Samfélagslega meðvitaðir Evrópubúar standa saman!

Enn keppast fjölmiðlar við að fjalla um það hvaða stjórnmálamaður sagði hvað, hvert fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt skoðunarkönnunum er og hverjir eru líklegastir til að taka við völdum yrði boðað til kosninga. Á meðan þeir spóla enn í þessu fari og fjalla um afleiðingar þessara firrtu stjórnmálahátta eins og aukna glæpatíðni, fíkniefnaneyslu og ofbeldi af ýmsu tagi án nokkurrar tengingar við það hvað veldur þá breiðast mótmælin út um alla Evrópu.

Næst komandi sunnudag verður þriðji í samevrópskum mótmælum gegn firringu peningavaldsins sem lítur á almenning sem verslunarvöru. Um síðustu helgi var mótmælt á torgum 130 borga og bæja í 26 evrópulöndum. Krafan er raunverulegt lýðræði!

Samstaðan getur unnið kraftaverkHér má fylgjast með því hvar verður mótmælt n.k. sunnudag. Nú þegar hafa verið sendar inn tilkynningar um mótmæli í 20 evrópulöndum. Tölurnar eru til vitnis um þá vakningu sem er að eiga sér stað í Evróðu en ekki síður um hreint ótrúlega samstöðu! Fjölmiðlum virðist ekki þykja það neinar fréttir enda sennilega of fastir ofan í hjólfarinu sem þeir eru búnir að spóla sig ofan í til að átta sig á því hvaða breytingar samstaða af þessu tagi boðar...

Mér þykir rétt að minna á að sem betur fer höfum við Netið til að skiptast á fréttum og skoðunum sem skiptir raunverulegt líf okkar máli. Það er því mikilvægt að allir sem búa yfir þekkingu og færni til að miðla texta og myndum hjálpist að við að segja frá því að almenningur út um alla Evrópu hefur tekið sig saman um að hafna þeim raunveruleika þar sem hann er útilokaður frá því að vera virkur þátttakandi.

Evrópskur almenningur stendur saman í kröfum sínumValda- og fjármálaklíkan sem hefur sölsað undir sig samfélögin lítur eingöngu á almenna borgara sem hjörð sem þeir geti nýtt og kallað til í þeim tilgangi að tryggja sjálfum sér efnahagsleg forréttindi og völd. Borgarar vítt og breitt um Evrópu hafa nú risið upp í þeim tilgangi að knýja fram breytingar á þessu firrta fyrirkomulagi sem er ekki aðeins að ganga að lýðræðinu dauðu heldur grefur undan tækifærum almennings til mannsæmandi lífs.

Facebook er góður vettvangur til að tengja okkur saman og You Tube til að koma á framfæri fréttum af mótmælunum sjálfum. Á íslenska viðburðinum, sem settur hefur verið upp á Fésinu, eru krækjur í einhverja af þessum síðum. Þar er fólk hvatt til að taka þátt í þessum viðburði með þessari þýðingu á enska textanum: 

Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!

Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
"Angelo"

Mótmælendur víðs vegar um Evrópu hafa tekið sig saman í baráttunni gegn þeirri staðreynd að banka- og stjórnmálamenn fara með almenning eins og verslunarvöru. Krafan er raunverulegt lýðræði núna!

Í tilkynningu frá skipuleggjendum þessara samevrópsku mótmæla segir: Við tilheyrum ekki neinum pólitískum flokki! En við höfum vaknað til samfélagslegrar meðvitundar um það að stjórnvöld í Evrópu vinna ekki í þágu almennings heldur fjármálastofnana.

TÖKUM VÖLDIN ÚR HÖNDUM LÁNASTOFNANA OG FÆRUM ÞAU Í HENDUR FÓLKSINS.

Við stöndum fyrir samstöðu! Lýðræði er endanlegt svigrúm okkar! Grunnur lýðræðisins er samstaða! Deilum þessu meðal vina og verðum milljónir! (sjá hér)

[...]

Hér má fylgjast með hvar mótmæli fara fram: http://www.dentnews.net/?p=12594

You Tube rás: http://www.youtube.com/user/EuropeanRevo29th?feature=mhee

Það er gaman að geta þess hér að nokkrar kveðjur hafa borist inn á vegg atburðarins utan úr heimi. Ég ætla að vekja  athygli á þremur þeirra.

Þessi kom frá Grikklandi: „Greece is with you--WE ARE ALL ONE!!! AGAINST THE UNJUSTICE, THE POLITICANS AND THE BANKS----- FREEDOM!“

Þessi kom frá Mexíkó: Support from Mexico!“

Og þessi var sett inn á vegginn í dag frá einstaklingi sem ég veit ekki hvar býr: Although I will not be there I do support your cause... You have a very strong influence and a very big heart......Oh and a crazy sense of humor too :-)“

Ekta íslensk mótmæli 8. júní n.k!

Mig langar að lokum til að vekja athygli á því að í gærkvöldi var líka settur upp viðburður þar sem íslenskir borgarar eru hvattir til að sýna þingheimi hvað þeim finnst um það sem þar fer fram. Tilefnið eru eldhúsdagsumræður eða síðasti þingdagur áður en þingið fer í sumarfrí. Þegar hafa 100 boðað komu sína. Viðburðinn er að finna hér.


mbl.is Óvíst um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært Rakel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband