Það styttist...

Leaving the ruinsHversu mörg orð er hægt að hafa um það þegar allar manns dekkstu framtíðarspár eru u.þ.b. að rætast? Hvaða orð á maður eftir þegar maður hefur hvað eftir annað hrópað viðvörunarorð um það hvert stefnir án sýni- legs árangurs? Hvað getur maður sagt þegar maður hefur hvað eftir annað hvatt fólk til að standa saman og spyrna við fótum en fæstir nenna?

Sjálfsagt er það fjöldamargt en ég finn engin orð. Ég finn eingöngu fyrir auðninni... Mig langar samt til að benda á það enn einu sinni að mér sýnist að sú leið sem er bent á hér: http://utanthingsstjorn.is/eini björgunarbáturinn sem er í boði frá gerræði mafíunnar sem hefur lagt íslensku stjórnmálaflokkana undir sig.

Haldi fram sem horfir sé ég hins vegar ekki annað fyrir mér en að íslenska þjóðin verði fyrir enn einni blóðtökunni vegna landflótta. Ég er þegar farin að horfa á ákveðinn björgunarbát í þeim tilgangi að fara áður en það verður of seint...


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Eigum við að fara saman?

Vendetta, 3.2.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þessu verður hafnað félagar ! ef ekki í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá með öðrum og harkalegri aðferðum, Ísland hefur (eða á ég að segja hafði) möguleika á að ríða á vaðið og vera fyrst þjóða til að segja afdráttarlaust nei við þessu arðráni sem er enn í gangi , en það er sama hvaðan gott kemur kemur, en leitt ef þetta gullna tækifæri til að vera fyrstir eins og þegar landhelgin var færð í 200 mílur, þetta er nefnilega stærsta þjóðrettarmál síðan útfærsla landhelginnar var framkvæmd, nema þetta snertir allar þjóðir líka þær sem ekki eru með strandlínu, óreiðuskuldir óprútinna glæframanna EIGA ekki að greiðast af skattgreiðendum, það eru fleiri og fleiri að sannfærast um.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 19:31

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þó ég sé að verða frekar örvæntingarfull yfir ástandinu og stefnunni þá er ég ekki svo illa fyrir mér komið að ég sé tilbúin til að segja já án nokkurra fyrirvara Ég veit nefnilega ekkert hver spyr en þakka samt fallegt boð

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er virkilega ánægð með innileggið frá þér Kristján! Svona á að hugsa þetta!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2011 kl. 19:40

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

..I told you so

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.2.2011 kl. 19:45

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Einmitt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband