í þínu tilviki gæti það verið það að þú vilt ekki skilja. Ef þú vildir það þá hefðir þú t.d. litið eftir því hvort þú fyndir svör í öðru því sem kemur fram á síðunni minni og fundið þau. A.m.k. hugmyndir að leiðum sem eru þess virði að skoða.

Að lokum bendi ég þér á að það er breiður vegur frá þeim hugmyndum sem þú virðist ætla að ég hafi um mannsæmandi lífsskilyrði og þess að viðhalda núverandi nýfrjálshyggjukerfi sem þjónar þeim best sem stýra peningaprentvélunum eins og ég benti á í færslunni sem þú vilt ekki skilja.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2012 kl. 05:29

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Synd að þér skuli hafa orðið svona fátt um svör, Rakel. Eins og sagt er, "hæst bylur í tómri tunnu".

Hörður Þórðarson, 18.8.2012 kl. 07:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Rakel.

Orð eru vopn.

Vopn sem valdsmenn á öllum tímum hafa óttast.

Þessi pistill er gott vopn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.8.2012 kl. 07:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rakel talar einmitt ekki í gátum, ég skil fullkomlega hvað hún er að segja og tek undir hvert orð. Því miður eru margir svo óþroskaðir ennþá að skilja ekki sannleikann þegar hann er borin á borðið skýrt og skorinort.  En þetta er að breytast það er verið að hræra í pottinum og jörðin að hækka sína tíðni og mannskepnan líka.  Við erum að vakna til betri vitundar, því fleiri sem sjá það og finna því betra, því fyrr tekst okkur að komast upp úr þessu peningagræðgisvaldi og sjá hin raunverulegu verðmæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.8.2012 kl. 11:38

6 identicon

Frábær grein hjá þér Rakel; vönduð og skýr sýn á heildarsamhengið.

Tek svo undir þessi orð Ásthildar: 

Við erum að vakna til betri vitundar, því fleiri sem sjá það og finna því betra,

því fyrr tekst okkur að komast upp úr þessu peningagræðgisvaldi og sjá hin raunverulegu verðmæti.

Og af þeim eigum við nóg af á okkar gósenlandi, en samt vex hér misskipingin, alveg vinstri/hægri í moðsuðu spilltra pólitíkusa 4-flokksins.

Við vitum þetta öll, amk. innst innra með okkur.  Látum það eftir okkur að breyta þessu til samræmis við innstu vitund okkar.  Þá skapast loks friður og sátt hér innanlands.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 15:01

7 identicon

Við höfum líf að verja.  Það þýðir ekki lengur að taka strútinn a þetta:

Terry Weiss
moneymorning.com
August 18, 2012

In a riveting interview on CNBC, legendary investor Jim Rogers warned Americans to prepare for “Financial Armageddon,” saying he fully expects the economy to implode after the U.S. election.

Rogers, who for years has been an outspoken critic of the Feds policies of “Quantitative Easing,” says the world is “drowning in too much debt.”

He put the blame squarely on U.S. and European governments for abusing their “license to print money.” In the U.S. alone, the national debt has surged to nearly $16 trillion, that’s more than $50,000 for every American man, woman and child.

“[They] need to stop spending money they don’t have,” Rogers said. “The solution to too much debt is not more debt… What would make me very excited is if a few people [in the government] went bankrupt…” Rogers added.

Skyldi öll náhirð 4-flokksins fylgjast með því hvað er í vændum?

Það er ekki hægt að skuldsetja almenning meira.

Það líður hratt að óhjákvæmilegu uppgjöri.  ESB hefur stefnt að sama federalíska og glóbalíska heimsveldi og Jim Rogers segir að stefni í "Financial Armageddon" eftir forsetakosningarnar í USA, í nóvember 2012.

Því segi ég að það sé lífsnauðsynlegt að íslenska þjóðin fái að kjósa um ESB aðlögunina í nóvember 2012 og kolfella það með dúndrandi NEI.

Eftirmálin vegna skuldsetninga helferðarstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur, á kostnað íslenskrar þjóðar, munu fara fram í kjölfarið.

Þar mun verða spurt um Icesave, ESB, AGS, Deutsche Bank, hrægamma, innlendra sem erlendra og vogunarsjóða þeirra.  Þessu helvíti mun linna.

Glæpur náhirðar 4-flokksins hefur verið atlaga að almannahagsmunum íslensku þjóðarinnar.   Þjóðin ákveði um örlög þeirra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:18

8 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

já hvað heldurðu að mundi breytast Rakel ef við skoðum aftur fyrir víkingainnrásina og valdaránið og lanyfirtakan... eignarrétturinn var ekki bara fundinn upp sem hugmynd... hann var framkvæmdur sem útrýming þeirra sem fyrir voru og þrælatakan og svo útilokun... samanber "genoside"... hræddur um að eignarrétturinn á landi hafi verið álýka sársaukafullur ef ekki verri í Evrópu inni gömlu en þegar indjánar ameríku veru lagðir í rúst á alla vegu... rústin sem varð til erum við enn stödd í... heæddur um að þetta eignarréttarmál hafi mikð vægi í sögu yfirgangs alls sem ég tel vera nokkur þúsund ára... fyrr voru bara fjölskyldur og allir bræður og systur... bara rösk þúsund ár síðan hér.. gaman væri að ræða þessi mál ofaní kjölinn með þér Rakel... og takk fyrir sterka framsetningu alla tíð og mikinn og góðan kraft og vilja

Tryggvi Gunnar Hansen, 18.8.2012 kl. 21:22

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur pistill Rakel og nákvæmlega það sama og Ómar Geirsson var að tala um að peningaöflin stjórna heiminum og hika ekki við að sétja á stað stríð sér til hagsbóta ef með þarf svo mikil er græðgi þeirra! Við erum meðvituð og það er okkar kostur jafnvel þótt við náum ekki að stöðva þessa þróun til stríðssins þá höfum við allavega reynt.

Sigurður Haraldsson, 18.8.2012 kl. 21:24

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hörður, mér þykja innlegg þín merkileg fyrir það að það er eins og þú sést að svara einhverjum sem þú ert með fyrirfram mótaðar hugmyndir um. Nú man ég ekki eftir því að hafa rekist það eftirminnilega á þig áður að það geti staðist að það hafi tekist á milli okkar einhver þau kynni að þú getir haft hugmynd um hverjar skoðanir mínar eru svona yfir höfuð. Þetta þekkingarleysi kemur líka berlega fram í báðum svörum þínum.

Reyndar er ekki annað að sjá en þekkingarleysi þitt taki til fleiri þátta en hverjar skoðanir mínar eru. Það er þess vegna kannski rétt að ég sé svona álíka kurteis og þú sjálfur og bendi þér á að merking málsháttarins sem þú klikkir út með í seinna innlegginu þínu merkir „það heyrist hátt í þeim sem lítið veit.“

Ég vona þín vegna að þekkingarleysi þitt sé ekki svo algert að þú áttir þig ekki á því að þó þú hefðir ekkert af mér nema færsluna hér að ofan þá er útilokað að halda því fram að þar bylji ég hátt hvað þá að færslan komi frá einhverjum sem veit ekki neitt.

Ef þú vilt viðhalda núverandi peningakerfi þá gott og vel en viðurkenndu það þá bara án þess að gera lítið úr sjálfum þér með því að fullyrða eitthvað um mig sem fær ekki staðist. Í því sambandi máttu hafa hugfast að framkoma þín og framsetning hafa líka áhrif á það hversu „aðlaðandi“ málstaðurinn sem þú ert að tala fyrir verður í augum þeirra sem þig langar til að eiga í skoðanaskiptum við.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2012 kl. 21:30

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Flottur pistill hjá þér Rakel. Þú talar ekki í neinum gátum fyrir mér!

>Þú þarft að finna þá sem eru sammála þér og safna fleirum. Þú þarft að þora að fylgja þeim eða hvetja þá til að fylgja þér til aðgerða sem skila ykkur þeim árangri að þeir fjölmörgu sem í hjarta sínu þrá það eins og þú að breyta samfélaginu, til þess að þið og ástvinir ykkar megið njóta þar mannsæmandi lífsskilyrða, fái tækifæri til að uppfylla þessa heilbrigðu lífsþrá.

Þetta sem þú skrifar er nákvæmlega sem ég hef verið að tala um. Við þurfum að fara að safna saman liðinu sem vill alvöru breytingar og Nýtt Ísland! Það gerist fyrst með smærri hóp og svo stækkar hann og stækkar. Svo fer að við viljum koma síðan ÖLL saman á einn stað og þá verður ekkert sem stendur gegn okkur!

Guðni Karl Harðarson, 19.8.2012 kl. 01:42

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir áhugaverð innlegg. Það skal upplýst að það var síðasti bloggpistill Ómars Geirssonar sem átti stærstan þátt í því að hann var skrifaður. Ég tek það fram að það stóð ekki til að setja innihald hans fram í neinum gátum enda textinn aukinn með myndum þannig að hver sá sem vill sjá og skilja ætti ekki að eiga í neinum erfiðleikum að skilja hann.

Kjarninn er einfaldlega sá að hver og einn spyrji sig þeirrar einföldu spurningar hvort honum þyki meira virði peningarnir eða lífið. Þeir sem hafa þann skilning á eignaréttinum að hann taki á þann hátt til hans sjálfs að hann eigi alltaf rétt á að vera eigandi sjálfs sín en sé ekki söluvara kemst að sömu niðurstöðu og ég. Það er lífið.

Sú hugmyndafræði sem knýr nútímann er andstæð lífinu. Þess vegna þurfum við sem veljum lífið fram yfir peningana að finna þá sem eru sammála okkur og safna þeim saman eins og Guðni undirstrikar hér að ofan.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.8.2012 kl. 03:21

13 Smámynd: Hörður Þórðarson

Finnist þér lífið meira virði en peningar, hvers vegna í ósköpunum ert þú að hafa áhyggjur af peningum? Það eru til peningalaus samfélög. Það er enginn sem bannar þér að ganga í slíkt samfélag. Þetta er vel hægt, jafnvel í vesturlöndum nútímans.

http://www.guardian.co.uk/environment/2009/nov/09/mark-boyle-money

Vitur maður sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið, gjaldið Guði það sem guðs er og keisaranum það sem keisarans er. Er eitthvað að því?

Ef þú vilt ekki peninga fyrir vinnuna þína, Rakel, hvað viltu þá fá? Fyndist þér þægilegra að fá smjör eða fiska eða eitthvað þess háttar? Myndi það gera þig frjálsari? Þú og þeir sem eru samálla þér ættu að sýna viljan í verki og hætta að nota þessa ógeðslegu peninga eða ert þú kannskí stór í orði en lítil á borði? Tóm tunna?

Hörður Þórðarson, 19.8.2012 kl. 03:51

14 identicon

Góð grein Rakel.

Og mjög svo tímabært að opna umræðuna um aðalatriðið! Það er þó vist að einhverjir muni snúa útúr of æpa þegar að þessu málefni er komið. Ofurtrú á peningum og hlutverki þeirra í samfélagi okkar er svo sterkt.

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 08:01

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið vorkenni ég fólki eins og þessum Herði Þórðarsyni.  Þvílík þröngsýni.  Ég er ábægð þegar ég hef nógan pening til að lifa, borða og eiga fyrir skuldum.  Eigi maður of mikið af peningum koma áhyggjurnar af því hvernig eigi að geyma þá, fólk ætlast til að maður gefi alltaf eitthvað í einhver málefni, og það eru endalausar óskir og tilætlunarsemi.  Ég gef oft til góðra málefna, en það er af því að ég vil styðja þau mál, en ekki af því að fólki finnst ég EIGI að gera það vegna þessa að ég eigi svo mikið af peningum. 

Eftirfarandi slær svo botnin í alla umræðuna hér:

Ef þú vilt ekki peninga fyrir vinnuna þína, Rakel, hvað viltu þá fá? Fyndist þér þægilegra að fá smjör eða fiska eða eitthvað þess háttar? Myndi það gera þig frjálsari? Þú og þeir sem eru samálla þér ættu að sýna viljan í verki og hætta að nota þessa ógeðslegu peninga eða ert þú kannskí stór í orði en lítil á borði? Tóm tunna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2012 kl. 09:34

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hörður, þú ert nú alveg óendanlega fyndin „Stór í orði en lítil á borði“? Ég get sjálfsagt verið stór í orðum en ég er það ekki hér. Það má vera að þér finnist það enda er þér annaðhvort algerlega fyrirmundað að skilja innihald bloggfærslunnar minnar eða þá að þú vilt bara alls ekki skilja það.

Þetta með samanburðinn á stærð orða minna og minni eigin gæti samt alveg staðist þar sem ég get hvorki hrósað mér af mikilli stærð hvort sem talað er um þverveginn eða langveginn. Ég er hins vegar óneitanlega töluvert stærri þegar ég stend uppi á borði. Fer reyndar nokkuð eftir hæð borðsins sem við er átt.

Það er líka eftirtektarvert hvað þú ert upptekinn af því að tengja mig og málflutning minn við tóma tunnu þó ég hafi lagt mig fram um að leiða þig í allan sannleikann um að slíkur samanburður fær mjög illa staðist með tilliti til bloggfærslu minnar sem hefur hrifið þig til slíks samanburðar.

Það fer heldur ekki fram hjá mér að þó ég hafi reynt að rökræða við þig þá tekur þú ekki boðinu um að taka þátt með öðru en útúrsnúningum og/eða fullyrðingum sem byggja á einhverju allt öðru en því sem ég hef lagt til málanna. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að það er tímasóun að sóa meiri tíma í bein svör til þín en vona þín vegna að líf þitt og afkomenda þinna þurfi ekki að verða þrælar peningakerfis sem byggir á slíkum ójöfnuði og við horfum upp á í dag á milli einstaklinga og þjóða.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.8.2012 kl. 13:48

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki var annars að vænta Rakel, en að þessi pistill kæmi einherjum í uppnám. Hjörtu hægri manna eru lítil og hræðslan á næsta leiti þegar talið berst að græðgi/jöfnuði lífskjara.

Markaðurinn mun ekki rumska fyrr en hann stendur frammi fyrir því að plánetan Jörð ávarpar mannkynið og segir skýrum rómi að hugtakið "hagvöxtur" hafi alltaf verið misstúlkað og þar með misskilið jafnframt. Enda hafi alltaf verið til þess ætlast.

"Bóndi sem býr á jörð til að græða á jörð er undireins búinn að gera jörð sína að flagi." (Ben. Gíslason frá Hofteigi í bókinni: Íslenski bóndinn.)

Hagvaxtarkröfur og græðgi markaðsins er á leiðinni að gera jörðina óbyggilega. Líkur á ójafnvægi hitastigs og veðurfars aukast hratt og höfin súrna.

Leki á geislavirkum úrgangi gæti farið að raska erfðaefnum lífvera og jafnvel má búast við aukningu á vansköpun. Það er full ástæða til að skrifa greinar eins og þessa og þær ættu að birtast í öllum blöðum.

Ekki minna en einu sinni í mánuði.

Pólitík frjálshyggjunnar mun líða undir lok von bráðar enda þarf græðgin ekki pólitískt vald til að menn haldi áfram að bjarga sér af eðlilegri kappsemi.

Árni Gunnarsson, 19.8.2012 kl. 16:04

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er merkilegt innlegg hjá þér Árni fyrir það að þú bendir á að vangaveltur mínar ógni þeim sem skilgreina sjálfa sig til hægri. Ég skal ekkert fullyrða um réttmæti þessa en þykir það merkilegt ef rétt er að umræða um græðgi og ójöfnuðinum sem henni er samferða skuli frekar vera túlkuð sem ógn við þá sem líta á sig sem hægri menn.

Sjálf skilgreini ég mig sem réttlætissinna og skil ekki að það geti ekki náð yfir allan skala þeirrar gamalgrónu hugmyndafræði sem var skipt í hægri eða vinstri. Að mínum dómi ættum við að losa okkur við hana og taka upp það sem er gott án tillits til þess hvort það var fóstrað af þeim sem voru til hægri eða vinstri en henda öllu hinu skilyrðislaust.

Ég vek svo athygli á því að í pistlinum vík ég að þremur -ismum sögunnar. Þ.e. fasisma, nasisma og kommúnisma en þetta eru öfgarnir úr báðum áttum hægri og vinstri-skalans. Ég treysti mér ekki til að skilgreina nýfrjálshyggjuna í aðra áttina frekar en hina enda nokkuð ljóst, miðað við það sem hefur komið á daginn í íslenskri pólitík, að enginn merkjanlegur munur er á því hvernig sú hyggja er rekinn af vinstri eða hægri. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.8.2012 kl. 18:00

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rakel. Ályktun mín um viðhorf hægri manna til innihalds pistils þíns byggðist að miklu leyti á viðbrögðum eins manns sem gerði vart við sig með nokkrum þunga. Ég er alvanur svona viðbrögðum hægri manna einkum frá tíma mínum hér á þessum bloggmiðli.

Ég efast ekki um þá niðurstöðu mína að það er mikil andstaða frá hægri við flest þau viðhorf að vægja þurfi lífríki jarðar og nýta auðlindirnar af hófsemd.

Því miður.

Árni Gunnarsson, 19.8.2012 kl. 19:03

20 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er ekki að efast um réttmæti ályktunar þinnar en eins og ég sagði þá þekki ég téðan Hörð ekki neitt og veit þess vegna ekki hvort hann skilgreini sig til hægri eða vinstri. Hins vegar grunar mig að hann sé fylgjandi núverandi peningakerfi þó hann hafi ekki sagt það beinlínis.

Kjarni málsins er sá að ég er ekki að efast um það sem þú segir en nýtti tækifærið til að minna á það sem mér finnst um þessa gamalgrónu hægri og vinstri pólitík. Fór reyndar nokkuð ýtarlega í þetta atriði bloggpistli sem ég kallaði Pólitískar sleggjur og hakkavélar.

Svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá er langt frá því að ég sé að vísa á þetta af því að mér finnist það sem þarna segir eiga við um þig heldur gæti það verið einhver viðbót við það sem þú ert að færa í tal. M.ö.o. ég skil alveg hvað þú ert að segja og það á því miður alveg rétt á sér en ég harma þó hvernig þessi tegund pólitíkur er notuð til að drepa niður alla rökræðu um málefni sem varða okkur öll svo og framtíðina líka. 

Svarið við spurningunni um það hvort það eru peningarnir eða við sjálf sem búum til brauðið hefur t.d. ekkert með hægri eða vinstri að gera. Það þarf ekkert nema óbrenglaða dómgreind til að átta sig á því að peningar geta aldrei búið til brauð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.8.2012 kl. 23:36

21 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Rakel... rót vandans er við upphaf "siðmenningar" sem er fáránlegt orð yfir það sem gerðist í Persíu fyrir nær 5000 árum... þar byrjar stríð á stór-fjölskyldusamfélagið forna ... yfirgangur einnar fjölskyldu sem kom úr norðri.. það er Seifur er maður líkt og Óðinn sem er afleggjari af því sama og kom seinna norður sem Snorri seigir. Þetta kallast víkingaöld þegar við fáum það yfir okkur hér í norðri.. (vikingar eru börn fyrist stríðsmannana úr suðri og ljóshærðra hertekinna kvenna.. samanber börn Skallagríms Þórólfur ljós og hversmanns hugljúfi og Egill dökkur og harður og illur í skapi...  þjóðin er blanda af þessu... vikingar eru þó ekki nema 4000 á móti 30 til 40 þúsund álfum tröllafólki og írum ... hér voru samar líka en fóru ... sumir voru drepnir og aðrir flúðu til fjalla og sumir gerðir að þrælum... við þurfum aftur fyrir þetta tímabil vel Rakel ef við viljum líta rætur vandans... nú erum við þrælar áður vorum við bræður og systur... nú eigum við engan aðgang að landinu en áður áttum við allt landið saman...

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.8.2012 kl. 10:10

22 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

það er ekki huggulegt þegar verið er að reka fólk af löndum sínum og lifibrauði og gera að þrælum eða drepa það... og þetta verklag er enn í gangi gagnvart þeim fáu frum þjóðum sem enn finnast og ekki var atgangurinn kræsilegri en hjá indjánum þegar þessi stríðsvél valt yfir evrópu og tók 3000 - 4000 ár að komast upp hingað en svo langt er um liðið að "þeim" "okkur" tókst að ljúga atburðina út úr sögunni og orsakasamhengið... hér var því einfaldlega logið að enginn hafi verið á skerinu... mjög gróf yfirhilming sem enn rúllar í hausskólafræðum harðlífisfræðanna með valds og víkingadýrkunina og rómantíkina trjónandi... um góðu fallegu glæpamennina... sem flýttusér svo að verða kristnir eftir að hafa rænt og drepið rösklega og héldu þó áfram þeim háttum lengi..  sem enginn virðist skilja neitt í.. menn seigja "bændur flugust á" það er heila skýringin fyrir 7 alda algjörum morðbrjálæði... og enginn virðist vita vilja glóru um álfuna norðanverða hvað átti sér stað á norðurlöndum fyrir víkingafárið?  Hér er meinið ið versta... þessi þögn á menninguna sém var hér fyrir... Nú er búið að sanna að búið var í bæjarstæði Ingólfs 200-400 árum fyrir komu Ingólfs.. og að Ingólfur kom með Járnvinslu sem liggur ofaná "landnámslygalaginu".

Við erum semsagt 70% álfar og 30% víkingar að meðaltali en varierar í hverjum og einum þessi hlutföll... þeir sem eru fyrir listir og lækningar og þjónustu og hjálp og tónlist og sannleikselskandi hafa mjög sterkan álf í sér ... þeir sem heillast af valdi og slægð eru með mikið af hinu... erfiða.. 

Tryggvi Gunnar Hansen, 20.8.2012 kl. 17:58

23 identicon

Tryggvi Gunnar Hansen Þetta þykir mér merkilegt að heyra. Ég hef verið með mjög svipaðar pælingar í þónokkurn tíma, og hef aldrei fyrr hitt nokkurn sem hefur spáð svona djúpt í þessu.

Var einmitt að kommentaá DV.is varðandi hvernig þjóðin viðist skiptast í þessa hópa sem þú nefnir. Mér datt í hug að nefna þetta með Víkinga vs aðra þjóðflokka á landinu en hélt að það væri kanski of far out fyrir lesendur.

http://www.dv.is/frettir/2012/8/23/utatadur-blodi-en-enginn-hjalpadi/

maggi220 (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband