Af von og trú

Ég var að kenna í gærkvöld sem er ekki í frásögur færandi þar sem ég er kennari. Ég skrifa þetta því ekki til að segja frá því hvað mér finnst gaman að  kenna heldur langar mig til að deila hér dásamlegu ljóðadæmi sem ég var að vinna með í þeim tilgangi að fjalla um stílbragðið vísun.

Ari Jósefsson (1939-1964)Höfundur ljóðsins hét Ari Jósefsson. Hann fæddist árið 1939 en hvarf af Gullfossi árið 1964. Aðeins þremur árum eftir að fyrsta og eina ljóðabók hans kom út. Ari varð því ekki nema 25 ára gamall. Ljóðin hans hafa náð að lifa helmingi lengur en hann.

Ljóðin hans eldast virkilega vel og eiga fullt eins erindi við nútímann eins og þann samtíma sem þau voru gefin út á. Hér á eftir birti ég tvö ljóð eftir Ara. Það fyrra heitir „Stríð“ en því miður veit ég ekki hvað það seinna heitir. Það er hins vegar ljóðið sem varð kveikjan að þessum skrifum.

Ef einhver vill fræðast meira um skáldið má m.a. vísa á þessa slóð og þessa hér sem fjallar reyndar um miklu fleiri skáld en Ara Jósefsson.
All sem við viljum er friður á jörð
Stríð

Undarlegir eru menn
sem ráða fyrir þjóðum

Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón

og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið

Þar sem kveikjan að þessum skrifum var umfjöllun um stílbrað má ég til að benda á eitt slíkt sem kemur fram í Ég trúi á réttlætiðlok þessa kvæðis. Þetta eru þversagnirnar tvær þar sem segir: að eiga  „ekkert föðurland nema jörðina“ og eiga „enga hugsjón nema lífið“.

Og þá ljóðið sem ég nota gjarnan sem dæmi um stílbragðið vísun:

Ég trúi á moldina
og son hennar manninn
fæddan af skauti konunnar
sem er píndur á okkar dögum
krossfestur drepinn og grafinn
en mun rísa upp á morgun
og krefjast réttar sín til brauðsins
ég trúi á anda réttlætisins
samfélag mannanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegur pistill. Takk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 04:58

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ljóðin hans Ara eiga stærsta þáttinn  Þakka þér svo fyrir innlit innlegg.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband