Botnlaus lygaþvæla!

Mikið er það orðið þreytandi að hlusta á þá endalausu lygaþvælu sem stjórnmálamennirnir og klíkusystkini þeirra komast upp með að halda að okkur í gegnum „einmiðlana“ sem eru í eigu þeirra sem kostuðu þá inn á þing. Ég er búin að fá mikið meira en nóg! Ég vil að við gefum þeim öllum frí og tel að þetta væri friðsamasta og jafnvel árangursríkasta leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þá heimsmynd sem íslenskir stjórnmálamenn keppast við að halda að okkur dyggilega studdir af ofvöxnum fjármálastofnunum Vesturveldanna. Myndin hér að neðan segir nefnilega miklu meira um þá „einmiðlastuddu“ heimsmynd sem haldið er að neyslusamfélögunum sem slíkir sækja fylgi sitt til.

Einmiðlavarin heimsmynd

Mér er fyrir löngu nóg boðið! og hef mótmælt frá haustinu 2008. Það er þreytandi að mótmæla en það er ljóst að það er það eina sem hreyfir við þeim sem hafa byrgt sig inni í innsta hring. Þess vegna mun ég halda áfram uns glerbúr sérhagsmunaklíkanna mun hrynja til grunna. Ég hvet alla til að taka þátt því misskiptingin kann ekki góðri lukku að stýra. ALDREI og HVERGI!

Ég bendi ykkur á að þann 17. janúar n.k. kemur þingið saman að nýju til fundar. Þann dag ætlum við líka að mæta og mótmæla þeirri gegndarlausu og kerfisvörðu lygaþvælu sem þjóðinni er boðið upp á! Þingfundur byrjar kl. 15:00 og tunnunum sem glumdu 4. október mun verða komið fyrir á Austurvelli á sama tíma.

Tunnuslátturinn, sem hefur verið líkt við „hjartslátt þjóðarinnar“, mun svo væntanlega ná hámarki kl. 16:30 en tveir hópar hafa nú þegar boðað til mótmæla á þeim tíma fyrir framan alþingishúsið. Báðir hópar hvetja atvinnurekendur og stofnanir til að gefa starfsfólki sínu frí á þessum tíma svo allir geti sameinast um að mótmæla vanhæfri stjórnmálastétt sem „þjónar engum nema hagsmunum sjálfra sín og siðblinds fjármálakerfis.“ Sjá hér og hér.


mbl.is Fundur VG hreinsaði loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flott mynd betri pistill.

Takk fyrir þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 02:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi byltingin nú er stig tvö að rísa upp! Mæti og með fullum vilja til að ná fram réttlæti lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 6.1.2011 kl. 02:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært setti þetta inn á facebókina mína.  TAKK Rakel mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2011 kl. 10:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2011 kl. 23:58

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þessi mynd Rakel er mögnuð..jú og pistillinn líka. Sjáumst á mánudaginn 17 jan og búum til trommur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.1.2011 kl. 00:12

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef alls ekkert á móti því þó bloggin mín fari víðar eins og inn á Fésbókina og mér finnst heldur ekkert verra ef einhver þeirra haldi hópnum sem spyrnir á móti vakandi! Held reyndar að þið séuð öll langt frá því að sofna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2011 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband