Heimssöguleg mótmæli á Austurvelli
21.5.2011 | 05:21
Það verður væntanlega alltaf erfiðara og erfiðara að sitja aðgerðarlaus hjá og láta sem þeir sem mótmæla séu eitthvað að misskilja hlutina. Það verður líka erfiðara og erfiðara að telja sér trú um að þeir sem mótmæla séu skrýtna fólkið en þeir sem sitja aðgerðarlausir hjá séu venjulega fólkið.
Steingrímur J. Sigfússon tók af allan vafa um það hvert hið svokallaða venjulega fólk er samkvæmt hans skilgreiningu og þeir sem sátu flokksráðsfundi VG í Reykjavík tóku undir með honum. Þessir venjulegu er þeir sem hafa verið settir í forgang og fengið afskriftir í bönkunum eða fengið skuldir sínar felldar niður. Ég reikna ekki með að almennir borgarar séu almennt á meðal þessara. Það er löngu orðið tímabært að allt þetta fólk taki afstöðu með sjálfu sér gegn stórhættulegri sérhagsmunastefnu sem ógnar lífi þess og framtíð.
Um þessar mundir er mótmælt víða um heim. Spánverjar sem hafa mótmælt alla þessa viku. Sumum þeirra hefur verið hugsað til Íslands og jafnvel sent íslenskum vinum sínum skilaboð um að byltingin hér á síðustu árum hafi verið þeim fyrirmynd. Hvað sem því líður má sjá að tilefni mótmælanna þar og kröfur eru kjarninn í því sem þeir sem hafa mótmælt frá haustinu 2008 fram til þessa dags hafa alla tíð sett á oddinn. Þetta kemur vel fram í texta þessa myndbands:
Spánverjar hafa komist að því að þeir geta ekki treyst stjórnmála- og fjármálaelítunni fyrir kjörum sínum og framtíð. Þeir segja að þess vegna sé komið að okkur almenningi að standa upp og breyta hlutunum. Þeir undirstrika þetta með því að benda á að við höfum enga afsökun þar sem sagan horfi til okkar... Samkvæmt þeirra skilningi er það bæði eðlilegt og sjálfsagt að rísa upp og spyrna við fótum.
Ég hef aldrei sóst eftir því að teljast til venjulegs fólks enda vita það allir sem hafa einhvern tímann reynt að velta merkingu þessa orðs fyrir sér að í raun fer merking þess fullkomlega eftir notenda þess. Hann kallar það venjulegt sem er næst honum og hann vill miða sig við. Við höfum sem sagt fengið það staðfest að SJS er orðinn svo firrtur að það eru sérhagsmunagæslusveitirnar sem hann hefur skipað sér með og telur til þeirra sem megi kalla venjulega.
Á sama tíma má segja að heimsbyggðin hafi risið upp og sett sig upp á móti því að þessi fámenni hópur setji viðmiðin. Spænsku mótmælendurnir segja m.a. að valda- og eignastéttin þar í landi endurspegli þá á engan hátt. Mótmælin þar hófust á Sólartorginu í Madrid sl. sunnudag og standa enn. Þau dreifðu sér hratt út um allan Spán og þaðan hafa þau dreifst miklu víðar. Á morgun verður mótmælt á 538 stöðum víðsvegar um jarðarkringluna. Það er hægt að sjá dreifinguna um heiminn á þessari mynd:
Það er rétt að taka það fram að við Ásta Hafberg sáum til þess að Reykjavík er núna líka komið inn á kortið. (Sjá hér) Það er dapurlegt að þannig sé komið fyrir okkur að græðgin hafi lagt samfélögin undir sig en það er þó fangnaðarefni að sjá að þjóðir heimsins eru risnar upp.
Það hefur verið stofnaður Fésbókarviðurður um mótmælin í Reykjavík en þau hefjast kl. 18:00. Ég hef látið mér detta í hug að mæta með brunaboða til að undirstrika hvað ég er óvenjuleg og það hvað ég skelfist afleiðingar sérhagsmunamiðaðra gjörða venjulega fólksins sem SJS hefur skipað sér með.
Ég hendi öllu öðru frá mér því mér finnst það brýnt að undirstrika það að ég vil binda endi á þann heim þar sem misskipting ræður ríkjum. Ég vil ekki búa í heimi þar sem ég og mínir líkir eru úthrópaðir í þeim tilgangi að að gefa venjulegu fólki eins og Steingrími J. Sigfússyni frítt svið til að vinna sín ógæfulegu óhæfuverk!
Ekki hjá venjulegu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:47 | Facebook
Athugasemdir
Takk enn og aftur Rakel, þetta er frábær færsla hjá þér lyfi byltingin og lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 21.5.2011 kl. 10:29
Góð færsla Rakel,
er í Neskaupstað og missi af þessu.
ekki venjulegur GSA
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2011 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.