Það er til leið út úr þessu rugli!
13.4.2011 | 16:46
Í lok október lögðu Tunnurnar til leið sem er ekki síður fær nú. Tunnurnar settu í loftið undirskriftarlista sem má finna hér. Mikillar tortryggni hefur gætt um þessa leið en eins og má sjá á síðustu færslum hefur verið reynt að benda þingmönnum á að þeir eru í bestri aðstöðu til að skapa skipun slíkrar stjórnar lýðræðislegri ramma. Þeir sem hafa ekki kynnt sér þessa leið nú þegar bendi ég á þessa færslu hér þar sem er varpað fram spurningum og svörum um utanþingsstjórn.
Ég hvet lesendur til að velta því vandlega fyrir sér hvort þeir vilji heldur fá að kjósa um sömu gömlu flokkana eða fá tækifæri til að kjósa um fólk sem yrði settur fyrir verkefnalisti á við þann sem settur var fram í tilefni áskorunarinnar á forsetann. Þessi hópur myndi verða skipaður til bráðabirgða til að vinna að lausnum á því neyðarástandi sem blasir við í samfélaginu. Hámarkstíminn yrði tvö ár og þá yrði gengið til kosninga skv. nýrri stjórnarskrá.
Umræður um vantraust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála, en það er ekki hlustað á okkur því verðum við að grípa inní með hertum aðgerðum! Við höfum ekki val.
Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 17:04
Utanþingsstjórn.....það er engin spurning.....hún átti að koma strax.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.4.2011 kl. 17:49
Sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 21:45
Kíktu á þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 11:27
Lestu viðhengið umræðuna og linkana. Hver ætlar að verða fyrstur til að segja landráð?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.