Hann er runninn upp...

Frasar eins og hugarfarsbreyting, nýtt Ísland, uppgjör og gangsæi hafa verið áberandi veifur í hérlendri dægurmálaumræðu allt frá hruni. Lítið hefur þó farið fyrir öllu þessu í reynd enda öflugir flöskuhálsar sem liggja einkum í eigna- og valdablokkunum sem hafa komið sér upp nöðruhreiðrum í samfélaginu. Nú virðist hins vegar hylla undir nýja tíma bjartsýnar vonar um að ofantalið verði loks að raunveruleika.

Samstaða: Flokkur lýðræðis og velferðarSamstaða er nýtt stjórnmálaafl sem lofar góðu bæði þegar tekið er mið af stefnu og fylgi. Í dag verður svo stofnfundur breiðfylkingar ýmissa stjórnmálaafla sem standa saman að rekstri Grasrótarmiðstöðvarinnar. Hver veit nema það eigi líka eftir að koma fram fleiri framboð sem verða álitlegur kostur þeim sem hafa kallað eftir alvöru breytingum samhliða alvöru uppgjöri.

Eftir fréttir föstudagsins, sem leiddu í ljós stórkostlegt fylgi við Samstöðu, hafa vonir manna um að tími fjórflokksins sé útrunninn glæðst verulega. Styrmir Gunnarsson segir í pistli sínum inni á Evrópuvaktinni„þeir sem áður töldu ólíklegt að ný stjórnmálaöfl mundu koma að ráði við sögu í næstu þingkosningum eða skipta máli verða að endurskoða það mat sitt“ og er ekki annað hægt en taka undir þessi orð!

Fylgi Samstöðu ætti að vera fagnaðarefni öllum sem hafa óskað þess í orði eða á torgi að fjórflokkurinn legðist af. Í því felst tækifærið til að gera alvöru úr því að koma fjórflokknum fyrir kattarnef enda nauðsynlegt almannahagsmunum.

Loks er tíminn runninn upp þar sem við getum gert okkur raunverulegar vonir um að koma fylgi gömlu flokkanna allra vel undir 15%-in. Þeir sem hafa áttað sig á því að þessir vinna aðeins að hagsmunum rétt rúmlega 3.000 fjölskyldna í landinu hafa þess vegna fullt tilefni til að hætta öllum barlómi og leggjast á eitt um að gera næstu alþingiskosningavöku að líkvöku fjórflokksins en um leið sigurhátíð þess sem viðspyrnan í landinu hefur barist fyrir í bráðum þrjú og hálft ár!

Að þessu sögðu er ekki úr vegi að hvetja alla til að horfa á myndbandið hér að neðan sem var tekið upp á laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni þ. 21. janúar sl. en þá sögðu fulltrúar Öldu: Félags um sjálfbærni og lýðræði frá tillögum félagsins um lýðræðislegan stjórnmálaflokk. Í myndbandinu svarar Kristinn Már Ársælsson ýmsum spurningum um það hvernig slíkur flokkur virkar:


mbl.is Möguleikar nýju framboðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona sannarlega þessi auðveldar viðhorf aðlögun fyrir alla, sérstaklega löggjafarvaldið alls staðar!.

Jeff Garland (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 06:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel.  Ég bíð spennt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 13:06

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fallegt ljóðið sem þú sendir :-) en ég var bara gestur á þessum fundi. Mitt mat er þó það að hann hafi gengið vel. Það er mín von að af þessu framboði verði því það er algert „must“ að hvíla fjórflokkinn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.2.2012 kl. 18:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rakel.  Já það er algjört must, og eiginlega miklu meira en það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband