Ræður af síðasta borgarfundi s.hl.

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að viðspyrnuöflin í grasrótinni stóðu fyrir borgarafundi í Háskólabíói þ. 23. janúar sl. Yfirskrift fundarins var: Er verðtryggingin að kæfa heimilin? Fundurinn var tvískiptur þar sem fyrri hlutinn var helgaður reynslusögum en í seinni hlutanum var fjallað um verðtrygginguna og hugað að lausnum.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Karl Sigfússon  byrjuðu fundinn. Það er vika síðan ræður  þeirra voru settar inn á You Tube. Ég birti þær á þessu bloggi í síðustu viku. (Sjá hér) Myndbandið með ræðu Karls er núna myndband mánaðarins inni á eyjan.is (sjá hér) og áhorfið á það að nálgast 1300.

Nú eru myndböndin með ræðum Marinós G. Njálssonar og Guðbjörns Jónssonar líka komin inn á You Tube. Þeir styðjast báðir við glærur í fyrirlestrum sínum sem sjást ekki í upptökunum hér að neðan en það er rétt og skylt að taka það fram að notandi sem kallar sig kryppadotcom inni á You Tube tók upp nær allan fundinn og setti myndböndin þangað inn í fjórum hlutum tveimur dögum eftir fundinn. Hér er fyrsti hlutinn. Glærurnar sem ræðumenn vísa til sjást í upptökunni hans.

Marinó G. Njálsson setti líka glærurnar sem hann styðst við í fyrirlestrinum sínum inn á bloggið sitt en ræðan hans er hér:



Hér er svo ræða Guðbjörns Jónssonar en það má benda á það hér að hann hefur sjálfur gert You Tube myndbönd í þremur hlutum þar sem hann fer ýtarlega yfir verðtrygginguna. Bæði lög og framkvæmd. Hér er krækja í fyrsta hluta þeirra.



Að lokum má láta það fylgja þessari færslu að til stóð að halda framhaldsfundi í Háskólabíó þann 20. febrúar n.k. þar sem megináherslan yrði lögð á spurninguna um eignaréttinn. Þ.e. hvort það stangist virkilega ekki á við nein lög að lánveitandi geti hirt eignir lántakenda skilyrðislaust upp í hvaða skuldaupphæð sem er algerlega óháð því hvernig lánið stendur að öðru leyti.

Það má vera að af þessum fundi verði þegar líður að vorinu en viðspyrnuöflin sem hafa staðið að borgarafundum um málefni lántakenda, fyrst í september sl. og svo núna í janúar, sáu sig tilneydd til að fresta fyrirhuguðum framhaldsfundi um óákveðinn tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við getum breytt þessu með samstöðu eins og ræðumenn sögðu allir.  Það sem þarf er samstaða og að skoða hvaða möguleika við eigum í formi laga og réttar.  Það er nú eða aldrei. Takk fyrir þessar tvær færslur, ég hef nú hlustað á alla ræðumennina það var gott að hlusta á þetta fólk.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband